31 desember 2004

Gleðilegt ár........ bráðum. Ef þú ert að lesa þetta eftir að árið 2005 er gengið í garð þá virkar þetta.

Það var meira vesenið að með þetta ball á Skagaströnd þann 28. des. Það gekk fínt að spila sko.
Kashmír var sem sagt að spila þar og fengum við lánaðann FORDinn á Bessastöðum, sem er stór og stæðilegru bíll ásamt því að vera bilanagjarn. Allavega hrundi í honum vatnsdælan á leiðinni til Skagastrandar. Við komumst reyndar á leiðarenda og gátum spilað en urðum að skilja bílinn eftir. Jón ágæti á Ósi kom á Benzanum hans Gumma og náði í okkur. Skildum hljóðfærin eftir líka en Gummi og Ingibjörg náðu í þau daginn eftir. ÉG hringdi í hádeginu daginn eftir í Brimborg og pantaði dæluna, (hún kostaði ekki nema 57.269,- ISK) Addi Bálkur kom með hana norður og við Guðmundur Vilhelmsson STÓRSNILLINGUR með meiru fórum seint um kvöldið til að skipta um dæluna og koma bílnum heim.
EN takk samt fyrir lánið Guðný og Jói.

EN núna er ég á Akureyri ásamt Helgu, Marek og Hinriki. Jú, það er rétt að segja HinrikI.

Bið að heilsa.



20 desember 2004

Nú er ég staddur á EGS, nánar til tekið á flugvellinum. Ég er að bíða eftir 17:25 fluginu suður til Reykjavíkur svo ég komist norður á Akureyri. Já þetta hljómar undarlega en ég flýg til Akureyrar klukkan 19:15 frá REK.
Annars eru fréttir frá Káranjúkum ekki margar, og ekki upp á marga fiskana. Sissi var reyndar að puttabrjóta sig. Hann lokaði sjálfan sig inni í lestarlúgu á rútu sem hann ætlaði að fara til EGS á í gær, þ.e.a.s. sunnudagsrúntinn. Svo hann kom bara á Krúsernum í staðinn.

En ég er sem sagt að fara heim í jólafrí og fer að vinna næst þann 2. janúar. Meira segi ég síðar í þættinum.
Bless bless.

08 desember 2004

Já á morgun er komið að því að ég fer til Kárahnjúka. Það er flogið með mig suður frá AEY til RVK kl 8:55 á morgun og svo frá RVK til EGS kl 10:30. Og eins og það er nú gaman að sitja í þessum FOKKER FRIENDSHIP flugvélum. Skárra en ó METRO rörinu sem ég fór með frá AEY til EGS í sumar. Það má horfa á þær vélar sem fljúgandi skólprör. Ömurlegar rellur. En samt hraðfleygar en FOKKERinn. Svo kem ég í frí aftur á mánudaginn 20. desember ef allt gengur samkvæmt áætlun.
OG VITIÐ ÞIÐ BARA HVAÐ. Galantinn ágæti (langlegusjúklingurinn) er kominn í gang og á víst að fara til Reykjavíkur á morgun og hingað norður á födtudag eða laugardag. Þetta var mér sagt í dag. En ég trúi því ekki fyrr en bílinn er kominn norður. Ekki að ræða það.

Men nu skal jeg go i seng.
God natt.

06 desember 2004

Nú já já.

Það er allt að verða vitlaust við Káraðahnúkana. Dinni, einn rútnabílstjórinn, er með brjósklos í baki og á að fara í aðgerð að mér skilst, Sissi annar rútnabílstjóri var á leiðinni heim til sín á fimmtudaginn var og rann útaf veginum með þeim afleiðingum að bíllinn hans valt og er mikið skemmdur en Sissi slapp nokkuð vel. Allavega keyrði hann áfram til RVK eftir að hafa fengið bílaleigubíl á Höfn. Óskar, sem VAR rútubílstjóri eins og hinir tveir, á víst ekki að mæta meir, hann bað um að komast í frí eftir að hafa verið einn dag af fjórtán á fjallinu. Hann fékk ekki frí hjá verkstjóra svo hann ákvað að fara bara sjálfur í frí. Ekki sniðugt nema maður vilji hætta sjálfur. Þannig að þetta er allt voða skrautlegt núna.

Ekkert meira í bili.
Bless.