22 september 2004

Ball á laugardagskvöldið á Þinghús-Bar á Hvammstanga. Ég, Hjalti Júl og Gummi verðum að spila og kannski fleiri..... daddaraaa. Spurning um að kalla bandið GSM :-)
Og Valli gamli á Litla Ósi er 85 ára í dag. Hann mun taka á móti gestum, vinum og vandamönnum í félagsheimilinu Hvammstanga á laugardaginn. Ætli hann skelli sér svo ekki á ball á Þinghúsinu eftir kaffið.

Ég hlakka til að sjá bloggið hans Silla sem hann skrifaði í gærkvöldi.


16 september 2004


Svona lítur þetta út núna kl 07:10. Eða eins og þeir sem reyna að vera fyndnir segja alltaf: "Nú er það svart, það er allt orðið hvítt". Hahahahahahahaha.
Og bless.


Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

15 september 2004

Fyrir þá sem hafa gaman af landslagsmyndum kemur hér ein af Fremri Kárahnjúk. Séð til aust-norðausturs. Kárahnjúkur er ungur hnjúkur sem hefur orðið til vegna svokallaðar Kárahnjúka stíflu en hnjúkurinn samanstendur af uppgreftri og grjóthnullungum sem ýtt hefur verið upp í einn haug. Til stendur ad steipa kassa utan um hann og flytja med Svikartindi, systur skipi Vikartinds er strandaði við strönd Heggstaðaness fyrir mörgum árum, til Danmerkur og bæta honum ofaná Himmelbjarget sem er einn hæsti jökull þar í landi en jökullinn er fyrir 12 metra hár yfir sjávarmáli samkvæmt mælingum mannsinns sem fór upp hæðina en kom niður fjallið. Góðar stundir.



Email blog sent by pallibj
Powered by Hexia


Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

14 september 2004


Sko. Það að vera hér við Kárahnjúka er svo sem ekkert svo slæmt. Svona getur veðrið verið fallegt.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

07 september 2004

Kvef kvef kvef.

Það er ekkert gaman að vera með kvef. Við Hinrik Elvar erum fullir af kvefi þessa dagan og ekkert útlit fyrir að það fari lagast í bráð. En maður vonar það besta.
Ég fór í heimsókn í gærkvöldi til Katrínar, Hrannar og fyrrverandi, elskulegrar kærustu minnar. Þær eru, eru eins og kemur fram á blogginu hennar Helgu minnar fluttar á Ak. Þær búa í húsi sem var byggt árið 1868 úr mjög nútímalegri harðsteypu mold og timbri. Ef maður labbar stofuna frá öðrum enda hennar til hins enda hennar þá labbar maður yfir eina blindhæð sem allir ættu að varast. Annars er þetta örugglega mjög fín íbúð.
Í dag er stefnan tekin á myndatöku hjá Ljósmyndastofu Páls. Það á sem sagt að reyna að taka myndir af okkur í fjölskyldunni.
Svo á morgun er fer ég upp í Kárahnjúka, klukkan tvö frá Leirunesti og kem aftur á sunnudaginn 19. sept. Ég er að vonast til að nettengingin verði komin á núna í vikunni þarna uppfrá svo maður geti fylgst eitthvað með. Það kemur í ljós seinna í vikunni.
EN ég get glatt ykkur með því að það er búið að ákveða þema fyrir næstu söngvarakeppni.......

Bless á meðan.

02 september 2004

Hæ.

Þá er ég kominn einu sinni enn til Akureyris frá Kárnahnjúknasvæðinu. Þú og ThinkPad hvað?
Ég er farinn að keyra olíubíl aftur.... jibbí. Það er fínt að vera að vinna á olíubíl. Olíubílar eru skemmtilegir bílar. Þeir verða tildæmis ROSALEGA sjaldan olíulausir.
En ég er sem sagt byrjaður að vinna hjá Suðurverk. Suðurverk er fyritæki sem sérhæfir sig í að byggja stíflur og vegi. Einnig hefur Suðurverk átt mikinn þátt í því að Siglufjörður er nú betur varinn fyrir snjóflóðum og þessháttar vesenum.

Ég fór til Akureyrar frá Kár. í jeppa sem Suðurverk á, við vorum fimm í bílnum og ég hef aldrei NOKKURTÍMAN verið eins bílveikur og á þessari leið. Það var stoppað FIMM sinnum fyrir mig vegna ógleði og gubbuvesens.

Á morgun förum við öll hér í Skarðshlíð 2d í ferðalag vestur í elsku besta Húnaþing vestra. Þar eru að fara í gang göngur og réttir ásamt réttarballi. Hljómsveitin Kashmír mun leika fyrir dansi og verður það STUÐ STUÐ STUÐ. Spyrjið bara Aldísi.

Gaman og bless.