Eins og sagt er sést það hér: Það er alltaf fallegt við Hrútafjörð.
Radio PSB
26 febrúar 2006
18 febrúar 2006
Laugarbakki (Smáragrund númer eitthvað) Laugardaginn 18. febrúar 2006 klukkan 09:12
Það er blíða. Fínasta veður, allavega svona að sjá út um gluggann. Ég á eftir að fara út og athuga stöðuna.
Það verður æfing í dag fyrir keppnina. Og það var reyndar smá æfing í gærkvöldi. Ansi hressileg og kraftmikil rokkæfing.
Ashdown magnarinn minn er enn á gjörgæslu hjá viðgerðarmanni Tónabúðairnnar á Akureyri. Eins og komið var í ljós, seinast þegar ég viss allavega, höfðu þeir hjá Tónabúðinni komist að því að viftan sem kælir allt dótið sinnti því hlutverki ekki, þ.e.a.s. sínu hlutverki, að kæla. Hún snérist bara ekki neitt. Og af því að hún snérist ekki þá er mögulegt að eitthvað hafi skemmst í sjálfu magnaradótinu, einhverjar módúlur og/eða annar skemmtilegur búnaður. Kannski ég fái mér bara Behringer/Berhinger/Beringher (ég veit ekkert hvar þetta "h" á að vera í þessu nafni).
Ég sá fugl úti sem var búinn að kúka í garðinn.
Ég hlusta alltaf á Rás 2 meðan ég blogga.
Vonandi verður betra veður í næstu viku en var í þeirri seinustu.
Merkilegt með sjóinn, hann getur verið mis heitur/kaldur.
Mýs og tölvumýs eiga mjög fátt sameiginlegt.
Með þessu bloggi er ég að reyna að uppfylla þarfir sums fólks sem les það. Til dæmis er einn maður sem les þetta stundum. Hann hefur engann áhuga á bílum, tölvum eða öðrum búnaði sem ætlaður er til daglegra nota. Honum leiðist að lesa blogg sem fjalla bara um það að maður hafi farið á lappir og gert hitt/þetta yfir daginn. Ég veit í rauninni ekki hvað honum finnst gaman að lesa. Ef ég set "nafnið" Behringer sem þriðja hvert orð þá gæti þetta nú lagast allt saman :)
Hafið það gott alla helgina dúllurnar mínar.
Venlig hilsen,
Palli.
Það er blíða. Fínasta veður, allavega svona að sjá út um gluggann. Ég á eftir að fara út og athuga stöðuna.
Það verður æfing í dag fyrir keppnina. Og það var reyndar smá æfing í gærkvöldi. Ansi hressileg og kraftmikil rokkæfing.
Ashdown magnarinn minn er enn á gjörgæslu hjá viðgerðarmanni Tónabúðairnnar á Akureyri. Eins og komið var í ljós, seinast þegar ég viss allavega, höfðu þeir hjá Tónabúðinni komist að því að viftan sem kælir allt dótið sinnti því hlutverki ekki, þ.e.a.s. sínu hlutverki, að kæla. Hún snérist bara ekki neitt. Og af því að hún snérist ekki þá er mögulegt að eitthvað hafi skemmst í sjálfu magnaradótinu, einhverjar módúlur og/eða annar skemmtilegur búnaður. Kannski ég fái mér bara Behringer/Berhinger/Beringher (ég veit ekkert hvar þetta "h" á að vera í þessu nafni).
Ég sá fugl úti sem var búinn að kúka í garðinn.
Ég hlusta alltaf á Rás 2 meðan ég blogga.
Vonandi verður betra veður í næstu viku en var í þeirri seinustu.
Merkilegt með sjóinn, hann getur verið mis heitur/kaldur.
Mýs og tölvumýs eiga mjög fátt sameiginlegt.
Með þessu bloggi er ég að reyna að uppfylla þarfir sums fólks sem les það. Til dæmis er einn maður sem les þetta stundum. Hann hefur engann áhuga á bílum, tölvum eða öðrum búnaði sem ætlaður er til daglegra nota. Honum leiðist að lesa blogg sem fjalla bara um það að maður hafi farið á lappir og gert hitt/þetta yfir daginn. Ég veit í rauninni ekki hvað honum finnst gaman að lesa. Ef ég set "nafnið" Behringer sem þriðja hvert orð þá gæti þetta nú lagast allt saman :)
Hafið það gott alla helgina dúllurnar mínar.
Venlig hilsen,
Palli.
12 febrúar 2006
Þetta er að frétta:
Áætlunin gegnur bara nokkuð vel, já já. Ég ek vestur í Víðigerði og til baka á hverjum degi, með mis mikið af farþegum vissulega. Ég ek um á Marcopolo rútu sem er ættuð að hluta til frá þýskalandi og að hluta til frá Brasilíu. En sögu Marcopolo rútunnar má finna (að hluta til) hér. Og hér er svo nokkuð mynd af rútu eins ég ek um á. Þessi er mjög svipuð nema á "minni rútu" er ekki hurð að aftan. Einungis að framan..... væntanlega :) Þetta eru svo sem ágætis bílar að mörgu leiti.... en vissulega ekki öllu leiti. Undirvagninn, vélbúnaður og annað "kram" er merkt Benz og þar af leiðandi ekki slæmt. En nóg um það.
Hér gerist svo sem ekki mikið. Jú við Helga fórum í bíó í kvöld (GERIST EKKI OFT). Ingunn Helga frænka mín passaði fyrir okkur á meðan og kunnum við henni allra bestu þakkir fyrir.
Við sáum myndina Fun with Dick and Jane. Jim Carrey og einhver "overreacting" leikkona með honum í aðalhlutverki. Ágætis skemmtun sko, en ég mæli ekki með því að fara á hana í bíó. Það er allt of dýrt. Bara leigja hana frekar á DVD.
Söngvarakeppnin? Tjahhh..... ekkert að gerast þar svo sem þessa helgina en næstu helgi og fram að 11. mars verður allt á fullu. Gaman að því.
Ég er að reyna að muna eitthvað fleira til að skrifa hér............... jú ég þvoði Skódann í gærkvöldi. Voða merkilegt sko, eða þannig.
Bless.
Áætlunin gegnur bara nokkuð vel, já já. Ég ek vestur í Víðigerði og til baka á hverjum degi, með mis mikið af farþegum vissulega. Ég ek um á Marcopolo rútu sem er ættuð að hluta til frá þýskalandi og að hluta til frá Brasilíu. En sögu Marcopolo rútunnar má finna (að hluta til) hér. Og hér er svo nokkuð mynd af rútu eins ég ek um á. Þessi er mjög svipuð nema á "minni rútu" er ekki hurð að aftan. Einungis að framan..... væntanlega :) Þetta eru svo sem ágætis bílar að mörgu leiti.... en vissulega ekki öllu leiti. Undirvagninn, vélbúnaður og annað "kram" er merkt Benz og þar af leiðandi ekki slæmt. En nóg um það.
Hér gerist svo sem ekki mikið. Jú við Helga fórum í bíó í kvöld (GERIST EKKI OFT). Ingunn Helga frænka mín passaði fyrir okkur á meðan og kunnum við henni allra bestu þakkir fyrir.
Við sáum myndina Fun with Dick and Jane. Jim Carrey og einhver "overreacting" leikkona með honum í aðalhlutverki. Ágætis skemmtun sko, en ég mæli ekki með því að fara á hana í bíó. Það er allt of dýrt. Bara leigja hana frekar á DVD.
Söngvarakeppnin? Tjahhh..... ekkert að gerast þar svo sem þessa helgina en næstu helgi og fram að 11. mars verður allt á fullu. Gaman að því.
Ég er að reyna að muna eitthvað fleira til að skrifa hér............... jú ég þvoði Skódann í gærkvöldi. Voða merkilegt sko, eða þannig.
Bless.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)