Radio PSB

28 desember 2008

Sandur og fjórhjól.

Sælir lesendur góðir.

Það var aðeins tekið á því núna um helgina á fjórhjólum.
Við Hinni og Gunnar Ægir fórum í smáræðis leiðangur. Hinni á Súkkunni sinni, Suzuki KingQuad 750, Gunnar á Polaris Sportsman 800 hjólinu sínu og ég á hinum óþreytanlega Mink svokölluðum, e. Suzuki KingQuad 300 hjólinu hans Gumma á Jaðri.

Hér eru tvær myndiur úr ferðinni. Þ.e.a.s. hér sést í hjól á fartinu. Ég held að þetta séu myndir af Súkkunni hans Hinna... ég er samt ekki alveg viss.





Takk og góðar stundir.

Kveðja,
Palli

25 desember 2008

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.



Mér fannst alveg tilvalið að senda inn þá jólalegustu fjórhjólamynd sem ég átti í tölvunni minni. Þetta er mynd af hjólinu hans Hlyns, í breyttum búning eins og sagt er stundum ;-)

En gleðileg jól.

Kveðja,
Palli.

13 desember 2008

Hjólajólahlaðborsðferðin 13. desember 2008

Þá er fjórhjólaferðin þann 13. des 2008 búin.
Við fórum 6 svellkaldir félagar á 6 fjóhjólum. Ég, Hlynur, Brynjar, Jarri Hinni og Þorgeir. Fjórar Súkkur voru í ferðinni og tveir Pollar.
Það er best að láta myndirnar tala sýnu máli.















Fleiri myndir má sjá á http://picasaweb.google.com/pallibj
Skemmtileg ferð, takk fyrir mig.

11 desember 2008

13. desember er alveg að koma.

Góðan dag góðir lesendur.

Það er að koma að laugardeginum 13. desember 2008.
Það þýðir bara að það er alveg að koma að fjórhjólaferðinni sem ferður farin þann dag.
Ég var að skoða veðurspána á síðunni vedur.is
Hún er svona:



Hér er verið að tala um gríðarlega góða veðurspá fyrir norðvesturland og afar heppilegt því að skella sér í góða ferð með góðu fólki.

Núna sit ég í lestinni sem gengur milli Sønderborg og København. Við erum á leiðinni til Kastrup í flugið sem er klukkan 20:10 í kvöld.
Áætlaður lendingatími er kl 22:20 en líklegt er að við gistum í Keflavík vegna þess að það er spáð óveðri á Holtavörðuheiðinni í nótt, á þeim tíma sem við ættum að vera á ferðinni þar.

Læt þetta nægja að sinni.

Palli kveður úr vagni 22, sæti 58 á leið til Kastrup.