Radio PSB

20 maí 2006

Bjöggi Halldórs já. Hann tapaði víst svipað og Silvía Nótt. Í júróvisjón sko.
En ég vil benda ykkur á síðuna hans Jóns Frímanns. Ansi skemmtileg lesning þar á ferð oft á tíðum.
Reyndar er hann ekkert voðalega "sjálfstæðis-vænn" í nýjustu færslunni sinni en hann má hafa sínar skoðanir eins og aðrir.

Hér í Skarðshlíðinni stendur yfir ALLSHERJAR hreingerning fyrir júróvisjon kvöldið í kvöld. Hvað kvöldið varðar, það eina sem ég veit er að við ætlum að hafa flugslys (kjúkling) í matinn og að Gulla og Daníel ætla að koma í heimsókn. Æi það verður voða gott að fá Gullu í heimsókn líka, þá get ég kannski talað við hana um eitthvað annað en júróvisjon því það er klárt mál að Helga og Daníel verða ekki til umræðu um neitt annað. Vertu velkomin Gulla mín :)

Nú já. Ég hef ákveðið að taka aftur upp þann sniðuga lið að hafa hér á síðunni hlekk á "áhugaverða síðu dagsins" nema hvað ég blogga reyndar ekki á hverjum degi svo þessi liður kemur til með að heita "áhugarveð síða skiptisins". Málfræðingar (Líkt og Ágústa Eva, en hún er víst lærð eitthvað svoleiðis) hafa sjálfsagt eitthvað út á þessa nafngift að setja. Það er gott. En síða þessarar færslu er um ketti. Hver vill ekki lesa sig til um ketti, þau leiðinda kvikindi. O jæja. Kannski eru ekki allir kettir eins leiðinlegir og Hákon hér í Skarðshlíðinni.

Svo er bara að fara að æfa sig fyrir 10-15 júlí. Þá verður gaman. Ekki satt?

14 maí 2006


Ríkisútvarpið bíður ykkur góðan dag velkomin á fætur.
Í dag er sunnudagurinn 14. maí 2006. Veðrið á Akureyri er nokkuð gott þó að svalt sé.
Og hvað með það.

Ég hef hangið á dönskum síðum núna seinustu daga til að rifja upp dönskuna. Mig langar nefnilega í pianó og fleira. Mest hef ég þó skoðað bílasíður, eða bílasölusíður. Og ég get sagt ykkur að bíll eins og minn, Skoda Octavia diesel kostar hvorki meira né minna en 4 milljónir ISKR en hér á Íslandi kostar hann rúmlega tvær milljónir. Furðulegir þessir danir.

En nú er ég að fara af stað til Reykjavíkur á MAN rútunni, sem birtist hér að ofan, sem oft er kölluð diskórútan út af málninagrslettunum á henni.
En draumabíll og ef Gunnar Ægir lesa þetta blogg þá verður hann VOÐA VOOOOOÐA kátur.

Takk í bili og bless.

10 maí 2006

Nú styttist í sveitastjórnarkosningarnar og hvað er skemmtilegra en að skoða sveitastjórnarkosninga grín svona til að sjá fyndnu hliðina á þessu líka.

Mér finnst þetta til dæmis mjög fyndið :)
Svo eru fleiri myndir hérna.
Hvað finnst þér?

06 maí 2006

Vááá.
Það er aldeilis magnað hvað einn einstaklingur getur fengið mikið kvef.
Ég fékk einmitt eitt svoleiðis í fyrradag (á þriðjudaginn).
Það er margt skemmtilegra en það. Til dæmis að vera úti á Nurburgring brautinni
að horfa á formúlu 1 keppni eins og Gústi Dan er að gera núna. Hann er þar úti
ásamt einhverjum nokkrum félögum sínum. Ef þú vilt lesa hvað þeir hafa að segja
um ferðina þá er það hægt hér. Þeir verða á svæði sem heitir T4 og er við fyrstu
beyju brautarinnar. Ég mundi ALDREI nenna að fara í svona formúlu ferðalag. Oj bara. Nei takk. Eða hvað......

Hvað segirðu?