31 mars 2004

:.:Veður:.:

Blíðan á Akureyri maður. Allavega ekki snjór hér eins og í Reykjavík. Svona er þetta nú bara. Voruð þið búin að sjá Grænlendingana sem ráku við í lestinni......... þeir voru klikk........... :-)
Það er alltaf verið að tala um veðrið. Það er eins og myndin sýnir hér á Ak. í augnarblikinu og útlit fyrir að það breytist lítið samkvæmt veðurspá mbl.is.

Næsta helgi, spila, MEIRA. MEIRI PENING MÚHAHAHAHAHAAAAAAAAAA.
En það er sem sagt stefnt að því að spila á Þinghús-Bar á laugardagskvöldið kemur með Billy Júl, Benna í X-nesi og Birni Borgar-sig. Þeir sem vilja dást meira af bassanum mínum er ENDILEG beðnir um að koma þangað og horfa á djásnið. Ég hef ekki hugmynd hvað kostar inn en SENNILEGA verður það um 1.000 kallinn.

Spakmæli: LETS BE A LITTLE BIT MORE COOL TODAY THAN YESTERDAY.
Og hvað svo?29 mars 2004

:.:Jahérna hér:.:

Sumt fólk er klikkaðra en annað. Þessi hér er til dæmis ekki alveg í lagi. En Silli og Aldís. Kannski er komin grundvöllur fyrir helgarferð útfyrir landssteinana.


Og svo langar mig til að minna ykkur á fyndnar klippur á Hugi.is. Það sem fólii dettur í hug(i).

28 mars 2004

:.:Og það hafðist:.:
Söngvarakeppnin er búin ja. Þeir sem vilja sjá úrslitin sem urðu á þá leið að Hjalti vann, Guðrún Ósk varð í öðru sæti og Kjartan Sveins í því þriðja og Prjónó fékk "Sviðsframkomuverðlaunin" geta farið inn á síðuna hennar Helgu minnar og séð állt þar. Svo er linkur inn á OFOTO.COM síðuna þar líka þar sem hægt er að sjá fínustu myndir frá keppninni. En hér eru einhverjar sem teknar voru á leiðinni norður á laugardagsmorguninn með hljóðkerfið í eftirdragi. Það er ekkert voðalega sniðugt að vaka í 45 klst. án þess að sofna neitt að ráði. Bara smá viðvörun.
Á leiðinni norður í Hrútafirði.Nýr dagur hefur runnið upp.....
Gott að vera komin á leiðarenda.

Takk að sinni.

22 mars 2004

:.:ATHUGIÐ ATHUGIÐ:.:

Það er breyting á æfingarfyrikomulagi á FÖSTUDAGINN 26. mars
Æfingin sem átti að vera í Strandbæ (Eyrarlandi) verður ekki þar HELDUR Í FÉLAGSHEIMILINU HVAMMSTANGA klukkan 20:00.

Allir sem lesa þetta mega láta aðra vita. Til er fólk sem ekki fer/kemst á netið svo sem Hjalti Júl. En allavega. Allir að láta alla aðra vini sína vita.

Alltílagi BLEEEESSSSSSS....

Nú eins og allir vita
sem taka þátt í keppninni, er æfing á föstudagskvöldið í Stera-ndbæ (Eyrarlandi) klukkan 20:00 (tuttuguhundruð) á föstudagskvöld. Sefnt er að því að hver/jir þátttakandi/takendur syngi sitt lag einu sinni. Og eftir æfinguna verður brennt suður á ÓsRam perunni til að sækja hljóðkerfi frá EXTON. Silli er sá sem sér um hljóðið að þessu sinni eins og í fyrra og vænti ég þess að hann komi með mér suður til að sækja herlegheitin. Vonandi kemur Hinni, Ingibjörg (YEAH RIGHT) eða Gummi (YEAH YEAH RIGHT RIGHT) með líka. Svo er Generalprufan á laugardaginn klukkan 14:00 (fjórtánhundruð) í félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppnin byrjar svo klukkan 21:00 (tuttuguogeitthundrað) á laugardagskvöldið. Sigurvegari verða/ur.........

Blæss.....

18 mars 2004

:.:Svona lítur þetta út:.:

Keppendur: Lag: Uppr.l. flytjendur
Prjónó: Fame Irene Cara
Jón Bergman og Þórarinn Óli Rafnsson: Under Pressure Queen og D. Bowie
Olenka: Hard enough getting over you Cher
Freyja Ólafsdóttir og Ingibjörg Helgadóttir: Run away Slade
Elín Jónasdóttir: Heartbreaker Dionne Warwick
Anna Elísabet Gestsdóttir: Afi Björk Guðmundsdóttir
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir: Total eclips of the heart Bonnie Tyler
Þorbjörn Gíslason: The longest time Billy Joel
Hulda Signý Jóhannesdóttir: I'ts my live Talk talk
Tómas Örn Daníelsson: Stórir strákar fá raflost Bubbi
Sigurvald Helgason og Guðmundur Helgason: Don't you want me Human League
Eiríkur og Már Hermannsson: Every breath you take Police
Kjartan Sveinsson: Út í veður og vind Valgeir Guðjónsson
Hjalti Júl: White wedding Billy Idol
Guðbjörg Lilja Ingólfsdóttir: Walking on sunshine Katrina and the Waves
Sólrún Heiða Sigurðardóttir: Walk of life Dire Straits
Helga Hin og Elín Sveins skólafélagi Helgu: The tide is high Blondie

Þá er bara spurningin, hver ætli vinni keppnina þetta árið?

Og önnur spurning: Hvað er klukkan?

Bless........

16 mars 2004

:.:William Hung:.:

Jæja já.

Hafið þið heyrt Outkastlagið "Heya" í nýjustu útgáfunni? Ef ekki smellið þá hér og finnið mjög neðarlega á síðunni þann link sem myndin hér að neðan sýnir.

Þarna inni eru reyndar fullt af myndböndum og hellingur af remix efni þar sem er verið að fíflast með kauða. Og athugið að filename-ið byrjar á DJ DVST8...........

Ímyndið ykkur surg eins og þegar bremsuklossarnir eru búnir í bílnum hjá ykkur; Hvaðan getur hljóð komið í bílnum þegar maður beygir til vinstri en svo hverfur hljóðið þegar maður bakkar? ATH. (Þetta er ekki svar sið spurningunni) Það eru sennilega ekki bremsuklossarnir sem eru búnir.

14 mars 2004

:.:SKO:.:

Helgin er sem sagt búin og hún var svona:

Það var ball á Þinghúsinu á Hvammstanga. Þessar voru þar í svaka stuði.

Sigrún Unnur Sigrún

Svo voru æfingar fyrir söngvarakeppnina auðvitað, mest allan laugardaginn og sunnudaginn.

Eftir æfingu í dag fóru Gummi og Hinni að henda rörum og mér datt í hug að taka myndir af þeim auðvitað líka.

Rörahendarinn frá Ósi Hinni prufar

Á leiðinni frá Laugarbakkaskóla þar sem Gummi og Hinni voru að henda rörum sá ég þessar kerlur hér. Þær voru á leipinni út á HVT að fara í sjoppuna til að fá sér pylsur. Það skal tekið fram að myndin er tekin rétt norðan við verkstæðið á Laugarbakka.

Katrín, Hrönn og Brynja á leiðinni út á Hvammstanga að fá sér pUlsur. Ekkert smá klikkaðar :-)

Svo ætluðum við Hinni að fara AÐEINS að skjót á Söndum en Hinni festi sig í drullu á GOLFinum sem er ekki alveg útbúinn fyrir drulluakstur og það ferðalag endaði svona. H'er er Gulli aðalbóndi að draga Hinna úr pittinum. Þetta var eiginlega svona "pittstopp" hjá Hinna.

EKKI aka í drullupitt á GOLF

Svona var helgin í grófum dráttum.

Ég hlakka til þeirrar næstu.

08 mars 2004

:.:Jú gaman var... :.:

Já það var sko gaman í Vogum á LausViðVatnStröndinni á aðfaranótt sunnudags. Þar vorum við Zetorar að spila og gera gaman. Daníel Hrafn yfirzetorsson og Sigrúnar gerði einnig fína hluti á trommur bumbuzetors eins og sést hér.
Daníel trommari Svona var það þá já já. Finnst ykkur hann ekki dálítið líkur Sveinbjörgu???

Og svo voru einhverjir kallar í Reykjavík að grafa eigin gröf og urðu að máta hana. Hún er greinilega ekki orðin nógu stór ennþá.

Svona er þetta bara....
og hvað?

05 mars 2004

:.:Kommentakerfið:.:

Nú eins og margir, eða frekar ALLIR hafa tekið eftir sem hafa notað kommentakerfið frá blogextra, þá er bara hægt að kommenta fimm sinnum á hverju bloggi.......... eða eitthvað álíka. Nún er komið í gang kommentakerfi hjá mér, svipað og Mundi hefur hjá sér frá HaloScan.

Legg bráðum í hann vestur á Ós með Mogga Raminum þeim nýja. Fæ Ósraminn lánaðann yfir helgina til að koma hljóðfærunum suður en eins og fram hefur komið hér þá erum við Zetorar að fara að spila í afmæli.

Kveðja,
Palli.

03 mars 2004

:.:KENNING:.:

Sigrún er með kenningu. Hún er sú að þeim mun betra tóneyra maður hefur þeim mun gleymnari er maður.Ég man bara ekki hvenær hún sagði þetta eða afhverju. Eitthvað vorum við einhvertíman að tala um mynni eða tónlíst. Ég man ekki hvort.