18 ágúst 2004

Jahhháááá. ÉG var að lesa smá grein á hugi.is um lögguna okkar á Blönduósi. Hér er hún og verði ykkur að góðu. Ég hef lennt í þessu sama einmitt hjá þessum köllum.
EN hér er greinin.

Annars er allt voða gott að fétta.

Helga spurði spáspilin, sem hún fékk hjá Sigríði frænku sinni Klingeberg, hvort að við myndum flytja á Reyðarfjörð næsta vor og spilin svöruðu aðeins með loðnum svörum. En svo spurði ég spilin hvort við myndum flytja á Reyðarfjörð næsta vor og svarið var: NEI.
Þá spurði ég tvisvar hvort við myndum flytja á Hvammstanga. Fyrra svarið var og seinna svarið var EKKI BÍÐA. Ótrúlegt.
Þannig að Hvammstangi, here we come.......... einhvertíman.

Scona er þetta nú bara.

14 ágúst 2004

Ja ja man.

Það er ættarmót á Laugarbakka þessa helgina eins og flestar aðrar helgar í sumar. Nún er komið að því að ég fer á ættarmót hér á þessum ágæta stað.

Auðvitað stendur til að spila og höfum við EInar bróðir minn fengið hina ágætu hljóðfæraleikara Silla og Gumma til að koma og spila með okkur í kvöld. Það mun gaman verða sennilega já.

Nú Galantinn er á verkstæði af því að það er ónýt í honum vélin. Við fengum MMC geim stjörnu (Space Star) lánaða á meðan verið er að gera við Galantinn.
Lítið er meira fréttnæmt að sinni sinni sinni.

Bless á meðan.

04 ágúst 2004

Vááááááá.............

Nú er gaman við Kárahnjúka. Brúin, sem ekið er yfir til að komast að stíflustæðinu, og áfram inn á hálendið, yfir Jöklu (Jökulsá á Dal) er lokuð í augnarblikinu og vatnsyfirborðið undir henni snertir nú gólfbitana. Það er sem sagt NÚNA sem þetta er að gerast en í gær gerðist hið sama um klukkan 19:00-20:00. Það verður sem sagt gaman að vit hvort að brúin fari ekki bara alveg í kaf í kvöld. Ég vildi að ég væri ég með myndavél núna til að sýna ykkur aðstæður en þær eru allsvakalegar. Venjulega eru ca 15 metra niður í ánna frá gólfi brúarinnar............ en ekki lengur hehehe.

Silli er að verða svo trúaður að það er með ólíkindum. Skoðið bara bloggið hans. Algjör snilld.

Og ekki meira í bili.

Bless á meðan.