19 október 2005

Hádegisfréttir verða klukkan tólf tuttugu en yfirlit hádegisfrétta klukkan tólf.

Nú er gaman. Eða þannig sko. Það á að fara að snjóa aftur, sem þýðir keðjufæri (líklega) á Víkurskarðshelv..... og á Fljótsheiðinni. En það verður bara að hafa það. Ég er á tímakaupi og það MJÖG lágu.

Þetta sá ég hjá Láru Kristínu frænku og ætla að gera svipað.

Núverandi tími: 21:25
Núverandi föt: Bláar McGordon gallabuxur, grænn stuttermabolur með styttri gerð af ermum og svartir sokkar.
Núverandi hár: Dökkt eins og venjulega og nýlega klippt.
Núverandi pirringur: Veðurspáin fyrir fimmtudag og föstudag; Hugsanlegt keðjufæri.
Núverandi lykt: Súkkulaði lykt af Góu Dúndri.
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Æfa mig á hljómborðið ef það væri hér.
Núverandi skartgripir: Trúlofunarhringurinn ef það er skartgripur. Annars ekkert.
Núverandi áhyggja: Hmmm......
Núverandi löngun: Fá mér mjólk og banana :) NAMMI NAMM.
Núverandi ósk: Að það snjói ekki mikið fyrir helgi. Helst ekki neitt bara.
Núverandi eftirsjá: Að hafa ekki komið með hljómborðið norður eftir seinustu helgi.
Núverandi vonbrigði: Að (G)Eimskip skuli segja allt gott en meinar allt vont.
Núverandi skemmtun: Stöð 2
Núverandi ást: Helga Guðrún :-*
Núverandi staður: Skarðshlíð 2d
Núverandi bók: Andrés Önd númer 1.434.547
Núverandi bíómynd: Guess Who
Núverandi Íþrótt: Þvottakústur og/eða háþrýstidæla í ca 35 mínútur annan hvern dag niðri við Oddeyrarskála.
Núverandi Tónlist: The Scissor Sisters, Juanes, Supergrass og Pink Floyd.
Núverandi lag á heilanum: Comfortably Numb (Pink Floyd/Scissor Sisters)
Núverandi blótsyrði: Þetta er rugl
Núverandi msn manneskjur: Lára Kristín, Ingunn svokallaður Tjampari, Sverrir Fór....
Núverandi desktop mynd: Afsakið hlé
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Horfa eitthvað á imbann og sofna frekar snemma
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Engin
Núverandi hlutir á veggnum:í mínu herbergi? Mynd af pabba mínum heitnum og einhver önnur mynd sem ég man ekki núna hver er og ég nenni ekki að standa upp til að gá að því bara til að segja þér það. Myndi KANNSKI gera það ef ég væri með þrálaust lyklaborð.

Takk og þetta var nú gaman.

En nú skulum við snúa okkur að framtíðinni í tónlistinni. 19. nóvember. Hefur einhver skoðað bloggið hans Munda? Þar segir frá tónleikum sem verða þennan dag. Tónleikar með þeirri mögnuðu hljómsveit Pink Floyd. Reyndar sjá þeir gæjar sér ekki fært að koma til landsins til að hita upp fyrir okkur sem spilum. Kannski koma þeir næst.
Ég kem til með að rugla eitthvað á hljómborði, én hvort það verður mikið rugl verður tíminn að leiða í ljós.

Hér er ein voða flott mynd sem ég tók í gær af Ljósavatni í Ljósavatnsskarði sem er milli Fnjóskadals og Bárðardals.



Verrikkuragóðu.

08 október 2005

Morgunfréttir, Hjördís Finnbogadóttir.

Ég sem sagt fór vestur á Hvammstanga í gær á Bomsunni (eins og Skoda bifreiðar voru kallaðar í gamla daga). Magnaður bíll þessi Skódi. Hann eyðir ca 6,3 lítrum í blönduðum akstri. Ca rétt um 5 lítrum á langkeyrslunni og um 7 lítrum innanbæjar, sem er frábært.

En ég fór vestur til þess að spila með Gumma og Hjalta eins og fram kom í blogginu hér að neðan. Ballið var ágætt að flestu leiti. Þetta var svona "fámennt en góðmennt" ball. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir komu inn og ekki heldur hversu margir af þeim sem komu inn borguðu sig inn. Fjármálastjórinn, dyravörðurinn og þjónninn okkar var orðinn aðeins of fullur til þess að muna hvort allir sem komu inn höfðu borgað eða ekki. Hmm... Gunni.... ekki nógu gott. En hann stóð sig samt MJÖÖÖÖG vel. Þakkir fyrir það Gunni minn.
En þetta var samt fínt og hér getur að líta stemminguna heima hjá Munda og Sigrúnu fyrir ballið (Mundi og Sigrún fóru ekki á ballið)....




Og hér er svo hægt að sjá hvernig stemmingin var á ballinu.


Gummi ætlaði að hreinsa út úr eyranu á Jóa.


Gunnar var ekki svona fullur. Hann er bara að fíflast þarna á myndinni.


Dóri var í svaka fíling þegar Hjalti, Gummi og Gunni dyravörður spiluðu lagið Wish you where here með Pink Floyd.

Verði ykkur að góðu.

04 október 2005

Lesari kvöldfrétta er Pálmi Jónasson en umsjónarmaður er Broddi Broddason.

Það er komið að því að spila næstu helgi.... þetta er asnalega orðað, ég veit það en það er töff. Ég er að fara að spila með Hjalta og Gósa. Mér heyrðist á Kjartani Óla að þetta band komi til með að heita "Fermingarbandið". Við vorum eitthvað að pæla í "Brúðkaupsbandið" en það er ekki alveg nógu gott. Svo held ég líka að það sé upptekið.
En ég var að spila með Hjalta, Benna og Bjössa um daginn. Það var fínt sko. Stóðréttarball á Hótel Hópi. Ca. 110 manns mættu þangað og skapaðist gríðarleg stemming. Hjalti tók ekki mikið í nefið sem hafði þær afleiðingar að minna tóbak en ella hrundi úr nefinu á honum niður í micrófóninn (hljóðgleypinn) sem stíflaði hann ekki eins mikið og venjulega sem þýðir lægra level (lægri útstirkur) á faderinn (sleðann) á hans rás (rás).
Benni er einn af þeim sem þurfa að heyra lögin aðeins einu sinni til að læra þau...... nema Lóu litlu á Brú(n). Hann getur bara ekki munað hvernig það er. Það er alltaf eins og hann sé að spila það afturábak (Reverse).
Og Bjössi nikkari greindist með taktstíflu í vinstri löppinni fyrir stuttu. Þess vegna slær hann taktinn eingöngu með hægri löppinni þegar hann er að spila. Og ég, ég stóð eins og járnkall, kafrekinn ofan í sviðið og haggaði mér ekki um cm fyrr en ballið var búið. Spyrjið bara Þorbjörgu Helgu ef þið trúið mér ekki. Hún var á staðnum.

EN þetta er auðvitað bara allt djók (gín).
Meira seinna.

Bless.

01 október 2005

Útvarp Reykjavík, klukkan er tuttugu mínútur gengin í eitt. Fréttir.
Fréttir les Sigvaldi Júlíusson, í fréttum er þetta helst.

Ég er alveg viss um að þetta er ein af eldri og mest notuðum málsgreinum í Ríkisútvarpinu.

En ég sit hér við tölvuna hennar Ölmu Jóns, sem er náfrænka Hinnatromma. Já jú. Þessi tölva hennar er í KLESSU. Hún er uppfull af vírusum, spæverum (veit ekki íslenska orðið yfir "spæver") og allskonar drasli sem ekki er æskilegt að tölvur innihaldi. Ég ætla sem sagt að "strauja" hana eins og sagt er. Setja stýrikerfið upp á nýtt og hlífa engu.
Og svo ætlum við að kíkja í heimsókn til Ingvars Jónssonar eftir hádegi í dag.
Eftir lestur þennan ætti þér að líða betur.

Bless á meðan.