Radio PSB

28 desember 2008

Sandur og fjórhjól.

Sælir lesendur góðir.

Það var aðeins tekið á því núna um helgina á fjórhjólum.
Við Hinni og Gunnar Ægir fórum í smáræðis leiðangur. Hinni á Súkkunni sinni, Suzuki KingQuad 750, Gunnar á Polaris Sportsman 800 hjólinu sínu og ég á hinum óþreytanlega Mink svokölluðum, e. Suzuki KingQuad 300 hjólinu hans Gumma á Jaðri.

Hér eru tvær myndiur úr ferðinni. Þ.e.a.s. hér sést í hjól á fartinu. Ég held að þetta séu myndir af Súkkunni hans Hinna... ég er samt ekki alveg viss.





Takk og góðar stundir.

Kveðja,
Palli

25 desember 2008

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.



Mér fannst alveg tilvalið að senda inn þá jólalegustu fjórhjólamynd sem ég átti í tölvunni minni. Þetta er mynd af hjólinu hans Hlyns, í breyttum búning eins og sagt er stundum ;-)

En gleðileg jól.

Kveðja,
Palli.

13 desember 2008

Hjólajólahlaðborsðferðin 13. desember 2008

Þá er fjórhjólaferðin þann 13. des 2008 búin.
Við fórum 6 svellkaldir félagar á 6 fjóhjólum. Ég, Hlynur, Brynjar, Jarri Hinni og Þorgeir. Fjórar Súkkur voru í ferðinni og tveir Pollar.
Það er best að láta myndirnar tala sýnu máli.















Fleiri myndir má sjá á http://picasaweb.google.com/pallibj
Skemmtileg ferð, takk fyrir mig.

11 desember 2008

13. desember er alveg að koma.

Góðan dag góðir lesendur.

Það er að koma að laugardeginum 13. desember 2008.
Það þýðir bara að það er alveg að koma að fjórhjólaferðinni sem ferður farin þann dag.
Ég var að skoða veðurspána á síðunni vedur.is
Hún er svona:



Hér er verið að tala um gríðarlega góða veðurspá fyrir norðvesturland og afar heppilegt því að skella sér í góða ferð með góðu fólki.

Núna sit ég í lestinni sem gengur milli Sønderborg og København. Við erum á leiðinni til Kastrup í flugið sem er klukkan 20:10 í kvöld.
Áætlaður lendingatími er kl 22:20 en líklegt er að við gistum í Keflavík vegna þess að það er spáð óveðri á Holtavörðuheiðinni í nótt, á þeim tíma sem við ættum að vera á ferðinni þar.

Læt þetta nægja að sinni.

Palli kveður úr vagni 22, sæti 58 á leið til Kastrup.

13 nóvember 2008

Einn mánuður þegar þetta er skrifað.

Guden tag meine damer und herrer.

Ich haber ein grosse tilhlökkunarefni þessa dagana.
Eftir akkúrat einn mánuð lendir flugvélin okkar í Keflavík og þar með erum við flutt til Íslands aftur. Það er farið að gæta smá tilhlökkunar hér á heimilinu. Sérstaklega hjá mér og.....já. Mest hjá mér.
Ástæða? Hún er -->>->Hér<-<<-- Hlynur er sem sagt búinn að láta svona jóla niðurteljara á bloggið sitt. Mér líður bara eins og ég sé jólasveinninn :-) Fara þeir ekki að streyma til byggða á þessum tíma. Er ekki stekkjastaur fyrstur í röðinni á þessum degi, 13. des? Vonandi verða sem flestir með í ferðinni. Ég geri ráð fyrir því að Hlynur skipuleggi ferðina þar sem hann er orðin svo hundvanur að ferðast um föll og firnindi í Húnaþingi vestra. Vonandi verða allavega þessir með:





































Á myndunum eru:
Guðmundur Hjörtur á Suzuki King Quad 300, Suzuki King Quad 700 og Polaris 800 hjólin þeirra Brynjars og Hlyns, Suzuki King Quad 750 hjólið hans Hinna og svo Polaris 800 hjólið hans Þorgeirs.
Og vonandi verður Þorgeir búinn að finna fjórða hjólið undir hjólið sitt. Annars er þetta bara þríhjól :-)

Vonandi koma svo einhverjir fleiri með.

Varðandi GPS bloggið sem átti að vera hérna á dagskrá "næst" (þ.e.a.s. núna) þá verður það bara seinna.
En til þess að friða þá sem hafa beðið eftir því vil ég benda þeim á þessa linka hér sem vísa inn á MJÖÖÖÖÖÖG vandaðar vefsíður þar sem farið er gjörsamlega á kaf ofan í tækin og öll atriði skoðuð útfrá sjónarhorni notandans.
Vessgú:

Garmin Oregon
Garmin Colorado

Kveðja,
Palli.

12 október 2008

Nýju hjólin að koma...

Sælt veri fólkið.

Það er farið að bera á nýjum hjólum á markaðnum. Þar ber helst að nefna Polaris með nýja Sportsman hjólið og RZR (Racer, eins og sumir segja) hjól eða hvað ætti helst að kalla þessi faratæki. Í Bandaríkjahreppi eru þessi tæki kölluð UTV (Utility Terrain Vehicle).

REYNDAR eru þetta einu "nýju" hjólin á markaðnum.... í bili. En það er alltaf vona á einhverju nýju, sérstaklega ef einn framleiðandinn kemur með eitthvað nýtt, þá reyna aðrir auðvitað að bæta um betur með næstu útgáfu af sínum tækjum og ég segi mitt álit hér að ALLIR aðrir framleiðendur, en Polaris, mega heldur betur fara að spýta í lófana ef þeir ætla að hafa roð í nýja Polaris XP hjólið.

Hér er er vídeó af Suzuki King Quad 750 2009 árgerðinni hjá ATV TV


Og hér er svo vídeó af fyrsta akstri þeirra ATV TV félaga á Sportsman 850XP sem ég held að sé alveg hrikalega skemmtilegt hjól.

Svo fékk ég senda þessa mynd, frá góðum manni, af einu Can-Am hjóli sem er assgoti vel útbúið.

Í næsta þætti eru það svo GPS pælingar. Þau tæki sem eru heitust að mínu mati eru tækin Colorado 300 og Oregon 300, bæði frá Garmin og eingöngu vegna þess að það eru því miður einu tækin sem hægt er að fá íslenskt landakort í frá R.Sigmundsson. Reyndar er R.Sigmundsson verslunin EKKI ENNÞÁ KOMIN MEÐ OREGON TÆKIÐ Í VEFVERSLUNINA en það breytist vonandi fljótlega svo hægt verði að bera saman verðið á því hjá þeim og hjá ELKO... sem dæmi.
Maður verður nú vera með "öryggistæki" á fjórhjólinu sko. Það gengur nú bara ekki annað.

Gott í bili.
Ble ble.

17 september 2008

Margt nýtt að gerast....

Komið þið sæl... eins og Jón Ársæll segir alltaf.

Það er ýmislegt að gerast í heimi fjórhjólaáhugamanna.
Þar má helst nefna að götuskráning er orðið eitthvað sem flestir geta gert. Þ.e.a.s. ef maður á fjórhjól sem kemur til landsins eftir að götuskráningarlögin tóku gildi 14.06.2006.
Þetta er eitthvað sem ég myndi ekki hika við að nýta mér ætti ég fjórhjól nú sem flutt var inn eftir þennan tíma. Ekki spurning.

EN svo er slatti af nýju dóti að koma. Til dæmis POLARIS SPORTSMAN 850XP sem er nýtt hjól að 99% hluta.
Hvorki meira né minna en 70 hestafla mótor í þessu skrímsli og gríðarlega góð fjöðrun í því segir Douglas Meyer hjá ATVTV.COM
Já, hvorki meira né minna segi ég.

Eins er líka komið, en dálítið síðan, nýtt fjórhjól frá Arctic Cat sem heitir Thundercat 1000 H2 en þeir hjá Arctic Cat neita að gefa upp hversu mörgum hestöflum þessi 951 ccm mótor hleypir frá sér.
Þetta er eitt af hjólunum sem verða prófuð á ATV TV síðunni núna í haust. Ég hlakka mikið til að sjá dómana sem það fær.

Búið í bili.
Brumm brumm (bless bless)

12 september 2008

Dekk og önnur dekk.

Vegna þess hversu það er orðið auðvelt í dag að götuskrá fjórhjól langar mig aðeins að pæla í dekkjunum undir þeim.
Það er líklega ekki margt leiðinlegra en að keyra um á nokkuð spræku fjórhjóli á þjóðvegi 1 eða öðrum sæmilegum vegum með urrandi dekkjagný í eyrunum. Það er nefnilega málið að það urrar svo mikið í "original" dekkjunum sem hjólin koma á frá verksmiðju.

Þess vegna er ég að skrifa þetta hér því ég hef lausn á málinu, sem og líklega margir aðrir.
Það er einfaldlega hægt að kaupa sér 14 tommu felgur undir hjólin og svo 14 tommu fólksbíladekk á felgurnar. Þá losnar maður allavega við dekkja urrið og þar að auki er komið mun þéttara veggrip og meira öryggi.

Svo ætla ég mér að kanna það hvort felgur undan til dæmis Mitsubishi Galant (með gatadeilinguna 4X110) passi undir fjórhjól. Gatadeilingin er sú sama á Galant og á Suzuki KingQuad allavega. Það er bara spurning með það hvort að felgan passar upp á hjólnafið sjálft. Ef svo er þá er líklega ekkert því til fyrirstöðu að kaupa sér felgur undan svoleiðis bíl, hvort sem það eru ál- eða stálfelgur, og einhver 195/50R15 dekk þar á. Gæti verið kúl og líklegt að akstureiginleikar hjólsins batni frekar en að versna.

Hvað heldur þú?

04 september 2008

Hlynur orðinn ródlígal.

Það hlaut bara að koma að því.
Hlynur er búinn að götuskrá Polaris Sportsman 800 hjólið sitt. Loksins. En það tók ekki langan tíma eins og sést á blogginu hans.
Þann 29. ágúst síðastliðinn setur hann inn færslu um að hann hafi talað við Umferðastofu um götuskráningu fjórhjóla og núna rétt um viku seinna er hann búinn að skrá sitt. Magnaður kallinn. Það vantar bara tölulegar staðreyndir (fjárhagslegar) og betri mynd frá honum til að sanna það því þessi mynd sannar það ekki alveg þó svo að það sé búið að setja aurhlífar aftan á það :)
Ekki það að ég trúi þér ekki Hlynur minn hehehe. Væri gaman að fá að sjá númerið.

En hjartanlega til hamingju með þetta.

Meira seinna. (Vonandi "betri" mynd líka ;) )

02 september 2008

Fjórhjól og bensíneyðsla.

Nú hefur mikið verið rætt um götuskráð fjórhjól og hvað fjórhjól yfirleitt eyði miklu bensíni. Talað er um að stóru hjólin frá Polaris, Kawasaki og Can-Am eyði meiru en til dæmis stóra hjólið frá Suzuki. Líkleg ástæða fyrir þessu er sú að Polaris, Kawasaki og Can-Am eru tveggja strokka á meðan Suzuki er eins strokka... eins og flestir vita. En það er ekki bara það sem hugsanlega er að auka eyðsluna hjá til dæmis Polaris. Samkvæmt því sem Douglas Meyer segir á síðuni sinni, www.atvtv.com eru Polaris hjólin lægra gíruð/drifuð en til dæmis Suzuki. Þrátt fyrir að báðar tegundir komist jafn hratt að þá er mótorinn í Polaris hjólinu að snúast mun hraðar en í Suzuki sem þýðir meiri bensíneyðsla.

Vídeóið sem ég bendi á hér fjallar um dóma á Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up.
Long Term Wrap Up dómarnir fara þannig fram að þeir hjá ATVTV fá hjól frá einhverjum framleiðandanum í einhvern ákveðinn tíma til þess að keyra þau og breyta þeim ef þeir vilja upp að vissu marki. Þeir reyna að setja inn eins margar mílur og þeir geta á þeim tíma sem þeir hafa hjólin og láta svo skoðanir sínar í ljós um það hvað er gott, hvað er slæmt, hvað er hægt að laga og bæta með litlum tilkostnaði og þar fram eftir götunum.
Hér er linkur inn á vídeóið þar sem fjallað er um Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up og minnst aðeins á þetta með eyðsluna.

31 ágúst 2008

Fjórhjól.

Já. Það er sko komið að því.
Það er komið að því að ég fer að blogga hér um fjórhjól.
Þannig er mál með vöxtum að ég er og hef verið fjórhjólasjúklingur frá því að hann faðir minn heitinn keypti Suzuki mink LT-250 árgerð 1986.
Hjólið á myndinni er ekki mitt hjól (sem pabbi heitinn keypti) heldur af nákvæmlega eins hjóli sem Gulli nágranni minn á Söndum átti, og síðar Hinrik stór vinur minn og trommari.



En senn kemur að því að ég "þurfi" að fá mér fjórhjól. Á þessari mynd eru nokkur glæsileg tæki sem eru ansi fýsilegur kostur, hvert þeirra á sinn hátt.
Svo nú er bara að hugsa málið vel og vandlega.

Þessi "fyrsta" fjórhjólafærsla verður ekki löng vegna þess einfaldlega að ég á ekkert fjórhjól ;-) en það kemur sko til með að breytast.

Það eru til nokkrar íslenskar fjórhjólasíður og þar skrifa nokkrir kunningjar mínir um fjórhjólin sín og ferðir sem þeir hafa farið á þeim. Þar eru líka allskonar flottar myndir frá þeim.

Meira síðar.

Palli.

01 janúar 2008

GLEIÐLEGT NÝTT ÁR

 

Jú við hér á Ringgade 77 (2 tv) segjum við ykkur öll:
Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir það gamla.

Við skruppum í smá heimsókn til Hrundar og Steina. Þar var farið í Singstar keppni og sitthvað fleira skemmtilegt gert. Til dæmis skotið upp sprengjueldum eins og Hinrik kallaði flugeldana.

Hafið það gott,
Kveðja,
Palli.
Posted by Picasa