27 apríl 2005

Tjahh..... ég segi nú bara eins og skáldið sagði forðum: Halló Akureyri.... og svo framvegis.
Við höfðum það af. Í morgun klukkan 7:30 að íslenskum tíma (9:30 að dönskum) lögðum við af stað frá Odense til Köb. Það eru ca 156 km og ég var ca 1 klst og 20 mínútur að aka það. Svo var það flugið. Mundi getur örugglega sagt okkur hvað það er langt í kílómetrum frá Köb til Kef. Og á leiðinni heim græddum við tvær klukkustundir út af tímamismuni landanna. Flugvélin fór af stað ca 14:00 og var komin ca 14:30 til íslands. Fínt það. Svo akstur frá KEF til AEY með smá viðkomu í KÓP og HVT. Gaman að þessu öllu.

Frúin í Hamborg fannst ekki. Hún hefur sennilega farið í frí til að fá sér hamborgara og meiri pening. En dýragarðurinn sem við skoðuðum þar er flottur. Fórum líka í IKEA í Hamborg með smá krókaleiðum.
Meira seinna.

24 apríl 2005

Gott veður já.
Í Danmörku er margt hægt að gera. Við erum reyndar ekki búin að gera mikið en förum í það fljótlega. Við höldum til í Sønderborg hjá Evu og Joha. Sønderborg er voðalega sunnarlega á Jótlandi. Á morgun er stefnan tekin á Þýskaland, nánar tiltekið Hamborg. Þar ætlum við að freista þess að finna frú þá er gefur manni alltaf peninga, frúin í Hamborg sko. Vonandi er hún ekki búin að gefa þá alla. Og ég býst við því að það verði farið eitthvað í verslanir. Til dæmis langar mig mjög mikið til að fara í hljóðfæraverslun og skóverslun.
Kannski blogga ég meira á morgun þegar við komum frá Hamborg.

Kveðja frá Danmörku.
Palli.

21 apríl 2005

Ég er kominn heim. Og það er alltaf jafn gott að vera kominn heim. Á morgun förum við svo vestur á Laugarbakka. Þar verða Hinrik og Marek eftir en við Helga og Eyþór höldum áfram suður til Reykjavíkur og svo til Sanderðis þar sem við fáum að gista hjá Guðrúnu og Gústa. Á laugardagsmorgun förum við svo í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúgum til Danmerkur. Jamm og jibbí já. Það ætti að geta verið gaman. Við komum svo aftur á miðvikudaginn. Og vitið þið bara hvað? ÉG fer með bassamagnarann minn suður til Keflavíkur og skil hann þar eftir. ÉG kem EKKI aftur með hann norður. ALDREI AFTUR. Ég er búinn að SELJA HANN. Jibbííííí......

Kannski blogga ég eitthvað í DK.
Bless kless.

17 apríl 2005

Rigning og meiri rigning hér í Kárahnjúkum í dag. Gaman. Það er skárri en snjókoman, eða snjókomman eins og sumir krakkar segja. En hverjum er ekki sama? En voru ekki einhverjir tónleikar núna um helgina á Þinghúsinu í kærkvöldi? Ég held að Handsom Djó (Handsome Joe)hafi verið að spila þar? Var gaman? VAR GAMAN???????

12 apríl 2005

Í þessu bloggi kem ég til með að skrifa furðulega og er með því að vitna í skemmtilegan taslmáta Jóns Þórs hins ágæta bróður hans Munda hins ágæta líka. Þetta er ekki sniðugt og ættu lesendur alls ekki að leika þetta eftir höfundi þessa bloggs.

Það tókst. Söngvarakeppnin kláraðist. Hún var góð. Já bara nokkuð mjög góð. Ég er reyndar ekki alveg sáttyr við úrslitin að einy leiti. En það er nú bara fyrir mig. Og annað sem ég er ekki sáttyr við er allir þeir sem vory að tala að ym það hafi heyrst allt of hátt í hljómsveitinni. Mér fannst ekkert heyrast svo hátt í henni. Allavega ekki þar sem ég stóð. En hvað ym það? Ha.

Hér í Kárahnjúkym er allt við það sama sko. Stíflan rís hægt og rólega..... MJÖÖÖÖG HÆGT og rólega. Eða frekar HÆÆÆÆÆÆGT OG MJÖÖÖÖÖG ÓRÓLEGA. Menn eru nefnilega ekkert voða rólegir yfir þessym seinagangi við þessa framkvæmd. Það er nú ekki eins og það sé verið að reisa eina fjegyrra hæða blokk. Onei.Aldeilis ekki.

Svo er það þetta með hann Össur og hana IngibjörgY. Ég hef ekk hyndsvit á því og tjá mig ekki ym það hér á báti.

En hvernig fannstykkyr söngvarakeppnin?
Svarið spyrningynni á í Orðabelgnum.

Spakmæli:
Þegar veðrar illa til yppeldis og yndanhalds eru tyttygy sekúndir til stefny.

07 apríl 2005

ÆÆ. En leiðinlegt.

Við Zetorar erum ekki svo heppnir að fá að komast sem sjálfboðaliðar til útlanda eins og við vorum búnir að sækja um. Frekar fúlt EN í sárabætur fáum við að spila við útför Jóhannesar Pásl páfa einhvers annars á föstudaginn (í fyrramálið). Fljúgum út í kvöld í einkaþotunni okkar sem heitir Zetor-4511-Hi-jet-Machine-Super 22.000. Flugstjóri verður enginn annar en sjálfur Yfirzetor. Svo komum við aftur heim til að taka þátt í generalprufunni sem er einhvertíman á fyrir hádegi á morgun. Þetta gæti orðið verulega gaman.

Svo er það blessuð söngvarakeppnin. Nú eins og Silli hefur greint frá mun hann vera með okkur á keppninni við að taka okkur upp. Og nú kemur brandari. Hann ætlar sem sagt að vera upptekinn. Hahahahahaaaaaa.

Ég fer líklega vestur á HVT með Sigrúnu Dögg á morgun. Leggjum af stað um hádegisbil. Þegar þangað verður komið tekur við að, fá lánaðan bíl sem getur borið allt hljóðkerfið í einu, setja upp hljóðkerfið í félagsheimilinu á HVT og æfa í félagsheimilinu HVT.

Spakmæli: Segjum stuttan sannleika, lengi lengi.
Takk og bæ. Eða eins og Silli myndi segja: Síjú gæsir og álftir.

04 apríl 2005

Nýjasta nýtt.

Allir þekkja hljómsveitina ðe Zetorz.
Það nýjasta sem af þeirri fínustu sveit er að frétta er að kumpánarnir í því bandi sóttu um sjálfboðaliðastöðu í Tsunami, USA og í Grímsey. Vonandi fáum við allar þessar stöður en hver þeirra tekur við af annari. Byrjað verður í Tsunami í janúar árið 2006, þar næst tekur við USA verkefnið en það hefst í júní sama ár og líkur í september byrjun. Þar næst og til að klára árið í góðgerð förum við til Grímseyjar í einmitt september byrjun og því verkefni líkur svo á gamlársdag árið 2006.
Gert er ráð fyrir því að við spilum allavega 290 sinnum á þessu ferðalagi okkar en hlutverk sjálfboðaliðanna í ðe Zetorz er að halda öðrum sjálfboðaliðum vakandi við vinnu sína með spil og söng. Vonandi og mjööööög líklega fer þetta okkur Zetorum afar vel úr hendi og er það von okkar og trú að allir sem heyra í okkur spila verði yfir sig hrifnir. Þó ekki svo að vinna stöðvist en leinivopnið..... tjahhh það má nú ekki segja frá því en ég leyfi mér að upplýsa það samt. Það verður með þeim hætti að ef fólk er farið að dansa vangadans við tónlistina okkar að þá einfaldlega förum við í LIGHTNING POLKA sem aldrei nokkurtíman hefur klikkað. Stemmingar og stuð taktur aldarinnar. Við það ætti fólk að koma sér að vinnu aftur. Við sem sagt spilum svo fólk geti unnið, höldum uppi stemmingu á vinnusvæðum.
Óskið okkur Zetorum góðs gengis í von um að fá þessar sjálfboðaliðastöður.

Takk í dag.
Palli litli, bazzazetor.