22 nóvember 2005

TAKIÐ EFTIR TAKIÐ EFTIR TAKIÐ EFTIR.

Ef einhver veit um einhvern/einhverja sem tók ljósmyndir á tónleikunum þá má viðkomandi aðili setja sig í samband við mig, Helgu, Sigrúnu Dögg, Munda, Silla eða Hannes því okkur dauð langar í myndir af tónleikunm. Helga var svo hrifinn af þeim að hún gleymdi að taka myndir. Endilega grafið upp einhvern/einhverja sem sáu sér fært að horfa á tónleikana í gegnum tveggja tommu litaskjá eða svo :)

Og svo þegar maður er búinn að lesa bloggin hér, þá á að smella á Maroon litaða stafi hér að neðan sem mynda orðið "Orðabelgur" eða "orðabelgst". Þar inni er hægt að láta vita að maður kíkti á síðuna. Svo kallað "comment system". Mjög sniðugt.

Hér \/fyrir neðan

20 nóvember 2005

"Mitt er særra en þitt. -Já en mitt kemst fyrir inni í þínu"

Pink Floyd.

Góðir hálsar. Hjalti Júl þar með talinn. (Hann hefur nefnilega verið slappur í hálsinum).

Mundi og Sigrún, Silli og Guðfinna, Helga mín, Gunni, Gummi, Óli Teitur, Helga Vilhjálms, Jón Þór, Hannes, Magnús (og vinur hans sem ég man ekki hvað heitir, hinn sviðsmaðurinn). Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir helgina. Hún var frábær að öllu leiti. Pink Floyd tónleikarnir. Ein mesta tónlistarsnilld sem ég hef tekið þátt í. Að öllu leiti vel heppnuð og skemmtileg. Og áhorfendur, takk fyrir komuna og verði ykkur að góðu.

"Varnagli, hvernig er hann? Hann er hálfur maður og hálfur nagli. Ævisaga hans er væntanleg eftir nokkur ár".

Svo maður tjái sig nú aðeins um skemmtunina sem slíka þá segi ég að hún heppnaðist með eindæmum vel, að mínu mati. Þó er alltaf eitthvað sem má betur fara. Til dæmis er ekki verra að vera búinn að hlusta dálítið á hljómsveitina sem maður ætlar að spila lögin eftir. Næst þegar þetta verður flutt, hvenær sem það verður, þá ætla ég að hafa tvö hljómborð til að spila en ekki eitt. Eitt er gott en tvö er betra.
Æfingarnar voru skemmtilegar, sérstaklega þegar lögin voru spiluð í "LightningPolka" stíl svona til flippa aðeins og gera æfingarnar fyndnari og skemmtilegari.

Þetta var sem sagt allt saman fallegt og gott. Til hamingju allir.

Kveðja frá Akureyris.
Palli.

12 nóvember 2005

Sko. Ég er að spá. Pink Floyd.... það snýst allt um þá ágætu hljómsveit þessa dagan hér í Húnaþingi vestra. Það er vegna þess að Mundi fékk þá flugu í höbbðið á sér að halda tónleika, þ.e.a.s. P.F. tónleika. Nú er þessi hugmynd að verða að veruleika og hvet ég alla sem við það ráða,og aðra, að mæta á tónleikana sem verða á klukkutíma fresti laugardagskvöldið næstkomandi í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er krónur 1.000 fyrir orðið fullna vaxta fólk en krónur 500 fyrir 11 ára og yngri börn. Komið og skemmtið ykkur með áhorfi og áheyrn mikilla tónlistarsnillinga er þeir spreyta sig á þessum líka dúndur góðu lögum úr smiðju Roger Waters og félaga. Þetta er skemmtun sem enginn má missa af, það er alveg ljóst. Komið endilega og njótið tóna þessara undurfagurra laga þeirra ofurmenna í P.F. T.d. verða þarna lög á borð við: Peningar, Annar múrsteinn í vegginn númer eitt og tvö, Óttalaus, Bless grimma veröld, Loka skurðurinn, Í holdinu og mörg (nokkur) fleiri. Jú jú.... þessu er bannað að missa af.

Einnig er hægt að lesa um þetta á zetorasíðunni en þeir (Zetorar sko) breyta sér í hvaða hljómsveitar líki án nokkurrar fyrirhafnar.
Takk fyrir í bili.
Er eitthvað meira um þetta að segja?