14 júní 2014

Stutt Vattarnesferð

Jú, það kom að því.
Ég er sem sagt loksins kominn á fjórhjól, sem er í minni eigu :)
Þetta er Polaris Sportsman 800 árgerð 2007, ekið um 7000 km.
Þetta er ljúft.

Ég hef nú þegar farið eina ferð yfir í Vöðlavík, en á eftir að fara þangað aftur, og aftur með reyndari mönnum og konum til að skoða og fá sögurnar.
Í dag skrapp ég svo í stutta ferð út á Vattarnes.
Hér eru svo nokkrar myndir frá Vattarnesi.















Fleiri myndir má svo sjá með því að skoða myndaalbúmið mitt.



Ég er að vinna í samsetningu á stuttu myndskeiði frá Vattarnesrúntinum. En á meðan beðið er eftir því er hér kynningarmyndband :-)





Nú er myndskeiðið tilbúið. Vessgú.