Radio PSB

12 ágúst 2006

Heví burður maður.....

Já ég fór í gær til vinafólks Evu. Þetta fólk eru Íslendingar og eru að flytja þangað eftir eins árs dvöl hér í Sønderborg (ohhh... það er farið að rigna) og þau höfðu pantað 40' gám til að hrúga öllu dótinu sínu í. Það var heldur ekkert lítið þetta dót þeirra. Ég held að þeir sem báru mest þarna hafi borið ca eitt tonn hver. Alveg ótrúlegt hvað húsgagnaframleiðendur þurfa að hafa skápa og borð og stóla þungt. En svona er þetta bara :)

Hafið þið séð bloggið okkar Helgu?
Það er á: http://helgaogpalli.blogspot.com

Bless.

27 júlí 2006

Fröken Danmörk..... hér komum við :-)

Þetta er allt að gerast. Við Helga höfum verið á fullu við að pakka saman dótinu okkar hér í Skarðshlíðinni og það lítur út fyrir að það klárist á morgun. Ég fer vestur með rútunni á morgun til að spila á Melló Músíka sem er hluti af Unglistarhátíðinni á Hvammstanga, tjahhh eða Húnaþingi vestra. Svo fer ég aftur austur annað kvöld, eða aðra nótt. Það fer aðeins eftir því hvað ég verð að spila lengi, ég hef ekki humynd um það nebblega sko. En ég fer austur aftur á FORD sem Guðný og Jói eiga með hrossakerru aftan í til þess að flytja dótið suður til REK, það sem fer í gám sem siglir til DK, og annað dót sem fer í geymslu í Víðihlíð. Það á að gerast á föstudaginn. Og aftur norður frá Reykjavík seinnipart föstudags með FORDinn og hrossakerruna en þá með þriggja tonna hlass, eitthvað múrefni sem á að fara utan á útihúsin á Besstastöðum eins og Hinrik Elvar kallar bæinn. Og út fljúgum við þann 7. ágúst klukkan 15:30. Og hér er óbein beiðni til Einars bróður og Ingunnar systur. Nennið þið að rúlla á eftir okkur til Keflavíkur á mánudaginn þann 7. ágúst til þess að keyra Skoda til baka og koma honum til Elvars Vil? Hann ætlar nefnilega að taka hann, þrífa og selja fyrir mig. Það væri alveg magnað ef þið hafið tíma til þess.

Sof,
Bless.

Eitt spakmæli hér í restina. Spakmæli sem Berghildur stærðfræðikennari lét út úr sér þegar hún ásamt Guðmundi skólastjóra og dætrum fluttu frá Laugarbakka til Akureyrar:
Enginn veitt hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Orð að sönnu, orð að sönnu.

09 júlí 2006



Við Helga og Hinrik Elvar fórum suður í Mosfellsbæ í dag þar sem okkur var boðið í afmæli. Það var hún frænka mín, Valdís Unnur Einarsdóttir sem var að halda upp á þriggja ára afmælið sitt. Einnig var systir hennar, Dagrún Lóa Einarsdóttir að halda upp á sitt afmæli en hún varð 6 ára en reyndar afmæli einhvertíman í júní ef ég man rétt.

Hér er svo Einar bróðir með nýjasta fjölskyldumeðliminn í sinni fjölskyldu. Hann fæddist núna seint í júní (man ekki alveg hvenær) og er...... lítill. Já.

Slatti af fólki kom í afmælið. Þar má nefna systur hennar Svövu sem ég man aldrei hvað heita :-S, Ingunn og Heimir komu, Svenni og Unnur (pabbi og mamma Svövu) Eggert Teitsson og Ásta með sín barn/börn og mamma ásamt Bessastaðabörnunum. Það er nefnilega það.

En takk fyrir kökurnar

07 júlí 2006

Það fer allt að gerast.

Eftir akkúrat mánuð fljúgum við út til Danmerkur. Þá erum við sem sagt að flytja þangað út. Þetta þýðir bara það að við hér á bæ þurfum að fara að pakka saman dótinu okkar fljótlega til að koma því í gám. Hjalti Jóhannesson frá Jörfa hefur boðið okkur að setja eitthvað af okkar dóti í gáminn sem hann leigir, en hann hefur tekið 10' á leigu. Það er helmingur af minni gerðinni af gámum fyrir þá sem ekki vissu.
En það er meira skemmtilegt í gangi. Eftir akkúrat ca þrjá daga hefjast ypptökur* í Ásbyrginu á Laugarbakka. Þar ætlum við** að taka upp þau lög sem við spiluðum á Pink Floyd tónleikunum okkar frábæru fyrir áramótin.

*ypptökur er annað (og flottara að mínu mati) orð yfir upptökur en ypptökustjórar verða Jón Þór og Silli.
**við erum, Palli, Mundi, Silli, Gunni, Gummi og kannski Ólafur Teitur ásamt Sigrúnu, Helgu, Helgu, Kjartani og Valda.

02 júlí 2006

Þetta vissuð þið/vissuð þið ekki um mig.

Ég hef:
( ) reykt sígarettu
( ) drukkið áfengi
(x) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(x) verið handtekin/n / tekin af löggunni
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
( ) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
( ) farið á snjóbretti
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
( ) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) rænt einhverju
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) verið vísað úr tíma
(x) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karoke
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) fengið 10 á prófi
( ) fengið 0 á prófi
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( )verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
( ) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) fengið einhverja óska minna uppfyllta
( ) farið í fallhlífastökk
( ) lent í óvæntu boði haldið fyrir þig
(x) pissað úti


Hvað um þig?

23 júní 2006

Útvarp Reykjavík, klukkan er níu. Frétti

Útvarp Reykjavík, klukkan er níu. Fréttir. Góðan dag. Hér er ég staddur við Goðafoss sem er kenndur við Þorkel Ljósvetningagoða Þorkelsson en hann er víst sá sem kom á "friði" milli kristinna manna og heiðinna á Þingvöllum árið 1000.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

13 júní 2006

Það var alveg ROSALEGA gaman á Roger Waters tónleikunum í Egilshöllinni í gærkvöldi. Og ég naut þeirra forréttinda að vera stór, stærri en flestir aðrir svo að ég sá allt sem gerðist á sviðinu. En hvort ég tók eftir öllu sem þar fór fram er svo önnur saga. Við Helga mættum það snemma að við þurftum ekki að bíða í neitt rosalega langri biðröð. Og svo fórum við það snemma að við þurftum ekki heldur að bíða í umferðarteppu til að komast frá Egilshöll. Við fórum þegar Comf. Numb var að klárast. Misstum við nokkuð af miklu eftir það? Posted by Picasa

11 júní 2006

Þetta fann ég á síðunni hans Gumma Jóns........... "Ég er loksins búinn að bóka sumartónleikatúrinnógurlegaþarsemgummijónsspilarlögsín ogtextaafstakrisnilldvogarinnar í þessum skrifuðum orðum og læt ég hann því fylgja með hér fyrir neðan:

15. júní, fimmtudagur. Reykjavík ? Sólon. Útgáfutónleikar og munu þeir mér til fulltingis leika; Benedikt Brynjólfsson á trommur og Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa.
20. júní, þriðjudagur. Grindarvík ? Salthúsið
21. júní, miðvikudagur. Keflavík ? Yello
22. júní, fimmtudagur. Hvamstanga ? Þinghúsbar
23. júní, föstudagur. Ísafjörður ? Langi Mangi
24. júní, laugardagur. Bolungarvík ? Vaxon
27. júní, þriðjudagur. Akranes ? Kaffi Mörk
28. júní, miðvikudagur. Blönduós ? Við Árbakkann
29. júní, fimmtudagur. Skagaströnd ? Viðvík
30. júní, föstudagur. Siglufjörður ? Allinn
1. Júlí, laugardagur. Dalvík ? Kaffi Sogn
4. Júlí, þriðjudagur. Akureyri ? Kaffi Amor
5. Júlí, miðvikudagur. Reyðarfjörður ? Kaffi Kósí
6. Júlí, fimmtudagur. Egilsstaðir ? Svarthvíta hetjan
7. Júlí, föstudagur. Seyðisfjörður ? Skaftfell
8. Júlí, laugardagur. Norðfjörður ? Rauða torgið
11. Júlí, þriðjudagur. Grundarfjörður ? Kaffi 59
12. Júlí, miðvikudagur. Flúðir ? Útlaginn
13. Júlí, fimmtudagur. Vestmannaeyjar - Drífandi

Tónleikarnir byrja kl. 22.00 (yfirleitt) og er aðgangseyrir 1000 kr.
Hlakkar mig afskaplega mikið til að sjá........" hann (Gummi sko) veit sem sagt ekki að maður segir "Ég hlakka afskaplega..." en ekki hlakkar mig.

Ég, ásamt MÖRGUM öðrum íslendingum, var að hlusta á Sniglabandið á Rás 2. Þetta var mjög skemmtilegt prógram hjá þeim..... eins og venjulega. Ég reyndi nú að ná inn til þeirra en það habbðist ekki. Kemur kennske næst. Það hefði nefnilega verið gaman að heyra þá spila Money eða Brain Damage með Pink Floyd. Jafnvel Comfortably Numb.

Tónleikarnir með R. W. eru víst annað kvöld og ég er farinn að hlakka MIKIÐ til að komast á þá. Þetta verður að öllum líkindum hin magnaðasta skemmtun. Og ég segi bara við alla hina sem ætla að fara á þessa tónleika: Góða skemmtun.

Ferð þú á tónleikana? Sendu SMS-ið tonleikar bil ja of kors eða tonleikar bil nei pottthett ekki í símanúmerið 1.

07 júní 2006

Eins og sagt er í ljóðinu: Ekkert er fegurra en vorkvöld við Hrútafjörð. Og það er engin lýgi. Þetta er voða fínt sko.

Er það ekki? Posted by Picasa
?
Ég er líka að prófa þetta PICASA 2 sem Silli benti okkur á. Og í tölvunni fann ég þessa líka fínu mynd af Bessastöðum 1. Reyndar heitir bærinn bara Bessastaðir, en ekki Bessastaðir 1. En Magnús frændi minn á Bessastöðum hitti einvern kall á Hvammstanga fyrir jólin og sá kall spurði Magnús hvort hann væri ekki sonur Guðnýjar og Jóa. Hann játti því. Þá spurði kallinn hvort Magnús ætti þá ekki heima á Bessastöðum. Einnig játti hann því en tók það skírt fram að hann ætti heima á Bessastöðum 1. "Bessastöðum 1" endurtók kallinn. "Já, sko" útskýrði Magnús. "Hann Ólafur Ragnar á heima á Bessastöðum 2".
En eins og myndin gefur til kynna er ávalt svona gott veður í og við Hrútafjörð. Sjórinn á myndinni er Fótósjoppaður inn á myndina og synan líka.

Finnst þér þetta ekki fínt? Posted by Picasa

20 maí 2006

Bjöggi Halldórs já. Hann tapaði víst svipað og Silvía Nótt. Í júróvisjón sko.
En ég vil benda ykkur á síðuna hans Jóns Frímanns. Ansi skemmtileg lesning þar á ferð oft á tíðum.
Reyndar er hann ekkert voðalega "sjálfstæðis-vænn" í nýjustu færslunni sinni en hann má hafa sínar skoðanir eins og aðrir.

Hér í Skarðshlíðinni stendur yfir ALLSHERJAR hreingerning fyrir júróvisjon kvöldið í kvöld. Hvað kvöldið varðar, það eina sem ég veit er að við ætlum að hafa flugslys (kjúkling) í matinn og að Gulla og Daníel ætla að koma í heimsókn. Æi það verður voða gott að fá Gullu í heimsókn líka, þá get ég kannski talað við hana um eitthvað annað en júróvisjon því það er klárt mál að Helga og Daníel verða ekki til umræðu um neitt annað. Vertu velkomin Gulla mín :)

Nú já. Ég hef ákveðið að taka aftur upp þann sniðuga lið að hafa hér á síðunni hlekk á "áhugaverða síðu dagsins" nema hvað ég blogga reyndar ekki á hverjum degi svo þessi liður kemur til með að heita "áhugarveð síða skiptisins". Málfræðingar (Líkt og Ágústa Eva, en hún er víst lærð eitthvað svoleiðis) hafa sjálfsagt eitthvað út á þessa nafngift að setja. Það er gott. En síða þessarar færslu er um ketti. Hver vill ekki lesa sig til um ketti, þau leiðinda kvikindi. O jæja. Kannski eru ekki allir kettir eins leiðinlegir og Hákon hér í Skarðshlíðinni.

Svo er bara að fara að æfa sig fyrir 10-15 júlí. Þá verður gaman. Ekki satt?

14 maí 2006


Ríkisútvarpið bíður ykkur góðan dag velkomin á fætur.
Í dag er sunnudagurinn 14. maí 2006. Veðrið á Akureyri er nokkuð gott þó að svalt sé.
Og hvað með það.

Ég hef hangið á dönskum síðum núna seinustu daga til að rifja upp dönskuna. Mig langar nefnilega í pianó og fleira. Mest hef ég þó skoðað bílasíður, eða bílasölusíður. Og ég get sagt ykkur að bíll eins og minn, Skoda Octavia diesel kostar hvorki meira né minna en 4 milljónir ISKR en hér á Íslandi kostar hann rúmlega tvær milljónir. Furðulegir þessir danir.

En nú er ég að fara af stað til Reykjavíkur á MAN rútunni, sem birtist hér að ofan, sem oft er kölluð diskórútan út af málninagrslettunum á henni.
En draumabíll og ef Gunnar Ægir lesa þetta blogg þá verður hann VOÐA VOOOOOÐA kátur.

Takk í bili og bless.

10 maí 2006

Nú styttist í sveitastjórnarkosningarnar og hvað er skemmtilegra en að skoða sveitastjórnarkosninga grín svona til að sjá fyndnu hliðina á þessu líka.

Mér finnst þetta til dæmis mjög fyndið :)
Svo eru fleiri myndir hérna.
Hvað finnst þér?

06 maí 2006

Vááá.
Það er aldeilis magnað hvað einn einstaklingur getur fengið mikið kvef.
Ég fékk einmitt eitt svoleiðis í fyrradag (á þriðjudaginn).
Það er margt skemmtilegra en það. Til dæmis að vera úti á Nurburgring brautinni
að horfa á formúlu 1 keppni eins og Gústi Dan er að gera núna. Hann er þar úti
ásamt einhverjum nokkrum félögum sínum. Ef þú vilt lesa hvað þeir hafa að segja
um ferðina þá er það hægt hér. Þeir verða á svæði sem heitir T4 og er við fyrstu
beyju brautarinnar. Ég mundi ALDREI nenna að fara í svona formúlu ferðalag. Oj bara. Nei takk. Eða hvað......

Hvað segirðu?

18 apríl 2006

Svona er staðan núna:
Ég er að bíða eftir svari frá flutningafyritæki í þýskalandi sem heitir Terra Spedition.
Það sér um flutninga á nýjum trukkum frá verksmiðju til umboðsaðila/kaupanda.
Í mínu tilfelli er verið að hugsa um að flytja nýja VOLVO bíla. Þetta er þá ekki bara flutningurinn heldur einnig að "prufukeyra" bílana því stundum er það nú þannig að þeir bila eitthvað smotterí á fyrstu 1000 kílómetrunum.
Í rútubransanum er svo sem allt ágætt að frétta. Það voru að koma tvær rútur til landsins, önnur frá þýskalandi og hin frá austurríki. Rútur sem Bílar og fólk voru að kaupa. Ekki alveg nýjir reyndar, sá eldri er ekinn um 400.000 km en sá yngri um 300.000 km.

Þetta er fínt.

13 apríl 2006

Páskafrí;

Við Helga erum að fara vestur. Þar eru strákarnir. Eta, drekka synda, æfa, spila, NJÓTA :)


Gleðilega páska.

En hvað ætlar þú að gera?

07 apríl 2006

Til hamingju MA.
Menntaskólinn á Akureyri tók Verzlunarskólann í ra...... í gærkvöldi þegar þeir gjörsigruðu þá í spurningakeppni framhaldsskólanna. Það var snilld. Mjög sniðugt.
En veðrið á Akureyri er ekkert spennandi akkúrat núna. Éljagangur og svoleiðis.
Og ég er að leggja í hann eftir 1 og 1/2 klukkutíma tli Víðigeriðs og til baka.

En af því að Silli setti í gang keppni á blogginu sínu þá er ég að spá í að kæra væntanleg úrslit í keppninni.
Pálmi Sigurhjartar er kominn með tvö stig og Siggi Eiríks með eitt.
Reyndar finnst mér að eitt nafn vanti í viðbót á listann en það er "ðe zetors". Vissulega má segja sem svo að sé það nafn á listanum þá þurfi hin nöfnin ekkert að vera þar hehe :)

Takk fyrir mig.

28 mars 2006

Sko..... ég var að spá.....

Ég er að lesa "staðreyndir" um Akureyri samkvæmt einhverri könnun sem var byrt á dagatali Akureyrarbæjar. Þetta dagatal fengu starfsmenn Akureyrarbæjar að gjöf um jólin sennilega..... en hvað um það.
Hér að neðan eru svo kallaðar staðreyndir úr könnuninni ritaðar grænum texta og mín ályktun neðan við svo kallaðar staðreyndir ritaðar svörtum texta.
Á dagatalinu stendur:
Ánægðir íbúar Akureyrar.
Í mars 2005 var gerð viðamikil könnun á lífskjörum íbúa Akureyrar með samanburði við íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Nokkrar af helstu niðurstöðum vour þessar:
Færri íbúar Akureyrar myndu flytja á höfuðborgarsvæðið nú en áður.
Jamm.... ég segi svo sem ekkert við því.

Íbúar Akureyrar eru ánægðari með veðurfar og vegasamgöngur innanbæjar og telja hættu vegna glæpa og ofbeldis mun minni en íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Sko. Þetta með vegasamgöngur, til dæmis akkúrat í dag fór ég á Skódanum mínum út að keyra. Ég er nú bara ánægður með það að dekkin undir honum skuli vera í lagi eftir ferðina. Ástæða: Göturnar hér á Akureyri er svo illa mokaðar að það er FURÐULEGT að þær skuli vera kallaðar "mokaðar" að "mokstri" loknum. Svo til að toppa allt strá þeir smá salti á hringtorg og við umferðarljós án þess að moka svo betur þegar saltið er farið að virka. Klakahrönglið og svellbunkarnir sem myndast eftir þessar aðgerðir þeirra eru ekkert lítið og ekkert sérstaklega gaman að aka yfir það.
Og þetta með glæpi og ofbeldi, það búa sennilega 100.000 fleiri á höfuðborgarsvæðinu en hér á Ak. og þess vegna ekkert skrítið að þjóðflokkurinn hér sé haldinn þessari hugmynd um glæpi og ofbeldi. Ef hér byggjum 117.000 manns, ætli það væri samt sama hljóð í Akureyringum? Nei líklega ekki, þá væri fjörðurinn fullur frá fjöru til fjalls að glæpum og ofbeldi eins og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu.

Auðveldara aðgengi að plássi hjá dagmæðrum og í leikskóla á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu sem og betra mat á þjónustu þessara aðila.
Já. Ég get verið sammála þessu með leikskólana. En matið þekki ég ekki vel til að geta tjáð mig um það.

Vaxandi ánægja bæjarbúa með gæði framhaldsskóla bæjarins.
Hmm..... já já. Reyndar veit ég að utan að komandi nemendur (frá til dæmis Hvammstanga, Skagaströnd, Borgarnesi og fleiri stöðum) eru nokkuð ánægðir með skólana hér. Það heyri ég nú vel í rútunni.

Íbúar Akureyrar meta stöðuna á húsnæðismarkaðinum betri en íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Ég veit ekki sko...... ég held að ég myndi frekar kaupa í RVK en hér. En hví er ég að hvabba þetta. Ég fer bara til Danmerkur. Og fyrri í kveld komst ég að því að nýr bíll sem kostar 350.000 DKR kostar í raun ekki nema 87.500 DKR ef frádreginn er tollurinn og skattar af honum því þeir eru fjórfalt verð bílsins. Og erlendir námsmenn í DK fá bíla afgreidda með niðurfelldum tolli sem þeir svo verða að borga þegar þeir hætta í skóla. Svo sagði mér hann Stefán hjá FÍB. Það sem sagt marg borgar sig ALLS EKKI að taka Skódann með til DK. Svo er ég líka kominn með kaupanda að honum í sumar :)

Þetta er gott í bili.
Hefurðu ekki eitthvað að segja?

14 mars 2006

Þetta er búið.
Ég er orðlaus.
Hér að neðan sjáið þið gróðann af söngvarakeppninni. Heilar 200 krónur. Þokkalegt það.

Hvað getur maður sagt?

Getur þú sagt eitthvað?

09 mars 2006

..... og þá sagði ég: "Það er vegna þess að ég er svo lofthræddur.... hhhhhaaaaaaahahahahahahahahahahahaha.

En nóg um það.
Veit einhver hver þessi kona er?

Ég sá hana í labbitúr eins og hún kallaði það á laugardaginn 4. mars síðast liðinn. Myndin er tekin á Gilsbakka.

Og hvað svo?

26 febrúar 2006

Eins og sagt er sést það hér: Það er all

Eins og sagt er sést það hér: Það er alltaf fallegt við Hrútafjörð.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

18 febrúar 2006

Laugarbakki (Smáragrund númer eitthvað) Laugardaginn 18. febrúar 2006 klukkan 09:12

Það er blíða. Fínasta veður, allavega svona að sjá út um gluggann. Ég á eftir að fara út og athuga stöðuna.
Það verður æfing í dag fyrir keppnina. Og það var reyndar smá æfing í gærkvöldi. Ansi hressileg og kraftmikil rokkæfing.
Ashdown magnarinn minn er enn á gjörgæslu hjá viðgerðarmanni Tónabúðairnnar á Akureyri. Eins og komið var í ljós, seinast þegar ég viss allavega, höfðu þeir hjá Tónabúðinni komist að því að viftan sem kælir allt dótið sinnti því hlutverki ekki, þ.e.a.s. sínu hlutverki, að kæla. Hún snérist bara ekki neitt. Og af því að hún snérist ekki þá er mögulegt að eitthvað hafi skemmst í sjálfu magnaradótinu, einhverjar módúlur og/eða annar skemmtilegur búnaður. Kannski ég fái mér bara Behringer/Berhinger/Beringher (ég veit ekkert hvar þetta "h" á að vera í þessu nafni).
Ég sá fugl úti sem var búinn að kúka í garðinn.
Ég hlusta alltaf á Rás 2 meðan ég blogga.
Vonandi verður betra veður í næstu viku en var í þeirri seinustu.
Merkilegt með sjóinn, hann getur verið mis heitur/kaldur.
Mýs og tölvumýs eiga mjög fátt sameiginlegt.
Með þessu bloggi er ég að reyna að uppfylla þarfir sums fólks sem les það. Til dæmis er einn maður sem les þetta stundum. Hann hefur engann áhuga á bílum, tölvum eða öðrum búnaði sem ætlaður er til daglegra nota. Honum leiðist að lesa blogg sem fjalla bara um það að maður hafi farið á lappir og gert hitt/þetta yfir daginn. Ég veit í rauninni ekki hvað honum finnst gaman að lesa. Ef ég set "nafnið" Behringer sem þriðja hvert orð þá gæti þetta nú lagast allt saman :)

Hafið það gott alla helgina dúllurnar mínar.

Venlig hilsen,
Palli.

12 febrúar 2006

Þetta er að frétta:

Áætlunin gegnur bara nokkuð vel, já já. Ég ek vestur í Víðigerði og til baka á hverjum degi, með mis mikið af farþegum vissulega. Ég ek um á Marcopolo rútu sem er ættuð að hluta til frá þýskalandi og að hluta til frá Brasilíu. En sögu Marcopolo rútunnar má finna (að hluta til) hér. Og hér er svo nokkuð mynd af rútu eins ég ek um á. Þessi er mjög svipuð nema á "minni rútu" er ekki hurð að aftan. Einungis að framan..... væntanlega :) Þetta eru svo sem ágætis bílar að mörgu leiti.... en vissulega ekki öllu leiti. Undirvagninn, vélbúnaður og annað "kram" er merkt Benz og þar af leiðandi ekki slæmt. En nóg um það.

Hér gerist svo sem ekki mikið. Jú við Helga fórum í bíó í kvöld (GERIST EKKI OFT). Ingunn Helga frænka mín passaði fyrir okkur á meðan og kunnum við henni allra bestu þakkir fyrir.
Við sáum myndina Fun with Dick and Jane. Jim Carrey og einhver "overreacting" leikkona með honum í aðalhlutverki. Ágætis skemmtun sko, en ég mæli ekki með því að fara á hana í bíó. Það er allt of dýrt. Bara leigja hana frekar á DVD.

Söngvarakeppnin? Tjahhh..... ekkert að gerast þar svo sem þessa helgina en næstu helgi og fram að 11. mars verður allt á fullu. Gaman að því.

Ég er að reyna að muna eitthvað fleira til að skrifa hér............... jú ég þvoði Skódann í gærkvöldi. Voða merkilegt sko, eða þannig.

Bless.

18 janúar 2006

Jæja já.
Fresturinn til að skrá sig í Söngvarakeppnina er útrunninn. Nú er bara að bíða eftir að þeir sem skráðu sig HUNDSKIST til að ákveða hvaða lag þeir/þær/þau ætla að syngja. Það hefur ca helmingurinn af þeim sem skráðu sig ákveðið hvaða lag verður sungið. Þeir sem ekki verða búnir að velja sér lög fyrir helgina 28-29 jan. verða að redda sér lögunum sjálfir/sjálfar/sjálf. Annars höfum við Helga verið að útvega þau.

(Athugasemdir vel þegnar varðandi þetta blogg)
Búið.

06 janúar 2006

Ef þú heldur að þú þekkir mig eitthvað að ráði þá vil ég biðja þig um að svara 10 spurningum um mig. VESSGÚ :)

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

01 janúar 2006

Gleðilegt ár. 2006, vertu velkomið.... :)
ÉG, Ingibjörg, Hinni og Gummi spiluðum á Þinghúsi-Bari í kærkvöldi og það var fjör. Nema Ashdown magnarinn minn brann niður í ösku.... næstum því. Allavega klikkaði hann all verulega tvisvar sinnum á ballinu. Hann gjörsamlega þagnaði. Samt fékk hann straum inn á sig frá bassanum. Skrítið. En Tónabúðin fær bara að hirða hann. Sigurvald Ívar kom askvaðandi að þegar hann heyrði ekkert í bassanum lengur, við kipptum honum úr sambandi og settum hann í mixerinn, um hríð. Það var fínt sko. Svo setti ég bassann í samband við magnarann aftur sem dugði í 2 og 1/2 lag. Þá þagnaði hann aftur. Og engin skíring. Ekki sem ég veit, enda ekki búið að sjúkdómsgreina kvikindið. En vonandi er hægt að laga þetta, einhvernveginn. Og Silli, TAKK ROOOOOOSALEGA FYRIR HJÁLPINA. Þó svo þú hafir ekki gert "mikið" að þínu mati, þá gerðirðu helling helling fyrir okkur. Takk takk.
En hér að neðan getur að líta styemminguna FYRIR ballið á Þinghúsinu.

Þetta er Bjössi Líndal. Voða...... eitthvað.

Hér eru Emilie (eða hvað hún nú heitir sú ágæta dama (örugglega)) og Ingibjörg.

Og hér er Kjartan að undirbúa eitthvað "bland" í krús.

Og svona til smá fróðleiks.....

Svona "Á" (eða ekki) að spila á kontrabassa.

Talandi um kontrabassa... ég er að fara í nýja vinnu á mánudaginn 9. jan.
Rútuakstur. Fjör..... vonandi.