Radio PSB

24 apríl 2004

:.:ÉG gleymdi einu:.:

Hann Björn Ingi var að fá sér mótorhjól. Glænýtt en soldið skrítið í laginu. Hér er mynd af því.

Nei nei nei..... afsakið. HÉR og HÉR er mynd af því.

Til hamnigju með hjólið Bjössi.
Þeir sem vilja forvitnast meira um þetta hjól er bent á Honda linkinn.

Svona nú og bless.

23 apríl 2004

:.:AAAHHHHH..... Kominn HEIM :.:

Á Akureyri reyndar en það verður að hafa það

Ég fékk far með Steina sem er að keyra fyrir Hafþór sem á hvítann FORD með langann vagn aftaní og er mjög oft með bíla á vagninum. Þá vitið þið það. Sem að það er.
Þetta er sko mállískan hans Gunna Jóns (bílstjóri hjá Shell í R.vík) en hann sefir oft: "Það er sem það er, það gerir það sko, það er sem ég segi," og þessháttar. Skondinn kall. Og hvað það var gott að komast HEEEIIIIIIMMMM

Svo er bara að finna eitthvað skemmtilegt að gera um helgina.

Ble ble.

20 apríl 2004

:.:Hæ:.:

Ég er heima hjá Einari bróður og Svövu mágkonu að hamast í tölvunni.
Ég er sem sagt byrjaður að vinna hjá Borgarverk. Það er fínt. Ég er búinn að brjóta einn öxul af fjórum í einni ScaníuDRUSLUNNI þarna og nú er hún óökuhæf vegna þess. Það gekk nú bara vel. Ég var meira að segja skammaður fyrir að hafa ekki skemmt bílinn meira, sem að það er. Annars er ekkert mikið að frétta. Ég bíð alveg með spenningi eftir því að helga verði búin í skólanum. Þá fæ ég nefnilega fartölvuna og get farið að skoða mig um á netinu á hverjum degi væntanlega. Það verður nú gaman. Það gerir það sko. Annars er ekkert mikið að frétta. Rok og blíða í Borgarfirði og eitthvað. Merkilegt reyndar hvað sumir karlmenn þurfa alltaf að vera dónalegir í talsmáta. Talandi um sín á milli að "fá að ríða hressilega", "hafa góð kynferðismök reglulega" og svona allskonar dótarí sem allavega ég vil hafa bara fyrir sjálfann mig. Nei bara pæling. Annars er ekkert mikið að frétta. Sem að það er. ÞETTA ER MJÖG INNIHALDSRÍKT BLOGG.

Og Hrannar: SCANIA SÖÖÖÖÖKKKKKKAAAR FEEEEEIIIIIIIITTTT. Helv..... druslur. Allavega þessar gömlu sem eru keyrðar 600.000 km og meira :-)

Þá er ekki fleira í þættinum að sinni,
verið þið sæl.

11 apríl 2004

Hjalti Júll

Hann er frábær Zetor-isti og fær nafnaukann Hjalti Ædúll(a) bumbuzetorusnúmerustvö. Gvendur á Núpi stendur alltaf fyrir sínu sem nikkuzetor. Mundi yfirzetor var aðeins þreyttur og Palli bassazetor var líka þreyttur. En lengi lifi The Zetors. Húrra húrra húrra.

08 apríl 2004

:.:Veðrið einu sinni enn....:.:

Nú þegar ég vaknaði áðan og leit út um vesturgluggann á íbúðinni blasti þetta við.
Click to enlarge
Dásamlegt veður er núna hér á Akureyri. Myndin er tekin klukkan 07:31:20 samkvæmt klukku myndavélarinnar.
(Athugið að rúðurnar eru orðnar gamlar hér og þar af leiðandi skítugar og raki á milli glerja)
Þetta var sem sagt klukkan 07:31:20.

Er ekki ótrúlegt hvað Júróvisjón getur haft mikil áhrif á líf fólks á Íslandi?
Hvað finnst þér?

07 apríl 2004

:.:Hjalteyri:.:

Við Hinrik Elvar skruppum í smá bíltúr í gær á nýja fína bílnum okkar. Við fórum út á Hjalteyri og þar er margt gamalt að sjá. Til dæmis þessi bryggja Bryggjan á Hjalteyri er ekki upp á marga sem er nú ekkert sértstök, allavega ekki fyrir Herjólf eða önnur stór skemmtiferðaskip. Svo fann ég þarna þessa líka fínu MAZDA bifreið sem er af gerðinni 626 MX-6 turbo MAZDA MX-6 TURBO OFUR........ eitthvað.......eins og Hinni átti einu sinni.
Nú af því að bryggjan er svo léleg þarna þá er réttast að geyma bara bátana uppá landi Það þantar bara hjólin undir hann......... þá............ eitthvað....
Og svo eru þeir svo nýungagjarnir þarna útfrá að það er til hraðahindrun þarna líka :-) Hraðahindrun dauðanns..... jamm.

Ef einhverjir vilja forvitnast meira um Hjalteyri bendi ég þeim á vefslóðina http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hjalteyri.htm
Þar er örugglega hægt að finna eitthvað merkilegt. Hef reyndar ekki lesið þetta sjálfur.

Þá líkur ferðalagi okkar um Hjalteyri.
Einhverjar spurningar?

:.:Nú já já:.:

Eins og komið hefur fram á blogginu hans Silla eru Metallica tónleikar yfirvofandi. EKKI ætla ég á þessa tónleika. En ef hann Bela Fleck kemur með bandið sitt til landsins, The Fleck tones, þá fer ég, EKKI SPURNING MEÐ ÞAÐ. Ég því bandi er einn af bestu bassaleikurum heims hann Victor Wooten. Hann er snillingur........ og já.
Svo er það nú gaman....

05 apríl 2004

:.:Helgaruppgjör:.:

ÉG fór s.s. vestur með Moggabílnum á föstudaginn og æfði með The Rolling Hóps í Strandbæ á föstudagskvöldið. Laugardagurinn byrjaði með hafragraut, slátri og LÝSI á Ósi. Svo var dálítið rótrerí með Hjalta um miðjan laugardaginn og ball á Þinghús-Bar á laugardagskvöldið. Þar mættu rétt um 60 manns sem gaf fínasta aukapening. Katrín Þóra var á ballinu svo og margar aðrar konur eg margir menn. En Það er spurning með þig Katrín mín. Ertu búin að finna húfuna þína, já eða peysuna þína? Eða er þetta eitthvað sem við áttum að spila fyrir þig EINU SINNI ENN???????
Og ROOOSALEGA voru PIDDSURNAR góðar hjá ykkur Þinghús-Bar-strákar

Á sunnudaginn fórum við Helga svo til Selfoss þar sem var verið að ferma hana Guðbjörgu Ester frænku mína. Veislan byrjaði klukkan 17:00 og stóð eitthvað fram eftir kveldi en við fórum um 20:00 leitið. Rúlluðum í "bæinn", fyrst heim til Stínu frænku í Lundahólana með hann Friðgeir og svo í Grafarvoginn til Ninnu með einhverja cd sem hún átti. Stoppuðum aðeins hjá Einari og Svövu á leiðinni út úr bænum. Löggðum af stað kl. 21:30 úr Mosó og vorum komin að Söndum kl. 23:30. Þar engum við páskalambalærið sem verður líklega etið um páskana. Svo vorum við komin kl 02:14 á Akureyri. Skemmtilegt þaaaaað.

Og svo er bara að fara að sækja nýja bílinn á eftir. MMC Galant steisjon vagón. Árg, 1997, ekinn 122.000 km. sjsk og eins og hægt er

Hér eru myndir af kerrunni.
Svaka kerra
Svaka kerra að aftan

Annars er ekkert að frétta.

01 apríl 2004

BLOGGIÐ HÉR



AÐ NEÐAN ER



APRÍLGABB




ÉG ER NÚ ALDEILIS



FYNDINN


:.:Takið eftir takið eftir:.:

Vegna FJÖLDA FJÖLDA áskoranna verður söngvarakeppnin sem haldin var seinustu helgi ENDURTEKIN, já ENDURTEKIN í Félagsheimilinu Hvammstanga um páskahelgina næstkomandi. Borist hefur mér, Ingibjörgu, Gumma, Hinna og Helgu FJÖLDINN allur af tölvupósti, bréfpósti flöskuskeytum og símhringingum með beiðni þessari. Við erum búin að ná sambandi við Imbu í Félagsheimilinu og tíminn sem hefur verið ákeðinn er kl. 21:00 föstudaginn 10 apríl n.k. Keppendur þurfa að mæta á eina æfingu NÆSTU HELGI. Við ætlum að notast við röðina sem var í keppninni þ.e.a.s. Helga og Elín byrja kl. 15:00 á Þinghús-Bar á HVT og hafa þær, svo og allir aðrir keppendur, hálfa klst. til æfingarinnar.
Miðaverð verður stillt í hóf og kostar kr. 250 inn á Generalprufuna og kr. 1990 inn á keppnina sjálfa.
Þinghús-Bar verður með vínveitingar líkt og um seinustu helgi. Vonumst við í Kashmír til að sjá ykkur sem flest og hlökkum við mikið til þess að takast á við þetta verkefni. Þeir sem EKKI geta verið með vinsamlegast látið mig vita í tölvupóstfangið: pallibj@simnet.is eða kommentið hér á kommenntakommentinu.

Kveðja,
Palli.