27 febrúar 2005

Jæja.
Það voru víst einhverjar æfingar um helgina, ekki satt? ÉG gat ekki verið því ég er hérna í Kárahnjúkavinnunni núna fram til fimmtudagsins 10 mars. Veit einhver hvernig gekk að æfa? Vill einhver segja mér?

En veðrið já. Það er búið að vera ALGJÖR gargandi snilld þetta veður frá því ég kom. ÉG segi það satt, það er svo, að það hefur verið logn, sól (heiðskýrt sem sagt) og ca 2-10°c frost hérna í þrjá daga í röð. Það er ekki hægt að biðja um það betra. Á sumrin þegar gott veður er, þurrt og sól með smá hvassviðri þá er svo mikið sandrok hérna að það er miklu betra að fá blindhríð með öllu tilheyrandi heldur en sandbylinn. Hann er ógeðslegur.

En aftur að tónlistinni???
Við heyrumst síðar.

20 febrúar 2005

Nú já já. Enn ein breitingin.

ÞAÐ VERÐUR ÆFING Á LAUGARDAGINN KEMUR. ÞANN 26. FEBRÚAR (eða fRebrúar eins og Helgi á Heggstöðum segir alltaf). Fyrsta æfingin með ykkur söngvurunum verður 26. febrúar næstkomandi. Ekki klikka á því. LÁTIÐ ÞAÐ BERAST. En ég verð ekki með á þeirri æfingu sko. Kannski verður Jón Bergmann, kannski ekki. Það kemur í ljós í vikunni.

Hinrik Elvar er með mikinn hita núna og flensu. Við ætluðum sko með hann í afmælið til Fríðu Rósar en hann kemst ekki vegna þessa veikinda. Leiðinlegt það.

En þetta lagast vonandi bráðum hjá honum.

Blesssssssssssss.

15 febrúar 2005

Breytingar vegna breytinga á breytingunum.

HVERJIR (hvaða keppendur) eiga eftir að tilkinna hvaða lag þeir ætla að syngja í söngvarakeppninni? Þeir sem eiga það eftir GERIÐ ÞAÐ Í DAG 15. febrúar vegna þess að skráningu lýkur í dag. Fyrsta æfing er ennþá áætluð laugardaginn 5. mars.
Gaman.

En svona til að þið fáið að vita hvað er að gerast hér og þar get ég sagt ykkur að hér er allt á suðupunkti vegna Litháanna sem eru hér í vinnu. Þeir GETA ekki verið hér í vinnu vegna þessa að þeir hafa hvorki atvinnu- né dvalarleyfi á íslandi.

En á sunnudaginn á hún Fríða Rós Jóhannsdóttir, litla frænka mín á Bessó, tveggja ára afmæli. VIð ætlum að skondrast, eins og Breeeeenja segir alltaf, á Bessó í afmælið en vitum ekki alveg hvort afmælið er á laugardag eða sunnudag. Við komumst (eða komustum eins og eldra fólk segir) vonandi að því fljótlega.

Bless bless eins og Ingibjörg segir alltaf.
Sjáumst seinna eins og Búdróbúdró Skalíiy segir alltaf.
Bæ eins og sagt er á enskri tungu.

Kveðja,
Palli, eins og ég segi alltaf, hehehe.

07 febrúar 2005

Breytingar á breytingunum.

Breytingarnar áttu að verða þær að ég ætlaði ekki að spila með á söngvarakeppninni. En það verður breyting á því. Hugsanlega hugsa margir "djö mar...... hann verður þá með" en svona er lífið :-)
Hinsvegar er breytingin sú að ég verð EKKI með á öllum æfingunum en hann elskulegi Jón Bergmann ætlar að hlaupa í skarðið fyrir mig og bið ég ykkur sem þetta lesa og komið til með að syngja í keppninni að veita honum, mér og öllum hinum í hljómsveitinni svigrúm til að æfa þetta sem allra best. Svigrúm þetta fæst í IKEA. En nei nei. Nonni ætlar að spila EF hann mögulega getur. Það er nefnilega ekki víst að hann komist frekar en ég en þá verða mestalagi tvær æfingar bassalausar.
Fyrsta æfing er áætluð laugardaginn 5. mars. Nánar auglýst síðar sko.

Bless á meðan.

02 febrúar 2005

Já. Það er þetta með söngvarakeppnina.

Þeir sem eiga eftir að ákveða hvaða lög skal syngja, þið þurfið að fara ákveða því eftir 13 daga rennur út fresturinn til að skila inn skráningum/lögum fyrir keppnina sem verður 9. apríl.
Fyrsta æfing verður svo 5. mars næstkomandi. Og látið það berast takk, hehe.

Hilsen,
Pallenn smallenn.