Komið þið sæl... eins og Jón Ársæll segir alltaf.
Það er ýmislegt að gerast í heimi fjórhjólaáhugamanna.
Þar má helst nefna að götuskráning er orðið eitthvað sem flestir geta gert. Þ.e.a.s. ef maður á fjórhjól sem kemur til landsins eftir að götuskráningarlögin tóku gildi 14.06.2006.
Þetta er eitthvað sem ég myndi ekki hika við að nýta mér ætti ég fjórhjól nú sem flutt var inn eftir þennan tíma. Ekki spurning.
EN svo er slatti af nýju dóti að koma. Til dæmis POLARIS SPORTSMAN 850XP sem er nýtt hjól að 99% hluta.
Hvorki meira né minna en 70 hestafla mótor í þessu skrímsli og gríðarlega góð fjöðrun í því segir Douglas Meyer hjá ATVTV.COM
Já, hvorki meira né minna segi ég.
Eins er líka komið, en dálítið síðan, nýtt fjórhjól frá Arctic Cat sem heitir Thundercat 1000 H2 en þeir hjá Arctic Cat neita að gefa upp hversu mörgum hestöflum þessi 951 ccm mótor hleypir frá sér.
Þetta er eitt af hjólunum sem verða prófuð á ATV TV síðunni núna í haust. Ég hlakka mikið til að sjá dómana sem það fær.
Búið í bili.
Brumm brumm (bless bless)
Radio PSB
17 september 2008
12 september 2008
Dekk og önnur dekk.
Vegna þess hversu það er orðið auðvelt í dag að götuskrá fjórhjól langar mig aðeins að pæla í dekkjunum undir þeim.
Það er líklega ekki margt leiðinlegra en að keyra um á nokkuð spræku fjórhjóli á þjóðvegi 1 eða öðrum sæmilegum vegum með urrandi dekkjagný í eyrunum. Það er nefnilega málið að það urrar svo mikið í "original" dekkjunum sem hjólin koma á frá verksmiðju.
Þess vegna er ég að skrifa þetta hér því ég hef lausn á málinu, sem og líklega margir aðrir.
Það er einfaldlega hægt að kaupa sér 14 tommu felgur undir hjólin og svo 14 tommu fólksbíladekk á felgurnar. Þá losnar maður allavega við dekkja urrið og þar að auki er komið mun þéttara veggrip og meira öryggi.
Svo ætla ég mér að kanna það hvort felgur undan til dæmis Mitsubishi Galant (með gatadeilinguna 4X110) passi undir fjórhjól. Gatadeilingin er sú sama á Galant og á Suzuki KingQuad allavega. Það er bara spurning með það hvort að felgan passar upp á hjólnafið sjálft. Ef svo er þá er líklega ekkert því til fyrirstöðu að kaupa sér felgur undan svoleiðis bíl, hvort sem það eru ál- eða stálfelgur, og einhver 195/50R15 dekk þar á. Gæti verið kúl og líklegt að akstureiginleikar hjólsins batni frekar en að versna.
Hvað heldur þú?
Það er líklega ekki margt leiðinlegra en að keyra um á nokkuð spræku fjórhjóli á þjóðvegi 1 eða öðrum sæmilegum vegum með urrandi dekkjagný í eyrunum. Það er nefnilega málið að það urrar svo mikið í "original" dekkjunum sem hjólin koma á frá verksmiðju.
Þess vegna er ég að skrifa þetta hér því ég hef lausn á málinu, sem og líklega margir aðrir.
Það er einfaldlega hægt að kaupa sér 14 tommu felgur undir hjólin og svo 14 tommu fólksbíladekk á felgurnar. Þá losnar maður allavega við dekkja urrið og þar að auki er komið mun þéttara veggrip og meira öryggi.
Svo ætla ég mér að kanna það hvort felgur undan til dæmis Mitsubishi Galant (með gatadeilinguna 4X110) passi undir fjórhjól. Gatadeilingin er sú sama á Galant og á Suzuki KingQuad allavega. Það er bara spurning með það hvort að felgan passar upp á hjólnafið sjálft. Ef svo er þá er líklega ekkert því til fyrirstöðu að kaupa sér felgur undan svoleiðis bíl, hvort sem það eru ál- eða stálfelgur, og einhver 195/50R15 dekk þar á. Gæti verið kúl og líklegt að akstureiginleikar hjólsins batni frekar en að versna.
Hvað heldur þú?
04 september 2008
Hlynur orðinn ródlígal.
Það hlaut bara að koma að því.
Hlynur er búinn að götuskrá Polaris Sportsman 800 hjólið sitt. Loksins. En það tók ekki langan tíma eins og sést á blogginu hans.
Þann 29. ágúst síðastliðinn setur hann inn færslu um að hann hafi talað við Umferðastofu um götuskráningu fjórhjóla og núna rétt um viku seinna er hann búinn að skrá sitt. Magnaður kallinn. Það vantar bara tölulegar staðreyndir (fjárhagslegar) og betri mynd frá honum til að sanna það því þessi mynd sannar það ekki alveg þó svo að það sé búið að setja aurhlífar aftan á það :)
Ekki það að ég trúi þér ekki Hlynur minn hehehe. Væri gaman að fá að sjá númerið.
En hjartanlega til hamingju með þetta.
Meira seinna. (Vonandi "betri" mynd líka ;) )
Hlynur er búinn að götuskrá Polaris Sportsman 800 hjólið sitt. Loksins. En það tók ekki langan tíma eins og sést á blogginu hans.
Þann 29. ágúst síðastliðinn setur hann inn færslu um að hann hafi talað við Umferðastofu um götuskráningu fjórhjóla og núna rétt um viku seinna er hann búinn að skrá sitt. Magnaður kallinn. Það vantar bara tölulegar staðreyndir (fjárhagslegar) og betri mynd frá honum til að sanna það því þessi mynd sannar það ekki alveg þó svo að það sé búið að setja aurhlífar aftan á það :)
Ekki það að ég trúi þér ekki Hlynur minn hehehe. Væri gaman að fá að sjá númerið.
En hjartanlega til hamingju með þetta.
Meira seinna. (Vonandi "betri" mynd líka ;) )
02 september 2008
Fjórhjól og bensíneyðsla.
Nú hefur mikið verið rætt um götuskráð fjórhjól og hvað fjórhjól yfirleitt eyði miklu bensíni. Talað er um að stóru hjólin frá Polaris, Kawasaki og Can-Am eyði meiru en til dæmis stóra hjólið frá Suzuki. Líkleg ástæða fyrir þessu er sú að Polaris, Kawasaki og Can-Am eru tveggja strokka á meðan Suzuki er eins strokka... eins og flestir vita. En það er ekki bara það sem hugsanlega er að auka eyðsluna hjá til dæmis Polaris. Samkvæmt því sem Douglas Meyer segir á síðuni sinni, www.atvtv.com eru Polaris hjólin lægra gíruð/drifuð en til dæmis Suzuki. Þrátt fyrir að báðar tegundir komist jafn hratt að þá er mótorinn í Polaris hjólinu að snúast mun hraðar en í Suzuki sem þýðir meiri bensíneyðsla.
Vídeóið sem ég bendi á hér fjallar um dóma á Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up.
Long Term Wrap Up dómarnir fara þannig fram að þeir hjá ATVTV fá hjól frá einhverjum framleiðandanum í einhvern ákveðinn tíma til þess að keyra þau og breyta þeim ef þeir vilja upp að vissu marki. Þeir reyna að setja inn eins margar mílur og þeir geta á þeim tíma sem þeir hafa hjólin og láta svo skoðanir sínar í ljós um það hvað er gott, hvað er slæmt, hvað er hægt að laga og bæta með litlum tilkostnaði og þar fram eftir götunum.
Hér er linkur inn á vídeóið þar sem fjallað er um Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up og minnst aðeins á þetta með eyðsluna.
Vídeóið sem ég bendi á hér fjallar um dóma á Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up.
Long Term Wrap Up dómarnir fara þannig fram að þeir hjá ATVTV fá hjól frá einhverjum framleiðandanum í einhvern ákveðinn tíma til þess að keyra þau og breyta þeim ef þeir vilja upp að vissu marki. Þeir reyna að setja inn eins margar mílur og þeir geta á þeim tíma sem þeir hafa hjólin og láta svo skoðanir sínar í ljós um það hvað er gott, hvað er slæmt, hvað er hægt að laga og bæta með litlum tilkostnaði og þar fram eftir götunum.
Hér er linkur inn á vídeóið þar sem fjallað er um Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up og minnst aðeins á þetta með eyðsluna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)