04 mars 2009

"Afsakið, en tæknimaðurinn er eitthvað að stríða okkur"

Jú jú.
Eða eins og Steinn Ármann sagði í einum Limbóþættinum fyrir mörgum árum.
En málið er að nokkrar af myndunum við bloggin hér að neðan hafa horfið.
Það hefur sennilega einhver stolið myndunum mínum. Fuss og svei bara.
Ég ætla nú ekkert með þetta í lögregluna en ég er búinn að skrifa þeim hjá gúggl (google) og þeir ætla að skoða málið og reyna að finna myndirnar aftur.
Þetta er nú meira ruglið. En þið afsakið vonandi, vona ég.

Reyndar er alltaf hægt að skoða myndirnar inni á en ég vil benda á að ég á þessar myndir... sem þýðir að til þess að fá afrit af þeim þarf að tala við mig, samkvæmt höfundarréttarlögum.

Kveðja,
Palli.