27 júlí 2006

Fröken Danmörk..... hér komum við :-)

Þetta er allt að gerast. Við Helga höfum verið á fullu við að pakka saman dótinu okkar hér í Skarðshlíðinni og það lítur út fyrir að það klárist á morgun. Ég fer vestur með rútunni á morgun til að spila á Melló Músíka sem er hluti af Unglistarhátíðinni á Hvammstanga, tjahhh eða Húnaþingi vestra. Svo fer ég aftur austur annað kvöld, eða aðra nótt. Það fer aðeins eftir því hvað ég verð að spila lengi, ég hef ekki humynd um það nebblega sko. En ég fer austur aftur á FORD sem Guðný og Jói eiga með hrossakerru aftan í til þess að flytja dótið suður til REK, það sem fer í gám sem siglir til DK, og annað dót sem fer í geymslu í Víðihlíð. Það á að gerast á föstudaginn. Og aftur norður frá Reykjavík seinnipart föstudags með FORDinn og hrossakerruna en þá með þriggja tonna hlass, eitthvað múrefni sem á að fara utan á útihúsin á Besstastöðum eins og Hinrik Elvar kallar bæinn. Og út fljúgum við þann 7. ágúst klukkan 15:30. Og hér er óbein beiðni til Einars bróður og Ingunnar systur. Nennið þið að rúlla á eftir okkur til Keflavíkur á mánudaginn þann 7. ágúst til þess að keyra Skoda til baka og koma honum til Elvars Vil? Hann ætlar nefnilega að taka hann, þrífa og selja fyrir mig. Það væri alveg magnað ef þið hafið tíma til þess.

Sof,
Bless.

Eitt spakmæli hér í restina. Spakmæli sem Berghildur stærðfræðikennari lét út úr sér þegar hún ásamt Guðmundi skólastjóra og dætrum fluttu frá Laugarbakka til Akureyrar:
Enginn veitt hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Orð að sönnu, orð að sönnu.

09 júlí 2006



Við Helga og Hinrik Elvar fórum suður í Mosfellsbæ í dag þar sem okkur var boðið í afmæli. Það var hún frænka mín, Valdís Unnur Einarsdóttir sem var að halda upp á þriggja ára afmælið sitt. Einnig var systir hennar, Dagrún Lóa Einarsdóttir að halda upp á sitt afmæli en hún varð 6 ára en reyndar afmæli einhvertíman í júní ef ég man rétt.

Hér er svo Einar bróðir með nýjasta fjölskyldumeðliminn í sinni fjölskyldu. Hann fæddist núna seint í júní (man ekki alveg hvenær) og er...... lítill. Já.

Slatti af fólki kom í afmælið. Þar má nefna systur hennar Svövu sem ég man aldrei hvað heita :-S, Ingunn og Heimir komu, Svenni og Unnur (pabbi og mamma Svövu) Eggert Teitsson og Ásta með sín barn/börn og mamma ásamt Bessastaðabörnunum. Það er nefnilega það.

En takk fyrir kökurnar

07 júlí 2006

Það fer allt að gerast.

Eftir akkúrat mánuð fljúgum við út til Danmerkur. Þá erum við sem sagt að flytja þangað út. Þetta þýðir bara það að við hér á bæ þurfum að fara að pakka saman dótinu okkar fljótlega til að koma því í gám. Hjalti Jóhannesson frá Jörfa hefur boðið okkur að setja eitthvað af okkar dóti í gáminn sem hann leigir, en hann hefur tekið 10' á leigu. Það er helmingur af minni gerðinni af gámum fyrir þá sem ekki vissu.
En það er meira skemmtilegt í gangi. Eftir akkúrat ca þrjá daga hefjast ypptökur* í Ásbyrginu á Laugarbakka. Þar ætlum við** að taka upp þau lög sem við spiluðum á Pink Floyd tónleikunum okkar frábæru fyrir áramótin.

*ypptökur er annað (og flottara að mínu mati) orð yfir upptökur en ypptökustjórar verða Jón Þór og Silli.
**við erum, Palli, Mundi, Silli, Gunni, Gummi og kannski Ólafur Teitur ásamt Sigrúnu, Helgu, Helgu, Kjartani og Valda.

02 júlí 2006

Þetta vissuð þið/vissuð þið ekki um mig.

Ég hef:
( ) reykt sígarettu
( ) drukkið áfengi
(x) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(x) verið handtekin/n / tekin af löggunni
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
( ) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
( ) farið á snjóbretti
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
( ) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) rænt einhverju
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) verið vísað úr tíma
(x) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karoke
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) fengið 10 á prófi
( ) fengið 0 á prófi
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( )verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
( ) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) fengið einhverja óska minna uppfyllta
( ) farið í fallhlífastökk
( ) lent í óvæntu boði haldið fyrir þig
(x) pissað úti


Hvað um þig?