Radio PSB

30 janúar 2004

Flutningar...

Já. Þeir ganga ágætlega. Ég var að hjálpa Sollu og Gústa að flytja í kvöld. Þau voru sem sagt að fara í nýju fínu íbúðina sína sem er við Oddeyrargötu nr. ??. Og svo taka við flutningar hjá okkur á morgun frá Drekagili til Skarðshlíðar. Það ætti að ganga fljótt fyrir sig því að Helga er búin að skipuleggja allt svo ROSALEGA vel. Ég er búinn að fá manskap til að flytja með okkur á morgun. Þeir Jón Ingi frændi minn, Ingi Þór, Iddi Shellari og sennilega kemur maðurinn sem er frá sama landi og Bono líka. hann heitir Tomas Barry (maðurinn hennar Ingunnar Helgu frænku). Helga er búin að fá einhverjar kellingar í að þrífa með sér á morgun. Þær heita held ég SiggaHreinsÁtríðurÞuríðurAsía og sennilega kemur einhver ein enn. Saman ganga þær undir nafninu "FUGLABJARGIÐ". Svo ætlum við að halda innflutningspartýið í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 27. mars næstkomandi með miklum tónleikum og skemmtilegum uppákonum :-) frá Landsanum (Það skilur þetta sennilega enginn ennþá nema RB frænka). Allir velkomnir þangað gegn greiðslu inn í húsið.
Take care now, bye bye then.

28 janúar 2004

Og nú fara flutningar að hefjast. Já við erum sem sagt að flytja úr Drekagilinu og föum í Skarðshlíð 2d. Þeir sem hafa ekkert að gera á föstudag og laugardag meiga alveg koma og hjálpa okkur að bera hluti :-) eða að "gerast "burðardýr".
Reyndar er ég búinn að fá allavega þrjá til að bera hluti þannig að það er varla pláss fyrir fleiri. En allir eru samt velkomnir.

27 janúar 2004

Skrítið þetta með kommentin. Stundum eru þau inni og stundum ekki
Hvað í fjandanum er að????

25 janúar 2004

Svona til smá fróðleiks.
Helga er komin með aðra síðu á Netið. Þessi síða tengist Háskólanum á Akureyri. Hér getið þið skoðað síðuna. ENn ég vil taka það fram að hárið á henni núna, er ekki eins og það er á myndinni. Hmmm.
Nú það er kominn sunnudagur já.
Eins og sést á blogginu hans Silla þá var hann að fá sér alvöru dót í tölvuna sína og getur spilað Need For Speed "Underground" hikstalaust og ÞAÐ ER SENNILEGA MJÖG GAMAN. Eins held ég að leikurinn Mafia (sem Silli fékk að prófa í tölvunni minni í seinustu viku) sé FRÁBÆR hjá honum. Silli, ég hlakka til að koma í heimsókn til þín.

23 janúar 2004

Og nú er bara að bíða og sjá hvursu margir skrá sig í sönhvarakeppnina sem verður 27. mars n.k. En allavega eru þónokkrir búnir að skrá sig og bla bla bla.
Hei. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið. Allir á skíði.

22 janúar 2004

Þá er það frá!
Söngvarakeppni krakkanna er þá lokið.
Úrslitin liggja fyrir..

Yngri flokkur:
1. Fríða Marý Halldórsdóttir, með lagið "Við saman" með Hljómum.
2. Kolbrún Arna Björnsdóttir, með lagið "Fjöllin hafa vakað" með Egó.
3. Þorvaldur Helgi Jóhannsson, með lagið "Á nýjum stað" með Sálinni.

Eldri flokkur:
1. Kristinn Rúnar Víglundsson, með lagið "Higher" eftir þá slúbberta í hljónstinni Djett blakk Djó.
2. Ragnheiður Soffía Georgsdóttir, með lagið "Svört sól" frá þeim bösturðum í Sóldöggvu
3. Sylvía Hera Skúladóttir, sem flutti Eurovisionsmellinn "Come back" sem hún Jennifer Garlick söng einu sinni.

Hljómsveitin fékk mikið og gott lof fyrir flutning laga í keppninni og erum við Silli, Ella og Joe hæst ánægð með hrósið OG það sem við gerðum fyrir keppendur og hæstbjóðendur.

Sæl að sinni.

20 janúar 2004

Sælt fólk. Hér sit ég í stól heima hjá Bjarna og Öddu með fartölvuna í kjöltunni og með gemsann við hliðina á mér sem módem og er að blogga. Ó hvað lífið er þægilegt svona á snúrra............. eða hvernig það er er skrifað í fleirtölu.

Svo var seinasta æfing fyrir söngvarakeppni í dag. Krakkarnir eru orðnir þrælklárir á lögunum, og svipaða sögu má segja um hljómsveitina. Og EKKI spyrja hvaða krakkar eru sigurstranglegastir eða hverjir vinna keppnina. Ég hef ekki hugmynd um það en ég skal láta ykkur vita annað kvöld eða á fimmtudaginn hvernig þetta allt fer.

En svo hef ég eina spurningu í lokin. Hver þorir að veðja upp á það að Sigrún Dögg guggni á að HÆTTA VIÐ að syngja á söngvarakeppninni??? (Já það hefði verið hægt að orða þessa spurningu öðruvísi. Satt er það)
Bless fólk.

19 janúar 2004

Brynja vann.

Já það varð hún Brynja bolla á Bakkanum sem varð gestur númer 1000 á bloggsíðunni minni. Til hamingju Brynja. Í verðlaun er: Snjóskafl af stærðinni XXL sem hægt er að nálgast á Heggstaðanesfjallgarði í svokölluðu Hrauni. Það er skafl á stærð við björgunarsveitarbíl svo að þú verður að hafa með þér kerrur til að ná í hann.

Æfingin fyrir söngvarakeppni krakkann í GrunnskólaHúnaþingsVestra var haldin í dag fyrir þau yngri en þau eldri munu æfa í kvöld klukkan 21:00. Allt gengur samkvæmt breyttri áætlun og verður gaman að sjá og heyra hvernig keppnin fer.

Svo eftir fyrri æfinguna var haldin brandarakeppni í sjoppunni milli þess sem menn tróðu pulsum í sig. Að keppninni stóðu, ÉG, Silli, Gummi á Ósi og Handsome Joe. Ennþá er spurning um það hver vann keppnina.

Meira seinna.

18 janúar 2004

Bessastaðir :)
ÉG er kominn þangað og var tvo tíma og 15 mínútur á leiðinni þangað á ofur Súkkunni hennar Röggu frænku. Fljúgandi hálka og þessháttar var allaleiðina og voða gaman. Svo sá ég tunglið
Það var gaman.
Og á morgun (hélt reyndar að það ætti að byrja í dag) hefjast æfingar aftur fyrir söngvarakeppni GrunnskólaHúnaþingsvestra krakkana sem haldin var 16. janúar en verður samt þann 21 ján á miðv.d. næsta bara út af Idolkeppninni á Stoddy dvö. Og reyndar út af veðri líka.
Meira seinna

17 janúar 2004

Svo verð ég að bita inn einni mynd af Hinna sem ég fann í tölvunni hjá mér :-) Skondið
Og það snjóar og snjóar hér á Akureyri eins og á fleirum stöðum á landinu sennilega. Hér sést hva það hefur snjóað mikið í nótt. Runólfur gamli alveg á bólakafi í snjó. Eða næstum því.



Og löggan var eitthvað að láta sjós sín skína á Glerárgötunni.



Það hafa 20 stórsöngvarar skráð sig til leiks á söngvarakeppnina sem verður á Hvammstanga þann 27. mars næstkomandi. Keppnin verður takmörkuð við 20 lög og eru 13 lög komin á lista. 7 eru sem sagt eftir og fer hvur að verða síðastur til að ná inn í kepnina.

Bloggið hennar Helgu er víst orðið nokkuð flott. Best að gá.
Já og þá er þessar Idol stjörnuleit loksins lokið. Og Kalli Bjarni bara vann.
Sem er alveg í lagi. Allavega finnst mér hann vera búinn að vinna rækilega fyrir því. Auðvitað vildu margir að Anna Katrín hefði unnið, eða Jón, nú eða Ardís............... NEI ÆTLI ÞAÐ. Svona er þetta bara.

16 janúar 2004

Sko. ÉG var að pæla. Fyrir á sem eru að hugsa um að syngja í söngvarakeppninni og finna ekki nein lög, þá er til aðferð við að finna þau. Með því að fara inn á heimasíðu MUSICMATCH og sækja þar "basic" útgáfuna af spilaranum. þessi spilari hefur svipaða virkni og Windows Media spilarinn en hefur þann kost fram yfir að þarna getur maður leitað að lögum eftir flytjendum í 80's playlista. Algjör snilld sá a tarna. Annars er ekkert mikið að frétta.
Ok bæ.

15 janúar 2004

Halló. Ég heiti Hinrik Elvar og er orðinn rúmlega sjö og hálfs mánað gamall. Ég er farinn að tala á fullu. Kann til dæmis að segja: blða blða blða og ba ba babbabbabba baaaa. Svo er ég alveg að fara að skríða á fjórum fótum. Er farinn að draga mig áfram á höndunum og næ þar af leiðandi í vídeóspólurnar léttileg, öllum öðrum á heimilinu til mikillrar ánægju....... eða ekki. Hann Hinrik (á neðri myndinni) Þór nafni minn heitir líka Hinrik og er svo skrítinn og fyndinn. Alveg svakalega. Hinrik ElvarHinrik Þór

SKO.

Þannig að nú er komið nýtt útlit á síðuna og ekkert við því að gera. Það er hægt að skrá sig í söngvarakeppnina hér á blogginu með því að smella á póstlinkana hér hægramegin neðarlega. Söngvarakeppnin verður haldin þann 27. maí.

14 janúar 2004

Það eru enn að bætast nýjir bloggarar í Bloggheima. Helga og Sigga er skólasystur í Háskólanum á Akureyri og eru komnar á lista hér hægra megin. Endilega smellið á þær og sjáið hvað þær hafa lítið að segja :)
En það er komið kommentakerfi á hjá mér svo nú getið þið byrjað að rífa kjaft við mig aftur.

Hilsen.

12 janúar 2004

LOKSINS.
Já það er komið að því. Myndir af Zetora gigginu.
. . . . . . . . . . . ::::::VESGÚ:::::: . . . . . . . . . . . . . .

En ég vil benda á fleiri myndir á síðu ðE Zetors.

11 janúar 2004

HANNES.

HVAÐ ER AÐ BLOGGINU ÞÍNU?????????????
Á EKKERT AÐ GERA VIÐ ÞETTA MAÐUR??????????????

10 janúar 2004

Þetta er FRÁBÆRT :)
Ég er uppá Vatnsskarði (við sýslumörk A-hún og Skagafj. sýslna) með fartölvuna og GSM síma að vopni og er að blogga. Þetta er GAMAN. Ég er sem sagt á leiðinni austur á Reyri eftir fínust æfingu með Ellu, Silla og Jóa. Við vorum að æfa fyrir söngvarakeppni Grunnskólans. Allt gengur þar samkvæmt áætlun og bla bla bla. Og Hinrik, þú hefðir átt að vera með mér áðan og fyrir 5 dögum. Nú er ég búinn að sjá 2 tófur á mínum ferðum og alltaf eru þær að þvælast fyrir mér.
Vegna fjölda áskoranna fara mjög fljótlega að byrtast myndir á vefnum frá Zetorakvöldinu skemmtilega sem haldið var á seinasta ári á Gunnuk................ já það vita allir hvar það var haldið. Það þarf bara aðeins að lagfæra þær til fyrst svo að Brynja og Katrín (og hinir sem ekki hafa hraðvirka tengingu) verði ekki ár og aldir að nálgast myndirnar. Ég veit reyndar ekkeert hvort þær eru með hraða eða hæga tengingu.
Nú ætla ég að halda áfram að aka til Akureyrisssssss. Ég verð nefnilega að drífa mig áður en bensínið á bílnum verður búið. HA HA HA. Takk fyrir daginn Silli og Jói. Og AKKÚRAT NÚNA ER VERIÐ AÐ SPILA LAGIÐ SVÖRT SÓL Á FM957 Silli. Hlustaðu á Netinu :-)
Bleeeeeeeeee.

08 janúar 2004

Við Helga mín fórum áðan á Lord of the Ring myndina. Vitið þið hvaða mynd það er? Ef ekki.......... þá er eitthvað að hjá ykkur :)
Þetta er fínasta mynd en hún er eins og margir hafa sennilega talað mikið um, ALLT OF LÖNG. En það gerir ekkert til. Á meðan myndinni stóð drakk ég 1 líter af Sprite, 1/2 líter af Fanta, borðaði miðstærð af poppi, einn stórann draum (þó ekki ROSA draum) og hálfa Toblerone lengju á móti Helgu. Sennilega mjög margar hitaeiningar.
Og þá er bara að fara í VONANDI seinustu ferðina suður hjá firmanu LH flutningar á morgun og til baka á föstudag. Vantar einhvern far?
Gú natt.

06 janúar 2004

DJÖ MAR.......

Nú er ég brjál. Þið vitið væntanlega öll hvað það er vont að snúa á sér öklann. Þá vitið þið líka hvernig mér líður núna í vinstri löppinni. Mér er frekar MIKIÐ illt. Ég var sem sagt að brölta út úr vörubílnum í Vörmuhlíð rétt fyrir miðnættið í gær, rann til á hálkubletti með vinstri löppina framfyrir/undir framdekkið á bílnum og allt í vesen. Nú geng ég um á hægri löppinni og dreg þá vinstri á eftir mér.
Svona er lífið.

04 janúar 2004

Það er FRÁBÆRT að vera kominn heim. Annars var alls ekki leiðinlegt að vera í Húnþingi vestra um jólin. Það var reyndar aðeins brjála að gera í tónlistinni sem er bara mjög gott. Og ég vil minna á að nú er alveg kominn tími til þess að skrá sig í söngvarakeppnina sem verður 27.mars næstkomandi. Það er hægt að skrá sig í netfanginu mínu eða í netfanginu hennar Helgu.
Og svona til gamans má geta þess að Hinni Stinni er alltaf með eitthvað fyndið á sínu skemmtilega bloggi.

01 janúar 2004

Jólin og áramótin.

Já þetta er allt að verða búið.
Jólin, Zetoraballið (æfingin), áramótin, áramótaballið og meira að segja mömmukökurnar hennar mömmu eru líka að verða búnar. Sennilega er það nú (þetta með kökurnar) mér að kenna vegna þessa að mér finnast mömmukökurnar hennar mömmu minnar langbestu mömmukökur í heimi. MÖÖÖÖÖÖ.

Já. Talandi um áramótaballið. Silli var......... já he he he. Og Brynja og Katrín voru líka....... he he he he. Aðalega Katrín þó. Það voru sem sagt allir frekar mikið ........ ha ha ha ha ha he he he he og Sveinbjörg Pjé........ já og Grétar og hinir og þessir.
En það vara bara gaman :)

Og svo er bara að njóta þess sem eftir er af fríinu og nýta það til þess að borða MÖMMUKÖKUR og meiri mat og meiri mat.

Ég vil minna á Zetorasíðuna klassísku sem fer aldrei í frí.

Gleðilegt ár kæra fólk og takk fyrir gleðina yfir hátíðarnar svo og seinasta ár.