23 júní 2004

Meira um hnjúkana.

Það er búið að vera svo gott veður undanfarna daga, þ.e.a.s. sunnudag, mánudag og þriðjudag en í dag er skítakuldi og hefur aðeins snjóað. En það er allt í lagi. Er það ekki?

Hvað finnst þér??

17 júní 2004

Hnjúkarnir já..... og veðrið

Sko. ÉG get nú bara sagr ykkur það að það snjóaði hér við Kárahnjúka í dag. Reyndar varð ekki hvít jörð, það snjóaði ekki svo mikið en samt, það er 17. júní í dag. Og gerðuð þið ekki eitthvað skemmtilegt?

12 júní 2004

Mundi, Sigrún og Daníel Hrafn komu hingað í heimsókn í dag sem var mjög gott, því þá fengum við á heimilinu þessar líka fínustu pönnukökur. Takk fyrir komuna.

Eruð þið búin að sjá dagatalið á síðunni minni. Það er sko linkur inn á það hér til hægri undir nafnalistanum. Þegar þið eruð búin að skoða það þá megið þið svara könnunninni sem er undir dagatalinu.

Góðar stundir.

10 júní 2004

Heim

Já það er gott að vera kominn heim aftur. Nú er sem sagt að taka við viku frí. Ég fer aftur í hnjúka Kára á fimmtudaginn 17.júní. Fúlt en svona er þetta bara.

Nú það er von á gestum um helgina. Ég held að Mundi og Sigrún ætli að rúlla á Akureyri í svokallaða búðarferð eins og einhver orðaði það.

Það eru komnar fleiri myndir inn á ofoto.com

Njótið vel.

01 júní 2004

Halló. (með fyrirvara um stafsetningar- og prentvillur)

Fyrir þá sem langar að skoða myndir úr Kárahnjúkum bendi ég á að heimsækja OFOTO síðuna. Þar eru nokkrar myndir en það tekur svo voðalega langan tíma að uploada myndunum í gegnum gemsann að ég nennti ekki að setja nema örfára inn.

Það var snilld í gær. ÉG var að fara með útlendingana niður í gljúfrið (eða to Canyon eins og þeir segja á enskunni). Til að komast niður í gljúfrið þarf að keyra niður af bjargsbrúninni eftir göngum sem búið er að bora í bergið. Sennilega er hallinn í þeim, þar sem hann er minnstur, álíka mikill og þar sem hann er mestur í Hvalfjarðargöngunum. Og það er bara smá kafli sem er svo "lítið" brattur. Á einum stað i göngunum þarf að bakka allavega tvisvar til að komast fyrir horn sem verður að komast fyrir. Ekki má bakka of mikið því að þá rekst afturendinn á rútunni í vegginn fyrir aftan og ekki má keyra of nálægt veggjunum því að þá rekst toppurinn á grænu (sem er á myndinni á ofoto síðunni) rútunni efst í veggina.
En ég var sem sagt að snúa rútunni þarna í göngunum þegar að allt í einu heyrist STOP á FJÓRUM tungumálum lágmark. Það var snilld. Á kínversku er það: beddó. Á portúgölsku er það: gjúertóbreskalínmagírónefristamsjettos. Á ítölsku er: stop og á pólsku er það: Klerffffghikljkukjhgjfdhuu.po. Ég náði ekki alveg hvernig það er á rúmönsku vegna þess að Rúmeninn sat aftast í rútunni en mér heyrðist hann segja: Stop, púnkass. Hann er frekar mikill dóni sá.

Og jiiiibbbbbbíííííííííí...... á fimmtudaginn fer ég í viku frí og þá verður nú gaman. Sennilega.....

Bless á meðan.