16 september 2007

Núna?

Æi ég veit það ekki.
Jú það er best að athuga hvort bloggerinn bregst við mér eins og honum Munda. Þ.e.a.s. þegar hann ætlaði að blogga einhvertíman í vor þá vildi bloggerinn ekki byrta færsluna. Sjáum til hvað gerist hér.

En eitt verð ég að segja hér: Ef þið eruð með Windows Vista í tölvunum ykkar þá getið þið stækkað Virtual Memory-ið til muna með því að setja til dæmis tóman 1 GB USB minnislykil í eitt USB portið, hægri smella svo á þennan lykil (eða þetta drif) í My Computer (sem heitir bara Computer í Vista) og velja Properties. Þar inni ætti að vera flipi sem heitir ReadyBoost. Smella á hann og þá kemur upp sleði sem hægt er að draga til og frá; auka eða minnka magnið af lausa plássinu á lyklinum sem á að nota sem auka minni fyrir stýrikerfið. Þetta er algjöööööör snilld og þræl virkar. Ég er búinn að prófa þetta með 970 MB minnisaukningu og JAHÉRNA HÉR OG ÞAR hvað þetta gerir mikið gagn.

Þetta var fróðleikur ársins.

Takk og bless.
(Munið að nota Orðabelginn)