25 janúar 2005

Jæja. Þar sem að heilinn í mér er ekki að skila neinum hugmyndum um næsta eftirhermubloggara er ég búinn að ákveða að hætta þessu bulli. Stutt gaman, en gaman meðan varði.

En nú get ég sagt ykkur fréttir..... ég er reyndar ekki alveg búinn að ákveða hvernig ég ætla að segja ykkur þær svo það bíður betri tíma. Það verða sem sagt smávægilegar breytingar í söngvarakeppninni. Eða eins og maðurinn sagði þegar hann var búinn á klósettinu: "Maður kemur í manns stað". EN til að teygja lopann ekki of mikið get ég sagt ykkur aftur að breytingarnar eru aðeins smásmávægilegar.

Bless á meðan.

11 janúar 2005

Og hver gæti þetta verið?

Komið þið sæl.
ÉG hef ákveð að skrifa hér sögu um ævintýri sem ég lenti í þegar ég var 3ja ára til 28 ára. Sagan er í 287 köflum og þarf ca 3 blogg fyrir hverna kafla. Innihald næstu 834 blogga hér verða sem sagt um æfi mína að miklu leiti.
Og hefst þá lesturinn.
Það var fyrir nokkuð mörgum árum að.....

Þetta er kannski of augljóst, og soldið íkt, en hvur gæti þetta verið?

Bless.

09 janúar 2005

Jæja. Hver gæti verið að blogga hér?

----Meðgönguvesen----

Já ykkar ágætasta bloggskvísa er að hugsa um hvernig meðgangan gangi fyrir sig inní manni.... eða frekar inní konu. Verð nú bara að segja að ég er ekkert spennt fyrir svoleiðis löguðu... en heldur ekkert sem segir að svoleiðis sé í grenndinni.
Fór heim á ástkæra Hvammstanga um helgina og gerði nááákvæmlega ekki neitt. Bakaði kannski smá vandræði ....með pabba..... en ekkert meir. Jú ég heimsótti Brynju bollu. GVÖÐ hvað það var gaman.

Læf gós on
Sæjonara og gúdd næt.


Giskið í kommentinu.
Og Silli. Eins og sagt er í myndinni Starsky and Hutch: Do it. DOO IT.


07 janúar 2005

Jæja. Þá er fyrsta eftirhermubloggið komið á leiðarenda. Ég vil taka það fram að ÖLL NÖFN, hvort heldur sem á við um menn, konur, lög, dýr eða eitthvað annað sem mannfólki dytti í hug að nefna einhverju nafni, eru uppspuni frá rótum og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum OG endurspegla ekki álit mitt á því sem nefnt er hér í bloggunum. (Hmm... er þetta nokkuð stolið?)
Eftir hvaða bloggara er ég að herma núna?

Ótrúlegt en satt að þá heyrði ég mannfólk tala um eitthvað... sitt lítið af hverju hefur gengið á um dagana... allavega nóg að gera.
Ég fékk hugmynd sem ég er að spá í að framkvæma ekki fyrr en síðar... ef ég hef tíma. Var að fara til Reykjavíks í morgun og sá ekki nema tvo hesta á leiðinni... var að spá í að fá mér ópal en heyrði þá lagið frútsjang með trommaranum Grellsgar... er í persónulegu ímeil sambandi við hann... ekki slæmt það.

Hvað á að gera um helgina... væri gaman að fá hugmyndir frá Broppa og Sneikku og fleirum.

Og hvað?
Góðar stundir.

Hvaða bloggari gæti verið að blogga hér?

Og ég hef skipt um lag á blogginu. Sá fyrsti sem getur upp á því hvað lagið heitir og eftir hvern það er fær verðlaun.
Lagið er futt hér af hljómsveitinni Götusmiðir og sungið af Bergsveini Arilíussyni.

Okei bæ.

06 janúar 2005

Ég hef tekið ákvörðun.
Næstu blogg hjá mér verða með þeim hætti að ég ætla að herma/líkja eftir bloggum annara. Þ.e.a.s. ég ætla að reyna að stæla ritmennsku og áherslur ákveðinna persona sem blogga (ó)reglulega hér í bloggheimum. Svo er ykkar að geta upp á eftir hverjum er verið að herma. Bráðum kemur upp, hér hægra megin á síðunni, listi yfir þá sem þetta gæti átt við um. Maður verður nú að taka þátt í þessum fjölbreytileika sem Mundi hefur komið af stað hér, já og Silli ljóðabálkur.

Mikið ROOOOOOSALEGA var ég heppinn í dag. Það kom þota til Egilsstaða með um 200 útlendinga sem eru að fara í vinnu (aftur, sumir eru að koma heiman að úr fríi) við Kárahnjúka. Takk Gunni frændi minn sem lánaði okkur Krúserinn sinn til að sækja græjurnar á Skagaströnd á seinasta ári.... Þeir voru sem sagt sóttir nú í kvöld en vélin átti að lenda klukka 19:40. Málið er að ég fór ekki í þetta ferðalag, sem er mjög gott. Takk Gunni frændi minn sem lánaði okkur Krúserinn sinn til að sækja græjurnar á Skagaströnd á seinasta ári.... En ég var að koma heim áðan eftir flugferð frá EGS-REK-AEY. Fínt það sko.

Og Silli, FORD stendur fyrir: Found On Road, Dead eða Fixed Or Repaired Daily eða Find Other Race Driver.... eða bara eitthvað sem þú vilt.

Og eitt enn. Af því að Helga er að segja frá samræðum hennar við Marek þá verð ég að segja frá því þegar ég sótti hann í leikskólann núna einhvertíman í nóvember 2004. Þegar ég var búinn að spenna hann í beltið í bílnum og var á leiðinni í bílstjórasætið, þá opnaði hann hurðina og náði ekki í handfangið á henni til að loka henni aftur. Ég sagði við hann: "Marek minn, vertu nú ekki að fikta svona í hurðinni, fiktrassgatið þitt". Þá svaraði hann: "En ég er ekkert fiskrassgat".

Takk og bless.