29 mars 2005

Ég get nú heldur betur sagt ykkur eitt.
Ég gerði mér lítið fyrir í gær og réðist ekki á garðinn þar sem hann lægstur ku vera. Ég labbaði mér upp á Kárahnjúk sem hefur hæðst punkt í rúmlega 800 metrum yfir sjávarmáli.
Hér getur að líta myndir sem ég tók þarna upp.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.Útskýringar: Á fyrstu myndinni er klöpp sem stendur eins og tindur upp úr berginu í hnjúknum..... eða eitthvað.
Á mynd tvö er drottning allra fjalla á Íslandi, sjálf Herðubreið.
Á þriðju myndinni er ég að sýna ykkur vega/gatnakerfið hér uppfrá. ÉG segi nú bara Kópavogur hvað?

Spakmæli:
Ef garðurinn er of hár þar sem ráðast skal fyrst á hann er sennilega betra að ráðast ekki á hann fyrr en hann lækkar niður í þá hæð sem maður telur sig geta ráðist á hann án slysa og móðgana í beggja garð.

27 mars 2005

Ritað frá Kárahnjúkum

Hér er ekkert að gerast. Þ.e.a.s. það er engin vinna hér í dag nema að það fóru fjórar rútur á EGS. Ég varð fyrir þeirri dásemdar lukku að þurfa EKKI að fara þangað..... sem er mjög gott, eins og Ísleifur segir alltaf en ég nýt þess í staðinn að hanga hér uppí MAIN CAMP og háma í mig páskaeggið sem ég keypti mér í gær í Kaupfélagi Kárahnjúka.
Reyndar fékk ég páskaegg númer 3 frá minni heittelskuðu með mér hingað upp eftir en þar sem ég kláraði það í fyrradag þá keypti ég mér annað númer 4. Voða gott egg sko.

Nú er það komið á hreint að Jón Þór sem ég held alveg pottþétt að sé Helgason, ætlar að vera hljóðmaður á söngvarakeppninni. En Jón Þór þessi er bróði hins ljómandi ágæta MUNDA sem allir þekkja sennilega betur sem YFIRZETOR. Gefum þeim bræðrum mörg góð klöpp, eins og Ómar Ragnarsson segir alltaf.

Og hér mun ég taka upp spakmælin aftur. Þau gömlu er hægt að finna á gamla blogginu mínu

Spakmæli páskanna 2005:
Páskar, kattarnafn framtíðarinnar. Ekki svo slæmt en nefnifallið er betra hvað það varðar í þágufalli.

16 mars 2005

Hæ hó.

Svona rétt áður en ég fer að vinna aftur.
Ég verð EKKI með fartölvuna í næsta úthaldi, eða næsta hálfa mánuðinn vegna mikillrar vinnu hjá Helgu, sem þarf einmitt að nota tölvuna. Svo að það verður eitthvað lítið hangið á MSN eða lítið bloggað.
En það er lítið að gerast núna hjá mér en allt brjálað hjá Helgu. Fullt af verkefnum í gangi í skólanum og fullt af einhverju öðru líka. ítölskunámskeið og fiðlutímar. Ég var spurður að því um daginn af Inga Svani vinnufélaga mínum hvort hún væri á ítölskunámskeiðinu svo hún gæti talað við mig þegar ég kem niður úr Kárahnjúkum. En það er nún ekki svo. Ég hef engann áhuga á að læra ítölsku. Ekki í bráð allavega.

Er ekki stemming fyrir söngvarakeppninni? Fannst ykkur æfingin ekki ganga bara ágætlega um helgina seinust. (Beint að þeim sem voru á æfingunni)

Bless kless.

14 mars 2005

Smá Blogg.

Það er réttast að blogga smá blogg.
Það voru æfingar seinustu helgi á Hvammstanga fyrir söngvarakeppnina sem verður 9. apríl næstkomandi, eins og fréttastofa RUV segir alltaf. Æfingarnar gengu bara þónokkuð vel og magnað að sjá hvað sumir af keppendunum hafa valið sér góð lög. En duga má ef betur skal, eins og máltækið segir ekki.
Svo tekur við vinna á fimmtudaginn næsta og svo frí aftur frá 31. mars til 11. apríl. Árni vinnufélagi minn, sem er bróðir Sollu og mágur Gústa Jak, ætlar að vinna fyrir mig þessa fjóra daga sem ég verð í fríi.
Og Jón á Ósi var að fá sér nýjan bíl. DODGE RAM auðvitað árg. 2004. Snilldar bíll sko. Gaman að því.

03 mars 2005

Já ég gleymdi því að við Hinrik Elvar fórum í smá bíl/labbitúr um daginn í hrikalega góða veðrinu þann 22. febrúar síðastliðinn. Ef þið viljið skoða myndir af því þá eru þær hérna.
Njótið.

01 mars 2005

Jahérna hér. Ég segi nú bara eins og Ingunn systir: ............ ég man ekkert hvað hún segir en ég rakst á bloggsíðun hennar fyrir tilviljun. Sennilega af því að hún er nýbúin að setja það á MSN-ið sitt. Takk fyrir að láta mig vita Ingunn :) En slóðin inn á þessa síðu er sem sagt hérna. Það er að segja www.blog.central.is/tjampi.
EN hún er sem sagt að fara, ásamt einhverri vinkonu sinni sem ég veit ekkert hver er, í einhverja rétt rúmlega helgarferð til Brandararíkjanna af því að hún var svo klár að vinna EAS keppnina í sínum flokki og ég er rosalega mikið stolltur af henni.

Davíð (al)heimsmokari sem vinnur hérna við Kárahnjúka er algjör gítarsnillingur, bassaleikari með meiru og orgelleikari. Hann var að tala við mig um að koma að spila með sér blues af því að hann fann einhverja blökkukonu sem er víst mikil bluessöngkona. Það verður gaman að vita hvort f þessu verður og JEEEESSSSSSSSSSSS hvað ég væri til í það :)

Meira seinna.