24 september 2005

Picture entry

Sko bara. Svona lítur heimurinn vid Hrútafjörd út á þessum líka ágæta laugardagsmorgni. Ástæða dvalar hér á Bessó: Spilamennska með B.B og Hjaltbjörgu í kveld á Hótel Þursabergi..... eða hvað það nú heitir það ágæta hótel. Ávísun á mikla skemmtun.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

13 september 2005

Fréttir í kvöld les Sturlaugur Sturla en umsjónarmaður er Broddi Broddason.

Ég er byrjaður að vinna hjá Eimskip á Akureyri. Það er fínt. Er að keyra fisk frá Ólafsfirði/Dalvík/Árskógsandi/Hrísey/Grímsey/Siglufirði/Grenivík til Lauga í Reykjadal. Þar er fiskurinn þurrkaður og pressaður og sendur út til Nígeríu. Ég ek um á VOLVO sem hefur upp á að bjóða 520 hestafla mótor sem er ekki slæmt sko. Reyndar er hann ekinn um 938.602 kílómetra núna þegar ég lagði honum í kveld. En hvaða hvaða.

Ég var að spila með hljómsvitinni þrjú um seinustu helgi á Þinghús bar á Hvammstanga. Það var sko fínt bara. Ca 55 gestir komu í heimsókn eftir að hafa borgað sig inn. Hljómsveitan þrjú skipa Mundi, Sigrún og Silli. Svo fæ ég að vera með af því að ég kann á bassa :)

Stefnt er að því að spila einnig næstu helgi, á Þunghúsinu, og þarnæstu helgi á réttarballi í Vesturhópi. Og hana nú.

Hvað skal meira segja.....?????

06 september 2005

Morgunfréttir, Pálmi Jónasson. Sem bæ ðe vei er einn besti fréttaþulur sem ríkisútvarpið á um þessar mundir, ekki Mundi r.

En ég var að hætta hjá SBA-Norðurleið eftir ca 18.000 kílómetra akstur í sumar á allskonar farartækjum. Mest þó rútum.
Seinasta ferðin kláraðist á sunnudagsmorguninn var þegar ég fór með Hollendinga, sem ég var þá búinn að vera með á ferðalagi um landið í 13 daga, út á flugvöllinn á Miðnesheiði.
Þetta var skrautleg ferð hvað varðar veður en við fengum á okkur: Sól, sól og rigningu samtímis, rok, rok og sól, rok og sól og rigningu, þoku, rok og þoku, súld og þoku með smá roki, haglél í logni, haglél í golu og sól og síðast en ekki síst fengum við snjókomu, skafrenning og keðjufæri. Þetta gerðist mest allt daginn 30. ágúst. Og Hollendingarnir urðu frekar hissa, að sjá snjó þann dag. Og enn hissaðri (hehe.... meira hissa.... hitt er bara fyndnara) urðu þeir þegar ég fór út til að keðja rútuna. Myndirnar hér að neðan eru teknar í brekkunni sem liggur frá "Gullna hliðinu" við Kröfluvirkjun upp að Leirhnjúk og Víti.


Hér er ég sem sagt að læsa keðjunum utan um dekkið.
Þarna er ég búinn að keyra niður brekkuna sem ég þurfti að keðja rútuna fyrir.
Hér er svo Edine, fararstjóri ferðarinnar, að ganga frá keðjunum. En hún heimtaði að fá að taka þátt í þessu ævintýri.
En þetta gekk allt saman vel og voða gaman og þess háttar.

Á fimmtudaginn byrja ég í "nýrri" vinnu. Þ.e. hjá Eimskip. ÉG fæ VOLVO bíl til að keyra. Ekki veit ég nákvæmlega hvað ég fer að gera en það verður einhver keyrsla.

Spilerí um helgina...... já. Það er það sko.
Bless á meðan.