Radio PSB

06 september 2014

Lambeyrardalur


Það er dálítið skemmtilegur slóði sem hægt er að aka í Eskifirði. Hann liggur frá Bankabrekku og upp í Lambeyrardal sem er einhvers konar skál ofan við bæinn. 
Þar uppfrá er eitt af þremur vatnsbólum fyrir Eskifjörð. Ég skutlaðist þetta á hjólinu, rígmontinn, en ástæða til þess er svo sem ekki mikil því þangað upp segist einn íbúi Eskifjarðar hafa farið á Subaru Impreza bifreið sinni.
Þó ég hafi trölla trú á Subaru bílum yfirleitt þá trú ég ekki þessari frásögn hans.
En ég verð eiginlega að fara aftur upp því ég gleymdi að trakka leiðina með Wikiloc eða My Tracks öppunum í símanum mínum, og er þó með bæði til staðar.

En hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

 Hér sést yfir Eskifjörð.

 Séð út Eskifjörð og út á Reyðarfjörð, Hólmaborg og Vattarnes.

 Hér er svo vatnsbólið í Lambeyrardal.

 Svartafjall.

 Vatnsskúr :-)

 Hólmatindur og sólin í gosmistrinu ættuðu frá Holuhrauni.

Panorama yfir Eskifjörð.



Og eitt vídeó frá fossi einum í Ljósá.