Radio PSB

28 desember 2003

Komið þið sæl......

Og gleðileg jól og takk fyrir gamanið á Gunnukaffi og mikið eruð þið falleg og hana nú. Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að voga sér út í. Til dæmis þetta með Gunnukaffið og æfingu ðE Zetors, að maður skildi sleppa lifandi frá því öllu. Bara svona pæling...
Er mikið um að fólk hætti að blogga um jólin? Er nokkuð bannað að blogga um jólin?

Það verður víst einhver rosa flugelda (ragettu) sýning á gamlárskvöld hjá Björgunnarsveitinni Káraborg. Stór og mikil er sagt og ekki víst að himnarnir beri þess bætur. Kemur í ljós.

Og svo verða allir að muna eftir áramótaballinu með Kashmir á Gunnukaffi. 1.500 kall inn samkvæmt nýjustu heimildum. Nýtt prógram að hluta hjá hljómsveitinni.

Sjáumst þá gott fólk í Bloggheimum.

Vænustu kveðjur,
Palli.

20 desember 2003

Glerártorg...... Plastártorg

Við fórum áðan að kaupa jólagjafir. Það var snilld. Og ég hef aldrei verið eins fljótur að kaupa jólagjafir og þetta árið. Og ekki orð um það meir.

Og það snjóar og snjóar á Akureyri og er orði allt of jólalegt hér. Mér finnst reyndar alveg eins jólalegt þó að það sé enginn snjór. Mér er reyndar alveg sama hvort er.
En segið mér eitt. Á ekki að mæta á jólaballið með ðe Zetors á Gunnukaffi kl. 00:00 þann 27. des. næstkomandi? Mér finnst að allir eigi að mæta. Ef þið viljið nánari upplýsingar um ballið Þá skoðið síðu ðe Zetors. Hún er flott.

Bless kless.

17 desember 2003

Bara smá "dropp".....

Við Hinrik Elvar erum á bloggrúntinum. Gaman að sjá ykkur öll :-)

Þetta hér...........

Þetta verð ég nú bara að setja á bloggið. Hún er svo skemmd blessuð stelpan hún Beta Rokk. Það er með ólíkindum. En sem sagt,
Þetta fann ég á tilverunni áðan.
Njótið

16 desember 2003

Smitandi....

Það er greinilega (kannski) smitandi að tala við Hinrik Þór (þann sem kallar sig meistrarann??!!?!?? ég skil nú ekki afhverju :))
Hann er sem sagt veikur og ég er kannski að verða það líka. En svona er þetta bara. Eða eins og einn maður á Hvammstanga segir alltaf: Þetta gengur svo í þessu helvíti og breytum því ekki neitt

Út og suður endalaust....

Ég var víst bara nokkuð heppinn áðan.
Meðan allir bílstjórar sem voru á ferðinni í dag lentu í þónokkurri hálku þá var ég á ferðinni nú í kvöld og lenti í nánast engri hálku.
Ég fór sko af stað úr Reykjavík helvíti (sem er svo sem ekkert helvíti) klukkan 18:00 og var kominn til Akureyrissssssss klukkan 23:00 með 35 mínútna stoppi í Mu sjoppunni. Scanian er sko algjör ragetta.

Fyrir þá sem ekki vita er ég að keyra flutningarbíl milli Reykjavíkur helvítis og Akureyrissssssss. Fer suður á sunnud. þriðjud. og fimmtud og norður á mánud. miðvikud. og föstud. aðra vikuna og suður á mánud. og miðvikud. og norður á þiðjud. og fimmtud. hina vikuna. TAKK FYRIR.