Radio PSB

31 október 2004

Já. Það er kominn sunnudagur eins og stendur hér fyrir ofan. Og sunnudagar eru "ferðadagar" hér í Kárahnjúkum. Þ.e.a.s. EGILSSTAÐAFERÐ :-)/:-(
Það þykir voða næs hjá útlendingunum að komast til Egilsstaða. Annars höfum við rútubílstjórarnir hér komist að því að það algengustu ensku orðin hjá þessum blessuðu verkamönnum hér eru "my friend". Ef þeir þurfa að stoppa til dæmis við ESSO stöðina eða við "personal office" (skrifstofuna) segja þeir alltaf: "Could you stop here please MY FRIEND".Við erum sem sagt farnir að kalla hvorn annan my freind, við bílstjórarnir.
Fróðleik lokið.

Ble ble.

24 október 2004

Þessa snilldar mynd er á síðunni hans Jóns Frímanns.
Síðan hans heitir skodun.com Þar er ýmislegt að finna.

En annars er allt gott að frétta bara. Ég er að bíða eftir að Sigrún hringi og segi mér að hún hafi ekki munað eftir bassanum mínum en hún ætlaði að koma með hann frá Hvammstanga með Ólu frænku sinni í kvöld. EN HVERJUM ER EKKI SAMA????

Munið eftir The Zetors

Bless á meðan.

18 október 2004

Óveður..... eða nálægt því.

Það er skollinn á vetur hér við Kárahnjúka....... aftur. Hann kom skó um daginn fyrir ca hálfum mánuði og varð allt grátt hér uppfrá. "Það er varla hundi út sigandi" eins og sagt er. Það á að hvessa meira á morgun og snjóa meira líka en svo á þetta víst að ganga niður á miðvikudaginn. Ætli veðrið verði ekki orðið gott þegar ég legg af stað heim á fimmtudaginn. Kem á bifreiðaleigubifreið frá Kárahn. til Akureyrar. Gaman að því.

17 október 2004

Hringja........ OF SEINT.

Ég var vakinn í nótt. Klukkan ca nákvæmlega 00:59 (samkvæmt nýja símanum mínum) hringdi engin önnur en Sigrún Dögg. Ég veit að ég á það til að hringja kannski um klukkan 10 eða 1/2 11 á kvöldin en ég hringi þó ekki klukkan 00:59. Var sko sofnaður um 11 leitið eftir að hafa talað við Helgu rétt fyrir 11. En svo hringir síminn eins og áður hefur komið fram. Og hver heldur þú að hafi verið í símanum? Sigrún Dögg að segja mér það að hún sé búin að ákveða að syngja eitthvað annað lag en eitthvað annað sem hún ætlaði að syngja en væri hætt við það núna. Hún hefði alveg getað sleppt þessu vegna þess að ég man ekkert af því sem hún sagði í nótt. Ég man reyndar að hún var að tala eitthvað um einhverja fiðlu. Þetta er árangurinn af því að hringja í mig svona seint. Sem betur fer er ég búinn þeim kosti (vil ég meina, Helga segir að það sé galli) að ég sofna oftast frekar fljótt aftur ef ég er vakinn. En það gerist samt mjög SJALDAN..... held ég.

ÉG á að keyra þetta í dag og næstu daga.


Þetta heitir Iveco Magirus Deutch Euro Cargo. Oftast kallaður Magaríus eða fangarútan.

Tæknilegar upplýsingar:
Vél - Deutch V8 loftkæld ca 10ccm. 242 hestöfl túrbínulaus. (Því miður)
Gírkassi - ??? en hann er 6 gíra, ósyncroniseraður þannig að það er ekkert gaman að skipta honum.
Drif - ??? en þau drífa.
Dekkjastærð - 1400x22" vetrardekk en 385/65 X 22,5 sumardekk.
Bremsur - ágætar.
Farþegafjöldi - 38 eða 39, man ekki hvort heldur er.

Annað var það ekki í bili.
Bless bless.

16 október 2004

Ég var að fá mér annan GSM síma. Þessi er alveg þokkalega góður sko. Það sem er skemmtilegast við hann er MP3 spilarinn í honum.
Síminn heitir Sony Ericsson P900

Og fimmtudagurinn næsti er HEIMFERÐADAGUR. Þá er ég líka búinn að vera 26 daga á fjallinu í "beit" eins og sagt er.
Segjum það í bili.

12 október 2004

Silli er kominn heim frá útlandinu stóra USA.
Ég er að fara til Egilsstaða í fyrramálið til að sækja ca 30 útlendinga sem eru að byrja að vinna hér hjá ImpreGRILLÓ eins DórBlö orðaði það svo hlægilega. Á 55 manna rútu sæki ég þá.
Það gengur hvorki né rekur í bílamálunum hjá okkur Helgu. Siggi í Heklu sem stjórnar málunum, vill ekkert að við fáum hvaða bíl sem er í staðinn fyrir Galant. En nú er búið að rífa vélina upp úr honum (Galantaninum sko, ekki Sigga) og það er verið að skoða hana. Verkstæðismennirnir sem gerðu við vélina fyrir 20.000 kílómetrum segja að það hafi verið svo mikið bensín í smurolíunni. Það eru 10.000 kílómetra síðan það var skipt um olíunni á vélinni síðast og það er ástæðan fyrir því að vélin hrynur segir verkstæðið. En ég er ekki sammála því. Ég veit um HELLLLLLLING af bílum sem hafa farið 10.000 km og mun meira en það án þess að fá nýja olíu. Bensín í olíunni ,eftir viðgerð, bendir bara til lélegrar viðgerðar, ekki satt?

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni,
verið þið sæl.

08 október 2004

Jæja. Thà er èg kominn ì vinnu aftur til GT verktaka. Rùtuakstur framundan næstu daga og svoleidis en nù er màl ad fara ad sofa. GN.

SMS blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

03 október 2004


Sjáið bara hvað er gaman ad keyra 110 tonna trukk við stíflugerð við Kárahnjúka. Þetta er hann Davíð á henni Cötu sinni.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia