09 janúar 2009

Fjallafjórhjólaferð.

Já sá dagur er liðinn sem veðurspáin í bloggfærslunni hér að neðan á við um.
Ég skutlaðist í Vatnsnesfjallið í dag á Minknum hans Gumma á Jaðri.
Upphaflega ætlaði Hlynur að koma með en hann var fjarri góðum rannsóknarleiðangri því hann var veikur og steig því ekki einu sinni litlu tá út fyrir hús.

Færið var furðulegt fyrir þær sakir að það var allt mar autt á Hvammstanga. Svo þegar ég kom upp að hesthúsahverfi þá var aðeins grátt á vegi. Eftir því sem ofar dró varð hvítara og hvítar. Þegar ég var kominn uppfyrir hliðið í Helguhvammi þá tók við nánast aurbleyta í hjólförum. Það hefur einhver lagt af stað í fjallið á jeppa núna í hlákunni og sporað ágætlega í hjólförum vegarins. En svo auðvitað eftir því sem ofar dró í fjallið varð snjórinn harðari og harðari. Í efstu brekkum var snjórinn grjót harður. Svo harður að Bearclaw dekkin undir hjólinu varla gripu í.

Skyggnið var svo sem ágætt en þegar ég var kominn upp að endurvarpsstöð (sem stendur á hæð sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir) þá fór að dimma með éljum.





Minkurinn stóð sig með hetju og fór nánast allt sem ég sagði honum að fara.
Þetta var ágætis ferð og ég hlakka mikið til að fara aftur, en þá mættu vera fleiri með í för.

Fleiri myndir eru hér: http://picasaweb.google.com/pallibj/FjRhjLafjallaferVatnsnes#

Takk og bless.

06 janúar 2009

Fjallið á föstudaginn???

Já gleðilegt ár góðir lesendur og velkomnir hingað að blogginu.

Við Hlynur erum að spá í að fara kannski í Vatnsnesfjallið á föstudaginn. Það er nefnilega ekkert svo slæm spá fyrir föstudaginn en leiðindar spá fyrir helgina.
Fákarnir eru farnir að stirðna við að það eitt að standa aðgerðarlausir og óhreyfðir svo nú er rétti tíminn til að gera eitthvað... áður en veður versnar.

Þeir sem nenna og vilja koma með mega það ef þeir vilja.
Við erum svo sem ekki búnir að ákveða hvort við förum eða þá hvenær en það kemur í ljós með tíð og tíma.

Hér er svo spáin fyrir föstudaginn. Fengið hjá Veðurstofu Íslands







Takk fyrir og góðar stundir.