Radio PSB

29 nóvember 2004

Guðný systir var að búa til vefsíðu fyrir Bessastaði. Hér er hægt að fara inn á þá síðu. Einnig er "linkur" inn á síðuna efst í listanum hér til hægri.

Flott síða hjá þér Guðný mín :)

Ble.

28 nóvember 2004

Egilsstaðir......

Eins og venjulega á sunnudögum var farið til Egilsstaða í dag. Ég fór á Benzanum fullum af fólki. Þ.e.a.s. 55 manns voru í bílnum og Baldur kom á eftir mér á Scaniunni minni með ca 20 manns. Það var fljúgandi hálka á leiðinni á köflum en annars var færðin góð nokkuð. Þar sem að ég er nokkuð viss um að þið viljið ekkert vita hvað er gert á Egilsstöðum þá ætla ég ekkert að segja ykkur hvað er gert þarna á sunnudögum sko.

En hér undir á að hljóma lagið Sleðaferðin eða Sleight Ride. Þessa útgáfu spilar bassaleikari að nafni Stuart Hamm eða Stu Hamm eins og hann kýs að kalla sig. Hann er einn af þessum hljóðfæraleikurum sem er HÁLFVITI af því að hann er svo góður á hljóðfærið. En hann er samt örugglega ekki hálfviti.
Verði ykkur að góðu.

Bæ.

21 nóvember 2004

Brrrrrr......... hér er kalt.

Það hefur verið mjög kalt hér við Kárahnjúk fremri undanfarna daga, en þó ekki eins kalt og við Mývatn síðastliðna nótt en þar var ca 30 stiga frost. Ég held að frostið hafi náð mest 19 gráðum hér á fjöllum. Og vesalings (leiðinda) Portúgalarnir eru alltaf að "frísíng to deðð" eins og þeir segja þegar þeir stökkva inn í heitar rúturnar. Eins og mér sé ekki slééééétt sama. Hverjum er ekki drullu sama þó einhverjir Portúgalir drepist úr kulda.

En ég náði nokkuð góðum myndum af svæðinu hér í fyrri nótt. Ég er að reyna að setja þær inn á OFOTO síðuna.

Endilega skoðið og kommentið.

Kveðja,
Palli litli.

16 nóvember 2004

Til hamingju med nyja bìlinn Mundi og Sigrùn. Svaka fìn Toyota Touring '97. 4wd. Kvedja, Palli.

SMS blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

16. nóvember. 16.11. sextándi nóvember. sextándi 11.
Það verður afmæliskaffi og afmæliskaka (sennilega afmælisrjómaterta) og kannski afmælispönnukökur líka um þrjúleitið í Skarðshlíðinni í dag. Ástæða: Ég á víst afmæli í dag.
Hver vill koma?

Afmæliskveðja,
Palli,

14 nóvember 2004

Tónleikarnir.....
Já. Þeir eru búnir. Kláruðust klukkan 4 í nótt. Eða rétt fyrir það. Og gengu bara þónokkuð vel, finnst ykkur það ekki?

08 nóvember 2004

Það er að koma að því.... fríinu sko.

Ég er að pæla í því að fljúga suður á fimmtudaginn og freista þess að fá Galantinn aftur. En eins og svo margir vita bilaði hann 25. júlí síðastliðinn og hefur verið bilaður síðan. Hekla hf hefur hann í fórum sínum og sér um að láta gera viða hann. En COMMON..... 3 og hálfur mánuður..... bilaður bíll. Og það er ekki eins og það taki 3 og hálfan mánuð að skipta um vél í einum bíl. En ég ætla sem sagt að ná í bílinn og það er eins gott fyrir þessa menn að vera búnir að gera við hann þegar ég kem. EKKERT ANNARS... sko.

Svo eru það Sundleikarnir á Hvammstanga á laugardagskvöldið kemur. Það verður að æfa fyrir þá en það verður gert á föstudag og laugardag, ekki satt Sigrún, Aldís, Silli, Mundi, og allir hinir sem taka þátt í þessu?

Bíbí.
Eg er ekkert smà heppinn èg vann ferd til Spànar fyrir mig og tuttugu bestu vini mina àsamt 50 tùsund kròna gjaldeyri à mann! Getid thid nokkud vökvad blómin á medan?

SMS blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

04 nóvember 2004

::: Svakaleg viðbrögð :::

Þetta fann ég á netinu áðan:


Annars allt ágætt. Vika í vikufríið og mikið ROOOOOOSALEGA vona ég að við Helga fáum Galantinn GÓÐA aftur á föstudaginn eftir viku, eða þann 12. nóv. Þá er hann líka búinn að vera bilaður í tæplega 15 vikur. Það er nokkuð langur tími.

Ef einhver skilur snýjasta bloggið hans Silla þá má sá hinn sami/hin sú sama umorða það yfir á íslensku svo aðrir skilji það.

Blessssssssssssssssss.