29 febrúar 2004

:.:SKOT SKOT SKOT:.:

Nú vegna þess hvað ég er minnugur þá langar mig til að deila því með ykkur að ég er að fara með Silla suður næstu helgi. Það verður fyrsta svona lengra ferðalagið okkar saman í ca 16 ár. Seinast fórum við í langferð saman í Skólalúðrarsveitaferðalag suður um höfin. Minnir mig. En eins og margir vita, vonandi það fólk sem við erum að fara að spila fyrir allavega, er The Zetors að fara að spila í ammæli í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar sem Einar Páll á Bjargshóli átti einu sinni heima. Svo þetta verður bara gaman. Þá er bara að reyna að semja við einhvern sem á amerískann pallbíl til að Lána/leigja okkur félugunum (mér, Silla og Munda)svo við komumst með allt dótið okkar suður og norður aftur. Ég á nú ágætis systur en hún á assó pikk öpp bíla af F.ixed O.r R.epaired D.aily gerð.

Og Hobbita nafnið mitt er: Dínendal Nénharma

já já.....

28 febrúar 2004

:.:Fyrsta æfingin:.:

Henni var að ljúka. Allir þeir sem komu vorum bara ágætir. Þ.e.a.s. það gekk alltsaman frekar vel og bla bla bla. Guðrún Ósk söng lagið sitt sem ég man ekki hvað heitir, Tommi söng lagið sitt sem ég man ekki heldur hvað heitir. Svo komu þær Imba og Freyja. Þær sungu eitthvað lag og Brynja Ósk söng Black Velvet. Kjartan Sveins söng eitthvað mígulag, og hún stelpan á Kárastöðum söng eitthvað lag líka. Svo komu örugglega fleiri og sungu einhver lög. Ég man þetta bara ekki alveg nógu vel til þessa að deila því nákvæmlega með ykkur.

Bless bless bless...........

24 febrúar 2004

:.:Duga eða drattast:.:

Helgin seinasta. Ég veit það ekki. Ég var að spila alla helgina. Byrjaði á Bl.ósi kl ca 23:20-01:10
Það var ekki leiðinlegt. Við fengum meira að segja að spila með Idol stjörnunni henni Ardísi. Eða kannski frekar, hún varð svo heppin að fá að syngja með okkur.
Svo var æfing á laugardaginn. Svona foræfing fyrir æfingar söngvarakeppninnar.
Um kvöld laugardags spiluðum við Einar bróðir inní Staðarflöt fyrir Lóuþrælana þar sem þeir voru með árshátíð. Voða gaman og Kjartan og Anna María Sjopps voru alveg undrandi á því að við Einar gætum verið bræður, ef ég hef skilið hana rétt.
Og á sunnudag var "foræft" meira fyrir söngvarakeppnina. Svaka gaman.
Næstu helgi hefjast svo æfingar með söngvurunum sem ætla að taka þátt í keppninni.

Og eins og Silli segir í lok bloggs:
Og hvað?

22 febrúar 2004

:.:Ægir frægur???:.:

Jú hann Ægir Pé er að slá um sig heldur betur kvikmyndageiranum
Nú er hann bara rétt við heimsfrægðar þröskuldinn eins og sést á þessari mynd. Stærri mynd
Nýjustu fregnir herma að Ægir sé kominn á fullt við handrita skrif fyrir fimmtu mynd.

21 febrúar 2004

:.:Ball á Blönduósi:.:

Það var ekki svo slæmt þetta ballstikki. Við vorum í góðum gír á ballinu og skemmtum fólkinu sýndist mér vel.
Það voru einhverjir fjórir strákar sem spiluðu frumsamið efni áður en við byrjuðum og trommarinn hjá þeim......
munið þið eftir dýra í Prúðuleikurunum? Þessi var svipaður, bara soldið mikið actívari.
Nú erum við að fara að æfa okkur að spila lögin fyrir söngvarakeppnina svo við getum spilað þau frekar lýtalaust þegar æfingar með söngvurum byrja. Og ég er sammála Munda, það þarf ekkert að hafa greini á eftir orðum þar sem greinir(inn) á við. Eða já.

En nú er ég að spá í að hringja í Hinna og fá hann út með mér að skjóta eitthvað.

20 febrúar 2004

:.:Vinna:.:

Það er sagt að vinnan göfgi manninn. Á það líka við á 600 kall á tímann????
Er það kannski maðurinn sem göfgar vinnuna í því tilfelli???

18 febrúar 2004

:.:Samsæri:.:

Ekki veit hvað er í gangi en ég held að það sé samsæri hjá Silla gegn mér. Ég get bara ekki með NOKKRU MÓTI KOMMENTAÐ HJÁ HONUM. Silli. Ég skal LOFA að hafa ekki fleiri en tveggja línu komment, bara ef þú hleypir mér að

:.:Enn eitt barnið (hvenær lýkur þessu):.:

Komi? þið sæl.
Í þættinum í dag verður fjallað um hvernig "tunglgöngumenn" framtíðarinnar kami til með að snúa vörn í sókn og læra að ganga á mars. Einnig verður fjallað um nýja tegund GSM síma, en nú er GSM símaframleiðandinn NOKIA að undirbúa markaðssetningu á svokölluðum "fjölhæfnisnotendaogþægindavenjusíma" sem á að taka yfir alla þá tölvunotkun sem er í gangi víðsvegar um heiminn.

EN eins og flestir vita sem eitthvað fylgjast með er Brynja Ósk loksins búin að eiga sitt fyrsta barn. Ég vil óska öllum ættingjum og vinum hennar, Regínu mömmu hennar, Víði pabba hennar og Katrínu systur hennar, Níelsi og fjölskyldu á Fremri Fitjum hjartanlega til hamingju með stúlkurnar tvær(Brynju og þá nýfæddu).

15 febrúar 2004

:::ALLT ORÐIÐ FULLT:::

ÉG vildi bara benda ykkur á að það er allt orðið fullt í söngvarakeppnina. Og Tommi, þú ert með. 20 lög skráð til leiks og rúmlega 30 söngvarar koma til með að syngja. Þið megið fara að æfa ykkur að syngja, þið sem ætlið að taka þátt og þeir sem ætla að vera í salnum að fylgjast með keppninni mega fara að æfa sig í klappi og fagnaðarlátum

Mikið væri ég til í að eiga sex strengja bassa. Er ekki einhver til í að gefa mér einn?

14 febrúar 2004

:::Darrara:::

Alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt.
Ég var að tala við konu í Húnaþingi vestra. Hún tjáði mér að Kirkjukór Melstaðarkirkju væri að spöggulera í að takka þátt í söngvarakepni Húnaþings vestra. Væri það ekki bara gaman?

Og það er komið vor. Allavega fram að næsta frosti.

12 febrúar 2004

:::VINNUVÉLARÉTTINDI:::

Já sælir/ar.
Mér hafðist það af. Og með réttindi núna á helling af allskonar jarðvinnutækjum. Til dæmis stunguskóflu og hrífu

11 febrúar 2004

:::PAYLOADER:::

Óskið mér góðs gengis.
Ég er að fara í próf á Payloader. Það á reyndar ekki að vera eitt einasta mál. Lyfta upp og síga niður. Skrapa smá svell og moka smá snjó. Eyþór hjá Vinnueftirliti Ríkisins ætlar að koma og horfa á mig leika mér í snjóskafli. Það verður vonandi bara gaman. Þá er bara eftir að taka próf á skurðgröfu og svo mótorhjólið. Hmm.... hvort ætti ég að taka fyrst???? Ætli ég fara ekki bara á valtarann næst

07 febrúar 2004

:::Flott blogg:::

Já sumir hafa greinilega meira að gera en aðrir í að blogga blogg máðarins. Annars er þetta góð æfing í að læra dulmál og svoleiðis lagað. En það er hægt að fá forrit á Netinu sem heitir Rafastugl Encoder og er hægt að sækja það hér.
En í kvöld gerist það. TVÖ ÞORRABLÓT Á SAMA STAÐNUM......... eða nálgæt hvoru öðru allavega. Vegna fannfergis og kafaldsbils var blótinu á Lörrbakka frestað og verður haldið í kvöld. Hljómsveitin þar verður ekki af ........... endanum. Meira um það eftir þorrablót á Blogginu hans Hinna :D
En aftur til framtíðar.
Bless.

06 febrúar 2004

:::Brjálað veður:::

Það er bara klikkað veður um allt norðurland er sagt. Og þvílíkur munur að vera hér í Skarðshlíðinni en Drekagilinu. Þetta hús er allavega fokhelt. Þ.e.a.s. það hvín ekki eins mikið í lausu fögunum hérna eins og á hinum saðnum. Og hana nú.
En á morgun ætla ég að fara út og míga í snjóinn Það verður gaman.

ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ ATHUGIÐ
Þetta hér til hægri----------------------------------------->>>>>>>>>>>>>>>
:::Þjóðarátak:::

Ég er virkilega að spá í það. "Snjó í sjó". Eða kannski bara ekki.
ÉG var sem sagt úti að burra áðan á gamallri Scaniu 111 eitthvað turbo intercooler að aka snjó í sjó.
Svo er ég sammála Brynju bollubombu með FM957 (REPEAT) stöðina. Hún er allt í lagi í svona klukktíma en svo eftir það er hún ekki eins skemmtileg.

Bless núna.

05 febrúar 2004

:::Akureyri:::

Sko. Ég var að pæla. Ef að Akureyri væri að keppa í handbolta þá er ég viss um að hún (Akureyrin) væri löngu lööööööngu búin að fá rauða spjaldið og væri komin í 100 vikna leikbann vegna ruðninga. Það eru snjóruðningar gjörsamlega út um allt. Af hverju í ósköpunum er þessu ekki ekið í sjóinn? Ég bara spyr.
Það er ekki alveg víst að við komumst vestur um helgina næstu til að fara á þorrblótið á HVT. Hinrik er nefnilega með kvef sem ágerist með hvurri klukkustundinni. Það kemur allt í ljós á morgun. OG það er MJÖÖÖÖG GAMAN AÐ VERA MEÐ ÞRÁÐLAUST NETSAMBAND en ekki þetta óstöðuga samband sem var7er í Drekagili og mann langaði mest að
Ekkert meir núna.

03 febrúar 2004

Ái. Ég meiddi mig í stóru tána áðan. Það var ekkert voðalega gott.
:::Og ég líka:::



Og þetta eru lönd sem ég hef komið til.

Við erum komin með ADSL en ekkil einhverja leiðinda LAN tengingu sem er í lagi annað slagið en ekki hitt slagið. SVO GOTT.
Og þá er bara að fara að taka upp úr seinustu kössunum. GAMAN GAMAN.

01 febrúar 2004

Meira um flutninga

Eftirtaldir aðilar studdu gerð flutninganna í gær:
Iddi (Sigurður Árni Karelsson), fyrir þá sem vantar ráðleggingar um trukkakeðjur.
Jón Ingi Einarsson, þar sem grínið er ávalt skammt undan.
Tomas Barry, mælir með Súmóæfingum og snjóbretti.
Ingi Þór Garðarsson, gerir við bifreiðar á augabragði.
Skeljungur hf. (í eigi KB banka (lánaði mér Akureyríska kassabílinn)), þar sem fólk er olía.... eða eitthvað.

Búið er að skrúfa saman sófasettið og hillusamstæðuna. Við vorum alveg að fara að hringja í Hannes Pé af því að við mundum ekki hvernig hún átti að standa saman en þetta reddaðist allt.

Svo er bara að taka upp úr kössum.