23 júní 2005


Nú er ein erfið spurning hér hehehe.
Hvað er þetta sem hér byrjar hér, til hvers er það og hvað er það langt frá þeim stað sem það byrjar á og að þeim stað þar sem það endar á?
Sá/sú sem er með svörin við þessum spurningum rétt fær pönnuköku að eigin vali með kakó auk þess að fá fría pönnuköku/kaffi áfyllingu.

21 júní 2005

Picture entry


Jæja gódir bloggohólistar. nú er komið að enn einni spurningunni. Hún verður í erfiðari kantinum í þetta skiptið og hljóðar svo í Drottins nafni: Hvað heitir sá sem málaði altaristöfluna í þessari kirkju?
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

19 júní 2005

Picture entry


Spurning númer 21.595.
Í hvaða byggingu er að finna þetta sérstaka listaverk OG hvað er svona sérstakt við það?
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

17 júní 2005

Email


Gleðilega þjóðhátíð ágætu lesendur og Dinni minn :-)
Ég er staddur núna á Laugarvatni með hóp dana á ferðalagi um suður og vesturland. Og spurning dagsins er:
Hver er meðalhæð gossúlu Strokks þegar hann sprautar úr sér?
17.júníkveðja.
Palli.
Email blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

Email

Gleðilega þjóðhátíð ágætu lesendur og Dinni minn :-)
Ég er staddur núna á Laugarvatni með hóp dana á ferðalagi um suður og vesturland. Og spurning dagsins er:
Hver er meðalhæð gossúlu Strokks þegar hann sprautar úr sér?
17.júníkveðja.
Palli.


Email blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

15 júní 2005

Picture entry


Spurning dagsins: Hér sjást Þingvellir og spurt er, hvursu margir bílar voru í 50áralíðveldisafmælisbílaröðinni milli Reykjavíkur og Þingvalla þann 17. júní árið 1994?
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

13 júní 2005

Picture entry


Þá er best að halda áfram með myndagátukeppnina.
Hvað heitir svæðið sem maður er staddur á með þetta útsýni fyrir augum?
Vísbending: Þetta er á norðausturlandi.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

12 júní 2005

Í stuttu máli:
Engin mynd núna en í gær var útskriftar-/afmælisveisla hér í Skarðshlíðinni. Hingað komu nokkrir gestir og var bara nokkuð gaman. Kökur og dótarí. Helga var að útskrifast sem kennari frá Háskólanum á Akureyri og Hinrik Elvar átti afmæli. Reyndar átti hann afmæli þann 27. maí en stundum er seint betra en aldrei.
Og svo er stefnan tekin á að fara í golf með Tom í dag. Tom er Íri, hann býr með Ingunni Helgu frænku minni sem er systri Röggu og dóttir Bjarna Þórs frænda míns. Við Ingunn erum fædd á sama ári og þar af jafn gömul; það er ekki nema einn mánuður á milli okkar. Við áttum víst að fæðast sama dag en mamma hennar var eitthvað að drífa sig og átti 16. okt. en mamma mín var ekki eins stressuð og átti 16. nóv. Þar hafið þið það.

Bless.
Spakmæli:
Sólin er heitari en við getum gáð að.

10 júní 2005

Jæja. Þá er líklega komið að erfiðustu spurningunni í þessari myndagátukeppni. Hún er svo. Hvað er Dinni gamall? Nei þetta var ekki rétta spurningin. Hún er svona?
Hvar er þesi mynd tekin?

05 júní 2005

Email


Jæja.
Ég er nokkuð viss um að Þrölli veit ekki hvar þessi mynd er tekin en það er spurningin í dag: Hvar er þessi mynd tekin?
Email blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

04 júní 2005

Email


Halló. Núna er ég staddur í Reykjavík, nánar tiltekið í Álafossbúðinni í Mosó. Einar og Svava, ég kem ekki í þetta skiptið í kaffi hehe....... fattarðu, kaffi :-).

En nú kemur spurningin:
Hvar er þessi mynd tekin?
Kveðja,
Palli í SBA stjörnumerkinu.
Email blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

02 júní 2005

Email


Góðan dag og velkomin á fætur.
Í dag er fimmtudagurinn 2. júní sem þýðir að Sigrún Dögg á afmali í dag, hún verður tyttygyogfimm ára daman og til hamingju með það Sigrún mín OG Helgi á Heggstöðum verður 39 ára gamall eftir akkúrat viku.
En nú er ég staddur í Skagafirði og spurningin í dag hljóðar svo:
Við hvaða hús stendur þetta listaverk?
Sem fyrr eru vegleg verðlaun í boði.

Takk og bless.
Email blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

01 júní 2005


Góðan dag. Nú er ég staddur með hópinn í Húsafelli. Þar er auðvitað einmuna veðurblíða og blíða.
Gaman þótti mér að lesa bloggið hans Jóns okkar Þórs okkar á síðunni air-atlanta og mæli ég eindregið með því að ÞÚ lesir þessi mál hans.


Jæja já. Þá er komið að spurningu númer tvö í þessari spurningakeppni bloggheima. Og spurt er, hvað er fyrir aftan mann þegar þessi sýn blasir svo dásamlega við augum manns?
Email blog sent by Palli litli
Powered by Hexia