23 júní 2006

Útvarp Reykjavík, klukkan er níu. Frétti

Útvarp Reykjavík, klukkan er níu. Fréttir. Góðan dag. Hér er ég staddur við Goðafoss sem er kenndur við Þorkel Ljósvetningagoða Þorkelsson en hann er víst sá sem kom á "friði" milli kristinna manna og heiðinna á Þingvöllum árið 1000.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

13 júní 2006

Það var alveg ROSALEGA gaman á Roger Waters tónleikunum í Egilshöllinni í gærkvöldi. Og ég naut þeirra forréttinda að vera stór, stærri en flestir aðrir svo að ég sá allt sem gerðist á sviðinu. En hvort ég tók eftir öllu sem þar fór fram er svo önnur saga. Við Helga mættum það snemma að við þurftum ekki að bíða í neitt rosalega langri biðröð. Og svo fórum við það snemma að við þurftum ekki heldur að bíða í umferðarteppu til að komast frá Egilshöll. Við fórum þegar Comf. Numb var að klárast. Misstum við nokkuð af miklu eftir það? Posted by Picasa

11 júní 2006

Þetta fann ég á síðunni hans Gumma Jóns........... "Ég er loksins búinn að bóka sumartónleikatúrinnógurlegaþarsemgummijónsspilarlögsín ogtextaafstakrisnilldvogarinnar í þessum skrifuðum orðum og læt ég hann því fylgja með hér fyrir neðan:

15. júní, fimmtudagur. Reykjavík ? Sólon. Útgáfutónleikar og munu þeir mér til fulltingis leika; Benedikt Brynjólfsson á trommur og Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa.
20. júní, þriðjudagur. Grindarvík ? Salthúsið
21. júní, miðvikudagur. Keflavík ? Yello
22. júní, fimmtudagur. Hvamstanga ? Þinghúsbar
23. júní, föstudagur. Ísafjörður ? Langi Mangi
24. júní, laugardagur. Bolungarvík ? Vaxon
27. júní, þriðjudagur. Akranes ? Kaffi Mörk
28. júní, miðvikudagur. Blönduós ? Við Árbakkann
29. júní, fimmtudagur. Skagaströnd ? Viðvík
30. júní, föstudagur. Siglufjörður ? Allinn
1. Júlí, laugardagur. Dalvík ? Kaffi Sogn
4. Júlí, þriðjudagur. Akureyri ? Kaffi Amor
5. Júlí, miðvikudagur. Reyðarfjörður ? Kaffi Kósí
6. Júlí, fimmtudagur. Egilsstaðir ? Svarthvíta hetjan
7. Júlí, föstudagur. Seyðisfjörður ? Skaftfell
8. Júlí, laugardagur. Norðfjörður ? Rauða torgið
11. Júlí, þriðjudagur. Grundarfjörður ? Kaffi 59
12. Júlí, miðvikudagur. Flúðir ? Útlaginn
13. Júlí, fimmtudagur. Vestmannaeyjar - Drífandi

Tónleikarnir byrja kl. 22.00 (yfirleitt) og er aðgangseyrir 1000 kr.
Hlakkar mig afskaplega mikið til að sjá........" hann (Gummi sko) veit sem sagt ekki að maður segir "Ég hlakka afskaplega..." en ekki hlakkar mig.

Ég, ásamt MÖRGUM öðrum íslendingum, var að hlusta á Sniglabandið á Rás 2. Þetta var mjög skemmtilegt prógram hjá þeim..... eins og venjulega. Ég reyndi nú að ná inn til þeirra en það habbðist ekki. Kemur kennske næst. Það hefði nefnilega verið gaman að heyra þá spila Money eða Brain Damage með Pink Floyd. Jafnvel Comfortably Numb.

Tónleikarnir með R. W. eru víst annað kvöld og ég er farinn að hlakka MIKIÐ til að komast á þá. Þetta verður að öllum líkindum hin magnaðasta skemmtun. Og ég segi bara við alla hina sem ætla að fara á þessa tónleika: Góða skemmtun.

Ferð þú á tónleikana? Sendu SMS-ið tonleikar bil ja of kors eða tonleikar bil nei pottthett ekki í símanúmerið 1.

07 júní 2006

Eins og sagt er í ljóðinu: Ekkert er fegurra en vorkvöld við Hrútafjörð. Og það er engin lýgi. Þetta er voða fínt sko.

Er það ekki? Posted by Picasa
?
Ég er líka að prófa þetta PICASA 2 sem Silli benti okkur á. Og í tölvunni fann ég þessa líka fínu mynd af Bessastöðum 1. Reyndar heitir bærinn bara Bessastaðir, en ekki Bessastaðir 1. En Magnús frændi minn á Bessastöðum hitti einvern kall á Hvammstanga fyrir jólin og sá kall spurði Magnús hvort hann væri ekki sonur Guðnýjar og Jóa. Hann játti því. Þá spurði kallinn hvort Magnús ætti þá ekki heima á Bessastöðum. Einnig játti hann því en tók það skírt fram að hann ætti heima á Bessastöðum 1. "Bessastöðum 1" endurtók kallinn. "Já, sko" útskýrði Magnús. "Hann Ólafur Ragnar á heima á Bessastöðum 2".
En eins og myndin gefur til kynna er ávalt svona gott veður í og við Hrútafjörð. Sjórinn á myndinni er Fótósjoppaður inn á myndina og synan líka.

Finnst þér þetta ekki fínt? Posted by Picasa