Nú, 6 dögum eftir að annar capituli var skrifaður og myndaður, fór ég aftur upp í Oddsskarð til að athuga með snjóalög og færð.
Skemmst er frá því að segja að töluvert margir dagar er í að fært verði þarna yfir, nema að Ari láti moka leiðina sem mér þykir harla ólíklegt.
En eitthvað hefur þó bráðnað af snjó þarna uppfrá.
Látum myndirnar tala.
Tvær efstu myndirnar eru teknar 16. júlí 2014.
Þessar tvær neðri eru teknar í dag, 21. júlí 2014.
Það er ekki mikill munur á en þó einhver.
Reyndar er orðið ágætlega fært fyrir fjórhjól upp í skarð að norðan verðu.
Það nýtti ég mér og skellti mér uppeftir og tók nokkrar myndir yfir dali og firði.
Einnig af tröllabarnaskólanum í Oddsskarði sem er hér til hliðar.
Fleiri myndir má skoða með því að smella hér.
Radio PSB
21 júlí 2014
16 júlí 2014
Snjóalög í Oddsskarði annar capituli.
Það var seinnipart dags nú í dag að ég skutlaðist á fjórhjóli mínu upp í Oddsskarð aftur.
Tilgangur þessarar ferðar var að kanna snjóalög í Oddsskarði og í þetta sinn að sunnanverðu því ekki var tími til þess í fyrri ferðinni.
Niðurstaðan er að enn síður er fært um gamla Oddsskarði veginn að sunnanverðu sökum snjóa.
Oddsskarðsgöngin er þó enn fær öllum ökutækjum.
Tilgangur þessarar ferðar var að kanna snjóalög í Oddsskarði og í þetta sinn að sunnanverðu því ekki var tími til þess í fyrri ferðinni.
Niðurstaðan er að enn síður er fært um gamla Oddsskarði veginn að sunnanverðu sökum snjóa.
Oddsskarðsgöngin er þó enn fær öllum ökutækjum.
Fyrir þá sem fýsir í göngutúr um fjalllendi Fjarðabyggðar þá er göngutúr á Svartafjall gríðarlega skemmtileg dægradvöl.
14 júlí 2014
Snjóalög í Odsskarði
Stuttur vísandarúntur var tekinn seinnipartinn í dag á Polla. Ekið var upp í Oddsskarð og snjóalög athuguð.
Eins og sést á myndunum þá er töluvert í að gamli vegurinn um Oddsskarð verði fær sökum snjóa. En göngin eru enn fær öllum gerðum farartækja.
Ef einhver veit hvað þetta er þá má skrifa komment hér að neðan.
Þessi brunnur, eða hvað ætti svo sem að kalla þetta er við gömlu leiðina upp frá Eskifirði.
Hvað þetta er hef ég ekki höggmynd um.
Fleiri myndir má sjá hér.
Eins og sést á myndunum þá er töluvert í að gamli vegurinn um Oddsskarð verði fær sökum snjóa. En göngin eru enn fær öllum gerðum farartækja.
Ef einhver veit hvað þetta er þá má skrifa komment hér að neðan.
Þessi brunnur, eða hvað ætti svo sem að kalla þetta er við gömlu leiðina upp frá Eskifirði.
Hvað þetta er hef ég ekki höggmynd um.
Fleiri myndir má sjá hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)