20 júlí 2005

Halló allir. Hvað er að frétta?
Ég get sagt að við erum að fara vestur í Miðfjörð á morgun. ÉG ætla drífa mig í smá kontrabassatíma til Gósa svo ég geti leikið eitthvað á hann (bassann) einhvertíman í framtíðinni.
Helga, Eyþór og Marek fóru í hvalaskoðun á Húsavík í gær og ég hitti þau þar þar sem ég var að sækja farþega sem voru einnig í hvalaskoðun..... á sama dalli..... og voru á leiðinni til Akureyrar með áætlunarbílnum...... sem ég ók..... þá. Og ROSALEGA ER ÁSBYRGI EKKI FLOTT í rigningu og þoku eins og var í gær, eins og það er fallegt í sól og blíðu. Alveg magnað.

En Það er komið að myndagátunni.

Hvaða bíll er þetta og hver á hann?

Bless á meðan.

15 júlí 2005

Picture entry


Ágætu lesendur og keppendur. Ég er að fara til Landmannalauga en þar er ekkert gemsasamband og kemur því hér spurning helgarinnar.
Í hvaða bæjarfélagi er þessi mynd tekin?
Góða helgi.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

13 júlí 2005

Picture entry


Sælt veri fólkið. Á Mývatni er margt hægt að skoða. Til dæmis Skútustaðagíga, Dimmuborgir, Námaskarð, Kröflu, Víti og margt margt fleira. Þar er verið að taka í gegn tjaldstæðið í Reykjahlíð. Einnig eru nokkur fín hótel og hér er mynd af einu þeirra. Hvað heitir þetta hótel?
Vegleg verðlaun fyrir gott veður.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

11 júlí 2005

Picture entry


Mánudagur 11. júlí 2005 OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ.
Núna er ég á Seyðisfirði og er vel við hæfi að sýna ykkur myna héðan og spyrja:Hvaðan er myndin?
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

07 júlí 2005

Picture entry


Ég er staddur á Borgarfirði eystra núna. Hér er HRIKALEGA gott veður og engir útlendingar nálægt mér núna því þeir eru allir að ganga frá Vatnsskarði eystra (fjallvegurinn sem maður ekur til að komast til Bakkagerðis) hingað niður að Bakkagerði sem er höfuðstaður Borgarfjarðar eystri hehe. En eins og sennilega fæstir vita, þá er ég í 14 daga ferð með franskann gönguhóp sem ætlar að ganga frá Bakkagerði til Seyðisfjarðar á fjórum (4) dögum.
En spurning þessa dags er svona. HORFIÐ.....: Hvað heita fjöllin á myndinni?
Heyrumstseinnaókeibæ.

Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

04 júlí 2005

Picture entry


Þá er það spurning ágætu keppendur. Vonandi birtist videoið á skjánum hjá ykkur. Ef ekki, látið mig þá vita. Smá vísbending: Þetta er í Øræfasveit og er matsalur þar sem fólk getur eldað handa sér mat. Þarna er hægt að leigja sér gaskúta og eldunargræjur. Húsið stendur á landareign sem ber heitið Svínafell.
Og svarið þið nú :-p
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

02 júlí 2005

Picture entry


Það er næsta smurning hehehe. Hvaða maður er þetta eiginlega? Ég bara spyr
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

01 júlí 2005

Picture entry


Það er víst kominn tími á næstu spurningu í keppninni skemmtilegu :-D
Hvað eru margar hitaeiningar á disknum á myndinni?
Sem fyrr eru verðlaunin STÓRGLÆSILEG að vanda eins og sumstaðar endranær.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia