31 desember 2004

Gleðilegt ár........ bráðum. Ef þú ert að lesa þetta eftir að árið 2005 er gengið í garð þá virkar þetta.

Það var meira vesenið að með þetta ball á Skagaströnd þann 28. des. Það gekk fínt að spila sko.
Kashmír var sem sagt að spila þar og fengum við lánaðann FORDinn á Bessastöðum, sem er stór og stæðilegru bíll ásamt því að vera bilanagjarn. Allavega hrundi í honum vatnsdælan á leiðinni til Skagastrandar. Við komumst reyndar á leiðarenda og gátum spilað en urðum að skilja bílinn eftir. Jón ágæti á Ósi kom á Benzanum hans Gumma og náði í okkur. Skildum hljóðfærin eftir líka en Gummi og Ingibjörg náðu í þau daginn eftir. ÉG hringdi í hádeginu daginn eftir í Brimborg og pantaði dæluna, (hún kostaði ekki nema 57.269,- ISK) Addi Bálkur kom með hana norður og við Guðmundur Vilhelmsson STÓRSNILLINGUR með meiru fórum seint um kvöldið til að skipta um dæluna og koma bílnum heim.
EN takk samt fyrir lánið Guðný og Jói.

EN núna er ég á Akureyri ásamt Helgu, Marek og Hinriki. Jú, það er rétt að segja HinrikI.

Bið að heilsa.20 desember 2004

Nú er ég staddur á EGS, nánar til tekið á flugvellinum. Ég er að bíða eftir 17:25 fluginu suður til Reykjavíkur svo ég komist norður á Akureyri. Já þetta hljómar undarlega en ég flýg til Akureyrar klukkan 19:15 frá REK.
Annars eru fréttir frá Káranjúkum ekki margar, og ekki upp á marga fiskana. Sissi var reyndar að puttabrjóta sig. Hann lokaði sjálfan sig inni í lestarlúgu á rútu sem hann ætlaði að fara til EGS á í gær, þ.e.a.s. sunnudagsrúntinn. Svo hann kom bara á Krúsernum í staðinn.

En ég er sem sagt að fara heim í jólafrí og fer að vinna næst þann 2. janúar. Meira segi ég síðar í þættinum.
Bless bless.

08 desember 2004

Já á morgun er komið að því að ég fer til Kárahnjúka. Það er flogið með mig suður frá AEY til RVK kl 8:55 á morgun og svo frá RVK til EGS kl 10:30. Og eins og það er nú gaman að sitja í þessum FOKKER FRIENDSHIP flugvélum. Skárra en ó METRO rörinu sem ég fór með frá AEY til EGS í sumar. Það má horfa á þær vélar sem fljúgandi skólprör. Ömurlegar rellur. En samt hraðfleygar en FOKKERinn. Svo kem ég í frí aftur á mánudaginn 20. desember ef allt gengur samkvæmt áætlun.
OG VITIÐ ÞIÐ BARA HVAÐ. Galantinn ágæti (langlegusjúklingurinn) er kominn í gang og á víst að fara til Reykjavíkur á morgun og hingað norður á födtudag eða laugardag. Þetta var mér sagt í dag. En ég trúi því ekki fyrr en bílinn er kominn norður. Ekki að ræða það.

Men nu skal jeg go i seng.
God natt.

06 desember 2004

Nú já já.

Það er allt að verða vitlaust við Káraðahnúkana. Dinni, einn rútnabílstjórinn, er með brjósklos í baki og á að fara í aðgerð að mér skilst, Sissi annar rútnabílstjóri var á leiðinni heim til sín á fimmtudaginn var og rann útaf veginum með þeim afleiðingum að bíllinn hans valt og er mikið skemmdur en Sissi slapp nokkuð vel. Allavega keyrði hann áfram til RVK eftir að hafa fengið bílaleigubíl á Höfn. Óskar, sem VAR rútubílstjóri eins og hinir tveir, á víst ekki að mæta meir, hann bað um að komast í frí eftir að hafa verið einn dag af fjórtán á fjallinu. Hann fékk ekki frí hjá verkstjóra svo hann ákvað að fara bara sjálfur í frí. Ekki sniðugt nema maður vilji hætta sjálfur. Þannig að þetta er allt voða skrautlegt núna.

Ekkert meira í bili.
Bless.

29 nóvember 2004

Guðný systir var að búa til vefsíðu fyrir Bessastaði. Hér er hægt að fara inn á þá síðu. Einnig er "linkur" inn á síðuna efst í listanum hér til hægri.

Flott síða hjá þér Guðný mín :)

Ble.

28 nóvember 2004

Egilsstaðir......

Eins og venjulega á sunnudögum var farið til Egilsstaða í dag. Ég fór á Benzanum fullum af fólki. Þ.e.a.s. 55 manns voru í bílnum og Baldur kom á eftir mér á Scaniunni minni með ca 20 manns. Það var fljúgandi hálka á leiðinni á köflum en annars var færðin góð nokkuð. Þar sem að ég er nokkuð viss um að þið viljið ekkert vita hvað er gert á Egilsstöðum þá ætla ég ekkert að segja ykkur hvað er gert þarna á sunnudögum sko.

En hér undir á að hljóma lagið Sleðaferðin eða Sleight Ride. Þessa útgáfu spilar bassaleikari að nafni Stuart Hamm eða Stu Hamm eins og hann kýs að kalla sig. Hann er einn af þessum hljóðfæraleikurum sem er HÁLFVITI af því að hann er svo góður á hljóðfærið. En hann er samt örugglega ekki hálfviti.
Verði ykkur að góðu.

Bæ.

21 nóvember 2004

Brrrrrr......... hér er kalt.

Það hefur verið mjög kalt hér við Kárahnjúk fremri undanfarna daga, en þó ekki eins kalt og við Mývatn síðastliðna nótt en þar var ca 30 stiga frost. Ég held að frostið hafi náð mest 19 gráðum hér á fjöllum. Og vesalings (leiðinda) Portúgalarnir eru alltaf að "frísíng to deðð" eins og þeir segja þegar þeir stökkva inn í heitar rúturnar. Eins og mér sé ekki slééééétt sama. Hverjum er ekki drullu sama þó einhverjir Portúgalir drepist úr kulda.

En ég náði nokkuð góðum myndum af svæðinu hér í fyrri nótt. Ég er að reyna að setja þær inn á OFOTO síðuna.

Endilega skoðið og kommentið.

Kveðja,
Palli litli.

16 nóvember 2004

Til hamingju med nyja bìlinn Mundi og Sigrùn. Svaka fìn Toyota Touring '97. 4wd. Kvedja, Palli.

SMS blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

16. nóvember. 16.11. sextándi nóvember. sextándi 11.
Það verður afmæliskaffi og afmæliskaka (sennilega afmælisrjómaterta) og kannski afmælispönnukökur líka um þrjúleitið í Skarðshlíðinni í dag. Ástæða: Ég á víst afmæli í dag.
Hver vill koma?

Afmæliskveðja,
Palli,

14 nóvember 2004

Tónleikarnir.....
Já. Þeir eru búnir. Kláruðust klukkan 4 í nótt. Eða rétt fyrir það. Og gengu bara þónokkuð vel, finnst ykkur það ekki?

08 nóvember 2004

Það er að koma að því.... fríinu sko.

Ég er að pæla í því að fljúga suður á fimmtudaginn og freista þess að fá Galantinn aftur. En eins og svo margir vita bilaði hann 25. júlí síðastliðinn og hefur verið bilaður síðan. Hekla hf hefur hann í fórum sínum og sér um að láta gera viða hann. En COMMON..... 3 og hálfur mánuður..... bilaður bíll. Og það er ekki eins og það taki 3 og hálfan mánuð að skipta um vél í einum bíl. En ég ætla sem sagt að ná í bílinn og það er eins gott fyrir þessa menn að vera búnir að gera við hann þegar ég kem. EKKERT ANNARS... sko.

Svo eru það Sundleikarnir á Hvammstanga á laugardagskvöldið kemur. Það verður að æfa fyrir þá en það verður gert á föstudag og laugardag, ekki satt Sigrún, Aldís, Silli, Mundi, og allir hinir sem taka þátt í þessu?

Bíbí.
Eg er ekkert smà heppinn èg vann ferd til Spànar fyrir mig og tuttugu bestu vini mina àsamt 50 tùsund kròna gjaldeyri à mann! Getid thid nokkud vökvad blómin á medan?

SMS blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

04 nóvember 2004

::: Svakaleg viðbrögð :::

Þetta fann ég á netinu áðan:


Annars allt ágætt. Vika í vikufríið og mikið ROOOOOOSALEGA vona ég að við Helga fáum Galantinn GÓÐA aftur á föstudaginn eftir viku, eða þann 12. nóv. Þá er hann líka búinn að vera bilaður í tæplega 15 vikur. Það er nokkuð langur tími.

Ef einhver skilur snýjasta bloggið hans Silla þá má sá hinn sami/hin sú sama umorða það yfir á íslensku svo aðrir skilji það.

Blessssssssssssssssss.

31 október 2004

Já. Það er kominn sunnudagur eins og stendur hér fyrir ofan. Og sunnudagar eru "ferðadagar" hér í Kárahnjúkum. Þ.e.a.s. EGILSSTAÐAFERÐ :-)/:-(
Það þykir voða næs hjá útlendingunum að komast til Egilsstaða. Annars höfum við rútubílstjórarnir hér komist að því að það algengustu ensku orðin hjá þessum blessuðu verkamönnum hér eru "my friend". Ef þeir þurfa að stoppa til dæmis við ESSO stöðina eða við "personal office" (skrifstofuna) segja þeir alltaf: "Could you stop here please MY FRIEND".Við erum sem sagt farnir að kalla hvorn annan my freind, við bílstjórarnir.
Fróðleik lokið.

Ble ble.

24 október 2004

Þessa snilldar mynd er á síðunni hans Jóns Frímanns.
Síðan hans heitir skodun.com Þar er ýmislegt að finna.

En annars er allt gott að frétta bara. Ég er að bíða eftir að Sigrún hringi og segi mér að hún hafi ekki munað eftir bassanum mínum en hún ætlaði að koma með hann frá Hvammstanga með Ólu frænku sinni í kvöld. EN HVERJUM ER EKKI SAMA????

Munið eftir The Zetors

Bless á meðan.

18 október 2004

Óveður..... eða nálægt því.

Það er skollinn á vetur hér við Kárahnjúka....... aftur. Hann kom skó um daginn fyrir ca hálfum mánuði og varð allt grátt hér uppfrá. "Það er varla hundi út sigandi" eins og sagt er. Það á að hvessa meira á morgun og snjóa meira líka en svo á þetta víst að ganga niður á miðvikudaginn. Ætli veðrið verði ekki orðið gott þegar ég legg af stað heim á fimmtudaginn. Kem á bifreiðaleigubifreið frá Kárahn. til Akureyrar. Gaman að því.

17 október 2004

Hringja........ OF SEINT.

Ég var vakinn í nótt. Klukkan ca nákvæmlega 00:59 (samkvæmt nýja símanum mínum) hringdi engin önnur en Sigrún Dögg. Ég veit að ég á það til að hringja kannski um klukkan 10 eða 1/2 11 á kvöldin en ég hringi þó ekki klukkan 00:59. Var sko sofnaður um 11 leitið eftir að hafa talað við Helgu rétt fyrir 11. En svo hringir síminn eins og áður hefur komið fram. Og hver heldur þú að hafi verið í símanum? Sigrún Dögg að segja mér það að hún sé búin að ákveða að syngja eitthvað annað lag en eitthvað annað sem hún ætlaði að syngja en væri hætt við það núna. Hún hefði alveg getað sleppt þessu vegna þess að ég man ekkert af því sem hún sagði í nótt. Ég man reyndar að hún var að tala eitthvað um einhverja fiðlu. Þetta er árangurinn af því að hringja í mig svona seint. Sem betur fer er ég búinn þeim kosti (vil ég meina, Helga segir að það sé galli) að ég sofna oftast frekar fljótt aftur ef ég er vakinn. En það gerist samt mjög SJALDAN..... held ég.

ÉG á að keyra þetta í dag og næstu daga.


Þetta heitir Iveco Magirus Deutch Euro Cargo. Oftast kallaður Magaríus eða fangarútan.

Tæknilegar upplýsingar:
Vél - Deutch V8 loftkæld ca 10ccm. 242 hestöfl túrbínulaus. (Því miður)
Gírkassi - ??? en hann er 6 gíra, ósyncroniseraður þannig að það er ekkert gaman að skipta honum.
Drif - ??? en þau drífa.
Dekkjastærð - 1400x22" vetrardekk en 385/65 X 22,5 sumardekk.
Bremsur - ágætar.
Farþegafjöldi - 38 eða 39, man ekki hvort heldur er.

Annað var það ekki í bili.
Bless bless.

16 október 2004

Ég var að fá mér annan GSM síma. Þessi er alveg þokkalega góður sko. Það sem er skemmtilegast við hann er MP3 spilarinn í honum.
Síminn heitir Sony Ericsson P900

Og fimmtudagurinn næsti er HEIMFERÐADAGUR. Þá er ég líka búinn að vera 26 daga á fjallinu í "beit" eins og sagt er.
Segjum það í bili.

12 október 2004

Silli er kominn heim frá útlandinu stóra USA.
Ég er að fara til Egilsstaða í fyrramálið til að sækja ca 30 útlendinga sem eru að byrja að vinna hér hjá ImpreGRILLÓ eins DórBlö orðaði það svo hlægilega. Á 55 manna rútu sæki ég þá.
Það gengur hvorki né rekur í bílamálunum hjá okkur Helgu. Siggi í Heklu sem stjórnar málunum, vill ekkert að við fáum hvaða bíl sem er í staðinn fyrir Galant. En nú er búið að rífa vélina upp úr honum (Galantaninum sko, ekki Sigga) og það er verið að skoða hana. Verkstæðismennirnir sem gerðu við vélina fyrir 20.000 kílómetrum segja að það hafi verið svo mikið bensín í smurolíunni. Það eru 10.000 kílómetra síðan það var skipt um olíunni á vélinni síðast og það er ástæðan fyrir því að vélin hrynur segir verkstæðið. En ég er ekki sammála því. Ég veit um HELLLLLLLING af bílum sem hafa farið 10.000 km og mun meira en það án þess að fá nýja olíu. Bensín í olíunni ,eftir viðgerð, bendir bara til lélegrar viðgerðar, ekki satt?

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni,
verið þið sæl.

08 október 2004

Jæja. Thà er èg kominn ì vinnu aftur til GT verktaka. Rùtuakstur framundan næstu daga og svoleidis en nù er màl ad fara ad sofa. GN.

SMS blog sent by Palli litli
Powered by Hexia

03 október 2004


Sjáið bara hvað er gaman ad keyra 110 tonna trukk við stíflugerð við Kárahnjúka. Þetta er hann Davíð á henni Cötu sinni.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

22 september 2004

Ball á laugardagskvöldið á Þinghús-Bar á Hvammstanga. Ég, Hjalti Júl og Gummi verðum að spila og kannski fleiri..... daddaraaa. Spurning um að kalla bandið GSM :-)
Og Valli gamli á Litla Ósi er 85 ára í dag. Hann mun taka á móti gestum, vinum og vandamönnum í félagsheimilinu Hvammstanga á laugardaginn. Ætli hann skelli sér svo ekki á ball á Þinghúsinu eftir kaffið.

Ég hlakka til að sjá bloggið hans Silla sem hann skrifaði í gærkvöldi.


16 september 2004


Svona lítur þetta út núna kl 07:10. Eða eins og þeir sem reyna að vera fyndnir segja alltaf: "Nú er það svart, það er allt orðið hvítt". Hahahahahahahaha.
Og bless.


Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

15 september 2004

Fyrir þá sem hafa gaman af landslagsmyndum kemur hér ein af Fremri Kárahnjúk. Séð til aust-norðausturs. Kárahnjúkur er ungur hnjúkur sem hefur orðið til vegna svokallaðar Kárahnjúka stíflu en hnjúkurinn samanstendur af uppgreftri og grjóthnullungum sem ýtt hefur verið upp í einn haug. Til stendur ad steipa kassa utan um hann og flytja med Svikartindi, systur skipi Vikartinds er strandaði við strönd Heggstaðaness fyrir mörgum árum, til Danmerkur og bæta honum ofaná Himmelbjarget sem er einn hæsti jökull þar í landi en jökullinn er fyrir 12 metra hár yfir sjávarmáli samkvæmt mælingum mannsinns sem fór upp hæðina en kom niður fjallið. Góðar stundir.Email blog sent by pallibj
Powered by Hexia


Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

14 september 2004


Sko. Það að vera hér við Kárahnjúka er svo sem ekkert svo slæmt. Svona getur veðrið verið fallegt.
Myndina sendi Palli litli
Powered by Hexia

07 september 2004

Kvef kvef kvef.

Það er ekkert gaman að vera með kvef. Við Hinrik Elvar erum fullir af kvefi þessa dagan og ekkert útlit fyrir að það fari lagast í bráð. En maður vonar það besta.
Ég fór í heimsókn í gærkvöldi til Katrínar, Hrannar og fyrrverandi, elskulegrar kærustu minnar. Þær eru, eru eins og kemur fram á blogginu hennar Helgu minnar fluttar á Ak. Þær búa í húsi sem var byggt árið 1868 úr mjög nútímalegri harðsteypu mold og timbri. Ef maður labbar stofuna frá öðrum enda hennar til hins enda hennar þá labbar maður yfir eina blindhæð sem allir ættu að varast. Annars er þetta örugglega mjög fín íbúð.
Í dag er stefnan tekin á myndatöku hjá Ljósmyndastofu Páls. Það á sem sagt að reyna að taka myndir af okkur í fjölskyldunni.
Svo á morgun er fer ég upp í Kárahnjúka, klukkan tvö frá Leirunesti og kem aftur á sunnudaginn 19. sept. Ég er að vonast til að nettengingin verði komin á núna í vikunni þarna uppfrá svo maður geti fylgst eitthvað með. Það kemur í ljós seinna í vikunni.
EN ég get glatt ykkur með því að það er búið að ákveða þema fyrir næstu söngvarakeppni.......

Bless á meðan.

02 september 2004

Hæ.

Þá er ég kominn einu sinni enn til Akureyris frá Kárnahnjúknasvæðinu. Þú og ThinkPad hvað?
Ég er farinn að keyra olíubíl aftur.... jibbí. Það er fínt að vera að vinna á olíubíl. Olíubílar eru skemmtilegir bílar. Þeir verða tildæmis ROSALEGA sjaldan olíulausir.
En ég er sem sagt byrjaður að vinna hjá Suðurverk. Suðurverk er fyritæki sem sérhæfir sig í að byggja stíflur og vegi. Einnig hefur Suðurverk átt mikinn þátt í því að Siglufjörður er nú betur varinn fyrir snjóflóðum og þessháttar vesenum.

Ég fór til Akureyrar frá Kár. í jeppa sem Suðurverk á, við vorum fimm í bílnum og ég hef aldrei NOKKURTÍMAN verið eins bílveikur og á þessari leið. Það var stoppað FIMM sinnum fyrir mig vegna ógleði og gubbuvesens.

Á morgun förum við öll hér í Skarðshlíð 2d í ferðalag vestur í elsku besta Húnaþing vestra. Þar eru að fara í gang göngur og réttir ásamt réttarballi. Hljómsveitin Kashmír mun leika fyrir dansi og verður það STUÐ STUÐ STUÐ. Spyrjið bara Aldísi.

Gaman og bless.

18 ágúst 2004

Jahhháááá. ÉG var að lesa smá grein á hugi.is um lögguna okkar á Blönduósi. Hér er hún og verði ykkur að góðu. Ég hef lennt í þessu sama einmitt hjá þessum köllum.
EN hér er greinin.

Annars er allt voða gott að fétta.

Helga spurði spáspilin, sem hún fékk hjá Sigríði frænku sinni Klingeberg, hvort að við myndum flytja á Reyðarfjörð næsta vor og spilin svöruðu aðeins með loðnum svörum. En svo spurði ég spilin hvort við myndum flytja á Reyðarfjörð næsta vor og svarið var: NEI.
Þá spurði ég tvisvar hvort við myndum flytja á Hvammstanga. Fyrra svarið var og seinna svarið var EKKI BÍÐA. Ótrúlegt.
Þannig að Hvammstangi, here we come.......... einhvertíman.

Scona er þetta nú bara.

14 ágúst 2004

Ja ja man.

Það er ættarmót á Laugarbakka þessa helgina eins og flestar aðrar helgar í sumar. Nún er komið að því að ég fer á ættarmót hér á þessum ágæta stað.

Auðvitað stendur til að spila og höfum við EInar bróðir minn fengið hina ágætu hljóðfæraleikara Silla og Gumma til að koma og spila með okkur í kvöld. Það mun gaman verða sennilega já.

Nú Galantinn er á verkstæði af því að það er ónýt í honum vélin. Við fengum MMC geim stjörnu (Space Star) lánaða á meðan verið er að gera við Galantinn.
Lítið er meira fréttnæmt að sinni sinni sinni.

Bless á meðan.

04 ágúst 2004

Vááááááá.............

Nú er gaman við Kárahnjúka. Brúin, sem ekið er yfir til að komast að stíflustæðinu, og áfram inn á hálendið, yfir Jöklu (Jökulsá á Dal) er lokuð í augnarblikinu og vatnsyfirborðið undir henni snertir nú gólfbitana. Það er sem sagt NÚNA sem þetta er að gerast en í gær gerðist hið sama um klukkan 19:00-20:00. Það verður sem sagt gaman að vit hvort að brúin fari ekki bara alveg í kaf í kvöld. Ég vildi að ég væri ég með myndavél núna til að sýna ykkur aðstæður en þær eru allsvakalegar. Venjulega eru ca 15 metra niður í ánna frá gólfi brúarinnar............ en ekki lengur hehehe.

Silli er að verða svo trúaður að það er með ólíkindum. Skoðið bara bloggið hans. Algjör snilld.

Og ekki meira í bili.

Bless á meðan.

23 júlí 2004

Hér er linkur á síðuna sem inniheldur upplýsingar og bréf Jóns Bergmanns til þeirra sem hann hafði netfang hjá. SKOÐIÐ ENDILEGA OG LÁTIÐ AÐRA VITA SEM EKKI VITA UM ÞETTA. Til dæmis Ólaf Ragnar.

http://upplysingar.blogspot.com

19 júlí 2004

Ágætu ágætingjar.
 
Í næstu viku rennur upp sá tími er DVD diskur með upptökum frá Söngvarakeppni Húnaþings vestra kemur út úr cópíeringarhúsinu í Reykjavík. Jón OKKAR Bergmann hefur staðið í ströngu við að koma þessu máli í gegn er sú vinna að bera árangur þessa dagan. Einhver vandræði hafa verið með að spila diskinn; það eru ekki allir spilarar sem vilja spila þann eina sem kominn er út og er í eigu Jóns. Ef það kemur upp að einhver fær disk sem enginn spilari vill spila (tölva eða DVD spilari) þá er hinn sá sami/hin sú sama beðin um að hafa samband við Jón eða mig.
 
Þetta með póstinn til Jóns í gegnum nonnibe@yahoo.com er allt að virka. Allir sem hafa sent honum póst hafa gert það með árangri, þ.e.a.s. pantanirnar eru komnar til skila,  en Jón hefur ekki alveg haft "tíma" til að svara öllum. 

DVD diskarnir eru væntanlegir um miðja næstu viku til Kiddýar á Gillsbakka. Hér og hjá Kiddý verður gefið upp reikningsnúmer sem hægt verður að leggja inn á til að borga Jóni.
Þannig er það allt í pottinn búið.
 
Bless á meðan.

07 júlí 2004

Söngvarakeppnin.

Já já. Ég var að fá spólu í dag með FLÍS (Flugfélagi Íslands) frá Jóni Bergmanni Sigfússyni í Reykjavík. Spólurnar með söngvarakeppninni eru loksins tilbúnar og fékk ég að horfa á hana fyrstur þeirra er tóku þátt í henni. Ég, Helga, Solla og Unnur Sigrún erum að horfa á þetta í þessum skrifuðu orðum. Þetta er eiginlegra töluvert betra en eftir (ó)ákveðinn aðila á HVT.

En ég fer í Kárahnjúka á morgun. Flug klukkan 10:00 á morgun frá Akureyri til Egilsstaða. Það er sem sagt að koma fimmtudagur.

ÉG verð að benda ykkur á FRÁBÆRA síðu sem hún elskuleg Helga mín var að segja mér frá. Það er mannanöfn.com en auðvitað er það skrifað mannanofn.com Sem sagt með o-i en ekki ö-i.

Takk, meira síðar, síjú, trúlí leiter,
P(utta) S(leikja)
Kommentið hjá mér, notið græjuna.

DÖÖÖÖÖÖ

01 júlí 2004

Jibbíííídajabbadúbídú BEST

Já það er aldeilis gott að vera kominn heim í viku frí Ég fer reyndar vestur í ástkæra V-Hún á morgun til að komast í heyskap. Ekki slæmt það. Gulli á Söndum ætlar að redda mér einhverjum skemmtilegum verkefnum. Svo er bara að halda áfram að njóta lífsins.

Silli .illi hringdi í mig í dag frá HOHO 2004. Voða gaman þar sagði hann. Dálítil rigning og svona en það er enginn verri þá hann (Silli) vökni.......... eða eitthvað.

Bless.

23 júní 2004

Meira um hnjúkana.

Það er búið að vera svo gott veður undanfarna daga, þ.e.a.s. sunnudag, mánudag og þriðjudag en í dag er skítakuldi og hefur aðeins snjóað. En það er allt í lagi. Er það ekki?

Hvað finnst þér??

17 júní 2004

Hnjúkarnir já..... og veðrið

Sko. ÉG get nú bara sagr ykkur það að það snjóaði hér við Kárahnjúka í dag. Reyndar varð ekki hvít jörð, það snjóaði ekki svo mikið en samt, það er 17. júní í dag. Og gerðuð þið ekki eitthvað skemmtilegt?

12 júní 2004

Mundi, Sigrún og Daníel Hrafn komu hingað í heimsókn í dag sem var mjög gott, því þá fengum við á heimilinu þessar líka fínustu pönnukökur. Takk fyrir komuna.

Eruð þið búin að sjá dagatalið á síðunni minni. Það er sko linkur inn á það hér til hægri undir nafnalistanum. Þegar þið eruð búin að skoða það þá megið þið svara könnunninni sem er undir dagatalinu.

Góðar stundir.

10 júní 2004

Heim

Já það er gott að vera kominn heim aftur. Nú er sem sagt að taka við viku frí. Ég fer aftur í hnjúka Kára á fimmtudaginn 17.júní. Fúlt en svona er þetta bara.

Nú það er von á gestum um helgina. Ég held að Mundi og Sigrún ætli að rúlla á Akureyri í svokallaða búðarferð eins og einhver orðaði það.

Það eru komnar fleiri myndir inn á ofoto.com

Njótið vel.

01 júní 2004

Halló. (með fyrirvara um stafsetningar- og prentvillur)

Fyrir þá sem langar að skoða myndir úr Kárahnjúkum bendi ég á að heimsækja OFOTO síðuna. Þar eru nokkrar myndir en það tekur svo voðalega langan tíma að uploada myndunum í gegnum gemsann að ég nennti ekki að setja nema örfára inn.

Það var snilld í gær. ÉG var að fara með útlendingana niður í gljúfrið (eða to Canyon eins og þeir segja á enskunni). Til að komast niður í gljúfrið þarf að keyra niður af bjargsbrúninni eftir göngum sem búið er að bora í bergið. Sennilega er hallinn í þeim, þar sem hann er minnstur, álíka mikill og þar sem hann er mestur í Hvalfjarðargöngunum. Og það er bara smá kafli sem er svo "lítið" brattur. Á einum stað i göngunum þarf að bakka allavega tvisvar til að komast fyrir horn sem verður að komast fyrir. Ekki má bakka of mikið því að þá rekst afturendinn á rútunni í vegginn fyrir aftan og ekki má keyra of nálægt veggjunum því að þá rekst toppurinn á grænu (sem er á myndinni á ofoto síðunni) rútunni efst í veggina.
En ég var sem sagt að snúa rútunni þarna í göngunum þegar að allt í einu heyrist STOP á FJÓRUM tungumálum lágmark. Það var snilld. Á kínversku er það: beddó. Á portúgölsku er það: gjúertóbreskalínmagírónefristamsjettos. Á ítölsku er: stop og á pólsku er það: Klerffffghikljkukjhgjfdhuu.po. Ég náði ekki alveg hvernig það er á rúmönsku vegna þess að Rúmeninn sat aftast í rútunni en mér heyrðist hann segja: Stop, púnkass. Hann er frekar mikill dóni sá.

Og jiiiibbbbbbíííííííííí...... á fimmtudaginn fer ég í viku frí og þá verður nú gaman. Sennilega.....

Bless á meðan.

30 maí 2004

"Góðir farþegar, ég býð ykkur velkomna um borð í flugvél Flugfélags Íslands" sagði flugmaðurinn í Metro röri þeirra FLÍS manna í morgun á Akureyri. Við farþegarnir vorum tveir. Sennilega bara metsala hjá þeim....... eða netsala


En það er AAAAALVEG að koma að því. Söngvarakeppnin er að verða tilbúin í Reykjavík og þá er bara að finna út hversu margir ætla að fá DVD disk og/eða VHS spólu (video spólu). Þeir sem vilja leggja inn pantanir eru beðnir að hafa samband við Jón Bergmann (þann sem var Freddie Merqury á keppninni) í netfangið nonnibe@yahoo.com

Og látið svo alla vita af þessu.

Ég er farinn í grillveislu.
Bless.

28 maí 2004

Enn og aftur á Akureyri.

Borgarverkurinn búinn. Kárahnjúkarnir bíða starfskrafta minna, ef starfskrafta má kalla. En eitt er POTTÞÉTT MÁL: Ég ætla að fá mér svona bíl svipaðann og Hinni var að fá sér. Það er GEÐVEIK SNILLD. Hér og hér eru myndir af Hinna og græjunni. Skoðið.

Og svo skulu allir mæta á ball með hljómsveitinni Gullrik á Þinghús-Bar á Hvammstanga laugardagskvöldið 29. maí 2004 (annað kvöld) en ekki Kashmír eins og ekki alveg réttilega var auglýst í Sjónaukanum.
Ókei bæ.

23 maí 2004

Halló.

Nú erum við Hinni á leiðinni suður til Reykjavíkur af því að helgin er búin. Við vorum að skjóta og það gekk vel. Já já. Nú erum við á Holtavörðuheiði og það er gaman. Þetta verður eins og skriftarverkefni eftir krakka í öðrum bekk. Það er líka gaman. Og núna erum við að fara niður af Holtavörðuheiði.

Silli er einhverstaðar á undan okkur með sinn ÖMURLEGA OG VODAFONE síma. Sorrý Silli en svona er það að velja ekki rétt hehehe

Ok bæ.

22 maí 2004

Halló.

Mig langaði til að benda ykkur á FRÁBÆRAN árangur hjá Ingunni systur minni. Hún tók þátt í áskorunninni "líkami fyrir lífið" og í verðlaun voru 1.000.000 krónur fyrir besta árangurinn. Ingunn systir mín er nú ekkert að dunda við hlutina þegar hún byrjar og hér er árangurinn. Snilld hjá þér Ingunn og til hamingju.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni,
verið þið sæl.

18 maí 2004

Gott kvöld. (vegna þess að þetta er skrifað að kvöldi dags)

Það er mér mikil ánægja að vera með fartölvuna hér í Borgarfirði. Ég leigði mér myndina Mr. Deeds áðan í Hyrnunni og ég verð bara að segja að Adam Sandler er alltaf jafn fyndinn gaur.

Og það er greinilega ekki í lagi að vera þyngri en 32 tonn úti á þjóðvegi 1 á fjögurra "öxla" vörubíl. ÉG var vigtaður í dag af vigturunum og bölvaðar vigtarnar hljóta að vera vitlausar. Þær sögðu að bílinn væri34,7 tonn. Það er ekki alveg nógu gott. Einhver sekt verður við þessu en hversu há hún verður veit ég ekki. Hrannar getur kannski svarað því, sá klett þungi hlunkur. DJÓK HRANNAR.

En mig langar aftur í svona bíl.


Nóg í bili.
Bless kless.


16 maí 2004

Og núna er ég á Motel Venus. Hér er fínt að vera. Herbergi 201 er sérstaklega gott. Fínt passlega mjúkt tvíbreytt rúm og alles. Mig langar að koma á framfæri þökkum til Árna Bjarnasonar á Moggabílnum en með honum hef ég fengið allnokkrusinnum för frá Akureyri á ferðu mínum vestur og/eða suður. Takk fyrir förin Árni.

Hljómsveitin Tóllg var víst að spila á Þinghús-Bar í gærkveldi og sagði mér fólk er ég hitti á förnum vegi að hljómsveitin hafi staðið fyrir skemmtun ágætri. Nokkur byrjendabragur var þó á sumum lögum og með öðrum lögum hefðu hjart- og gigtveik gamalmenni geta dansað léttilega sökum þess hve rólega þau voru spiluð eða ca 70 slög á mínútu. En þetta er eitthvað sem maður heyrir bara út í bæ og gæti verið bölvað kjaftæði.
Gunni var ánægður með bassann minn og það er vel. Fyrir þesskonar hrós er vel þenkjandi lána honum bassann aftur þegar hann vill.

Og að lokum: Ingunn systir á afmæli í dag (þann 16 maí) Hún varð 30 ára gömul og til hamingju með það Ingunn mín.

Sæl að sinni.

14 maí 2004

Síminn minn er búinn að vera í 4 mínútur að eyða út SMSunum í sér. Skiljanlega tekur það smá tíma vegna þess að þau voru orðin 750 stikki í inboxinu og ca 630 í átboxinu. Og það er bara frá 30. október 2003.

Nú er komið að því. Ég ætti að geta fylgst með bloggum bloggara á næstu vikum í fartölvunni vegna þess að Helga er búin í skólanum og ég er að fá fartölvuna


Það vantar bara örfá míkrógrömm upp á það að Hinrik fari að labba sjálfur. Hann er nú reyndar orðinn tuttuguogþriggja ára gamall en þetta er allt að koma hjá honum

En Hinrik Elvar er líka að ná því að labba. Það er möguleiki að hann verði búinn að ná því á afmælisdagin sinn sem er 27. maí næstkomandi.

Og Davíð Oddsson er víst gunga og drusla. Það sagði allavega Steingrímur (Stonemasks) J. (Jay) Sigfússon (Lower-willing-son)

Já já.

07 maí 2004

Svona fer fyrir gítörum sem ekki er hægt að stilla, hvorki þá né eigandann.

Og hana nú.

BLOGG.
HEIMA HJÁ ESLKU HELGU MINNI NÚNA


Og Runólfur er bensínlaus einhverstaðar inni í Hörgárdal hjá Þelamörk. Hulda, ef þú lest þetta áður en þú kemur á Akureyri viltu þá muna eftir því að taka bílinn með hingað inn á Ak.

Takk fyrir og góða nótt.

24 apríl 2004

:.:ÉG gleymdi einu:.:

Hann Björn Ingi var að fá sér mótorhjól. Glænýtt en soldið skrítið í laginu. Hér er mynd af því.

Nei nei nei..... afsakið. HÉR og HÉR er mynd af því.

Til hamnigju með hjólið Bjössi.
Þeir sem vilja forvitnast meira um þetta hjól er bent á Honda linkinn.

Svona nú og bless.

23 apríl 2004

:.:AAAHHHHH..... Kominn HEIM :.:

Á Akureyri reyndar en það verður að hafa það

Ég fékk far með Steina sem er að keyra fyrir Hafþór sem á hvítann FORD með langann vagn aftaní og er mjög oft með bíla á vagninum. Þá vitið þið það. Sem að það er.
Þetta er sko mállískan hans Gunna Jóns (bílstjóri hjá Shell í R.vík) en hann sefir oft: "Það er sem það er, það gerir það sko, það er sem ég segi," og þessháttar. Skondinn kall. Og hvað það var gott að komast HEEEIIIIIIMMMM

Svo er bara að finna eitthvað skemmtilegt að gera um helgina.

Ble ble.

20 apríl 2004

:.:Hæ:.:

Ég er heima hjá Einari bróður og Svövu mágkonu að hamast í tölvunni.
Ég er sem sagt byrjaður að vinna hjá Borgarverk. Það er fínt. Ég er búinn að brjóta einn öxul af fjórum í einni ScaníuDRUSLUNNI þarna og nú er hún óökuhæf vegna þess. Það gekk nú bara vel. Ég var meira að segja skammaður fyrir að hafa ekki skemmt bílinn meira, sem að það er. Annars er ekkert mikið að frétta. Ég bíð alveg með spenningi eftir því að helga verði búin í skólanum. Þá fæ ég nefnilega fartölvuna og get farið að skoða mig um á netinu á hverjum degi væntanlega. Það verður nú gaman. Það gerir það sko. Annars er ekkert mikið að frétta. Rok og blíða í Borgarfirði og eitthvað. Merkilegt reyndar hvað sumir karlmenn þurfa alltaf að vera dónalegir í talsmáta. Talandi um sín á milli að "fá að ríða hressilega", "hafa góð kynferðismök reglulega" og svona allskonar dótarí sem allavega ég vil hafa bara fyrir sjálfann mig. Nei bara pæling. Annars er ekkert mikið að frétta. Sem að það er. ÞETTA ER MJÖG INNIHALDSRÍKT BLOGG.

Og Hrannar: SCANIA SÖÖÖÖÖKKKKKKAAAR FEEEEEIIIIIIIITTTT. Helv..... druslur. Allavega þessar gömlu sem eru keyrðar 600.000 km og meira :-)

Þá er ekki fleira í þættinum að sinni,
verið þið sæl.

11 apríl 2004

Hjalti Júll

Hann er frábær Zetor-isti og fær nafnaukann Hjalti Ædúll(a) bumbuzetorusnúmerustvö. Gvendur á Núpi stendur alltaf fyrir sínu sem nikkuzetor. Mundi yfirzetor var aðeins þreyttur og Palli bassazetor var líka þreyttur. En lengi lifi The Zetors. Húrra húrra húrra.

08 apríl 2004

:.:Veðrið einu sinni enn....:.:

Nú þegar ég vaknaði áðan og leit út um vesturgluggann á íbúðinni blasti þetta við.
Click to enlarge
Dásamlegt veður er núna hér á Akureyri. Myndin er tekin klukkan 07:31:20 samkvæmt klukku myndavélarinnar.
(Athugið að rúðurnar eru orðnar gamlar hér og þar af leiðandi skítugar og raki á milli glerja)
Þetta var sem sagt klukkan 07:31:20.

Er ekki ótrúlegt hvað Júróvisjón getur haft mikil áhrif á líf fólks á Íslandi?
Hvað finnst þér?

07 apríl 2004

:.:Hjalteyri:.:

Við Hinrik Elvar skruppum í smá bíltúr í gær á nýja fína bílnum okkar. Við fórum út á Hjalteyri og þar er margt gamalt að sjá. Til dæmis þessi bryggja Bryggjan á Hjalteyri er ekki upp á marga sem er nú ekkert sértstök, allavega ekki fyrir Herjólf eða önnur stór skemmtiferðaskip. Svo fann ég þarna þessa líka fínu MAZDA bifreið sem er af gerðinni 626 MX-6 turbo MAZDA MX-6 TURBO OFUR........ eitthvað.......eins og Hinni átti einu sinni.
Nú af því að bryggjan er svo léleg þarna þá er réttast að geyma bara bátana uppá landi Það þantar bara hjólin undir hann......... þá............ eitthvað....
Og svo eru þeir svo nýungagjarnir þarna útfrá að það er til hraðahindrun þarna líka :-) Hraðahindrun dauðanns..... jamm.

Ef einhverjir vilja forvitnast meira um Hjalteyri bendi ég þeim á vefslóðina http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hjalteyri.htm
Þar er örugglega hægt að finna eitthvað merkilegt. Hef reyndar ekki lesið þetta sjálfur.

Þá líkur ferðalagi okkar um Hjalteyri.
Einhverjar spurningar?

:.:Nú já já:.:

Eins og komið hefur fram á blogginu hans Silla eru Metallica tónleikar yfirvofandi. EKKI ætla ég á þessa tónleika. En ef hann Bela Fleck kemur með bandið sitt til landsins, The Fleck tones, þá fer ég, EKKI SPURNING MEÐ ÞAÐ. Ég því bandi er einn af bestu bassaleikurum heims hann Victor Wooten. Hann er snillingur........ og já.
Svo er það nú gaman....

05 apríl 2004

:.:Helgaruppgjör:.:

ÉG fór s.s. vestur með Moggabílnum á föstudaginn og æfði með The Rolling Hóps í Strandbæ á föstudagskvöldið. Laugardagurinn byrjaði með hafragraut, slátri og LÝSI á Ósi. Svo var dálítið rótrerí með Hjalta um miðjan laugardaginn og ball á Þinghús-Bar á laugardagskvöldið. Þar mættu rétt um 60 manns sem gaf fínasta aukapening. Katrín Þóra var á ballinu svo og margar aðrar konur eg margir menn. En Það er spurning með þig Katrín mín. Ertu búin að finna húfuna þína, já eða peysuna þína? Eða er þetta eitthvað sem við áttum að spila fyrir þig EINU SINNI ENN???????
Og ROOOSALEGA voru PIDDSURNAR góðar hjá ykkur Þinghús-Bar-strákar

Á sunnudaginn fórum við Helga svo til Selfoss þar sem var verið að ferma hana Guðbjörgu Ester frænku mína. Veislan byrjaði klukkan 17:00 og stóð eitthvað fram eftir kveldi en við fórum um 20:00 leitið. Rúlluðum í "bæinn", fyrst heim til Stínu frænku í Lundahólana með hann Friðgeir og svo í Grafarvoginn til Ninnu með einhverja cd sem hún átti. Stoppuðum aðeins hjá Einari og Svövu á leiðinni út úr bænum. Löggðum af stað kl. 21:30 úr Mosó og vorum komin að Söndum kl. 23:30. Þar engum við páskalambalærið sem verður líklega etið um páskana. Svo vorum við komin kl 02:14 á Akureyri. Skemmtilegt þaaaaað.

Og svo er bara að fara að sækja nýja bílinn á eftir. MMC Galant steisjon vagón. Árg, 1997, ekinn 122.000 km. sjsk og eins og hægt er

Hér eru myndir af kerrunni.
Svaka kerra
Svaka kerra að aftan

Annars er ekkert að frétta.

01 apríl 2004

BLOGGIÐ HÉRAÐ NEÐAN ERAPRÍLGABB
ÉG ER NÚ ALDEILISFYNDINN


:.:Takið eftir takið eftir:.:

Vegna FJÖLDA FJÖLDA áskoranna verður söngvarakeppnin sem haldin var seinustu helgi ENDURTEKIN, já ENDURTEKIN í Félagsheimilinu Hvammstanga um páskahelgina næstkomandi. Borist hefur mér, Ingibjörgu, Gumma, Hinna og Helgu FJÖLDINN allur af tölvupósti, bréfpósti flöskuskeytum og símhringingum með beiðni þessari. Við erum búin að ná sambandi við Imbu í Félagsheimilinu og tíminn sem hefur verið ákeðinn er kl. 21:00 föstudaginn 10 apríl n.k. Keppendur þurfa að mæta á eina æfingu NÆSTU HELGI. Við ætlum að notast við röðina sem var í keppninni þ.e.a.s. Helga og Elín byrja kl. 15:00 á Þinghús-Bar á HVT og hafa þær, svo og allir aðrir keppendur, hálfa klst. til æfingarinnar.
Miðaverð verður stillt í hóf og kostar kr. 250 inn á Generalprufuna og kr. 1990 inn á keppnina sjálfa.
Þinghús-Bar verður með vínveitingar líkt og um seinustu helgi. Vonumst við í Kashmír til að sjá ykkur sem flest og hlökkum við mikið til þess að takast á við þetta verkefni. Þeir sem EKKI geta verið með vinsamlegast látið mig vita í tölvupóstfangið: pallibj@simnet.is eða kommentið hér á kommenntakommentinu.

Kveðja,
Palli.

31 mars 2004

:.:Veður:.:

Blíðan á Akureyri maður. Allavega ekki snjór hér eins og í Reykjavík. Svona er þetta nú bara. Voruð þið búin að sjá Grænlendingana sem ráku við í lestinni......... þeir voru klikk........... :-)
Það er alltaf verið að tala um veðrið. Það er eins og myndin sýnir hér á Ak. í augnarblikinu og útlit fyrir að það breytist lítið samkvæmt veðurspá mbl.is.

Næsta helgi, spila, MEIRA. MEIRI PENING MÚHAHAHAHAHAAAAAAAAAA.
En það er sem sagt stefnt að því að spila á Þinghús-Bar á laugardagskvöldið kemur með Billy Júl, Benna í X-nesi og Birni Borgar-sig. Þeir sem vilja dást meira af bassanum mínum er ENDILEG beðnir um að koma þangað og horfa á djásnið. Ég hef ekki hugmynd hvað kostar inn en SENNILEGA verður það um 1.000 kallinn.

Spakmæli: LETS BE A LITTLE BIT MORE COOL TODAY THAN YESTERDAY.
Og hvað svo?29 mars 2004

:.:Jahérna hér:.:

Sumt fólk er klikkaðra en annað. Þessi hér er til dæmis ekki alveg í lagi. En Silli og Aldís. Kannski er komin grundvöllur fyrir helgarferð útfyrir landssteinana.


Og svo langar mig til að minna ykkur á fyndnar klippur á Hugi.is. Það sem fólii dettur í hug(i).

28 mars 2004

:.:Og það hafðist:.:
Söngvarakeppnin er búin ja. Þeir sem vilja sjá úrslitin sem urðu á þá leið að Hjalti vann, Guðrún Ósk varð í öðru sæti og Kjartan Sveins í því þriðja og Prjónó fékk "Sviðsframkomuverðlaunin" geta farið inn á síðuna hennar Helgu minnar og séð állt þar. Svo er linkur inn á OFOTO.COM síðuna þar líka þar sem hægt er að sjá fínustu myndir frá keppninni. En hér eru einhverjar sem teknar voru á leiðinni norður á laugardagsmorguninn með hljóðkerfið í eftirdragi. Það er ekkert voðalega sniðugt að vaka í 45 klst. án þess að sofna neitt að ráði. Bara smá viðvörun.
Á leiðinni norður í Hrútafirði.Nýr dagur hefur runnið upp.....
Gott að vera komin á leiðarenda.

Takk að sinni.

22 mars 2004

:.:ATHUGIÐ ATHUGIÐ:.:

Það er breyting á æfingarfyrikomulagi á FÖSTUDAGINN 26. mars
Æfingin sem átti að vera í Strandbæ (Eyrarlandi) verður ekki þar HELDUR Í FÉLAGSHEIMILINU HVAMMSTANGA klukkan 20:00.

Allir sem lesa þetta mega láta aðra vita. Til er fólk sem ekki fer/kemst á netið svo sem Hjalti Júl. En allavega. Allir að láta alla aðra vini sína vita.

Alltílagi BLEEEESSSSSSS....

Nú eins og allir vita
sem taka þátt í keppninni, er æfing á föstudagskvöldið í Stera-ndbæ (Eyrarlandi) klukkan 20:00 (tuttuguhundruð) á föstudagskvöld. Sefnt er að því að hver/jir þátttakandi/takendur syngi sitt lag einu sinni. Og eftir æfinguna verður brennt suður á ÓsRam perunni til að sækja hljóðkerfi frá EXTON. Silli er sá sem sér um hljóðið að þessu sinni eins og í fyrra og vænti ég þess að hann komi með mér suður til að sækja herlegheitin. Vonandi kemur Hinni, Ingibjörg (YEAH RIGHT) eða Gummi (YEAH YEAH RIGHT RIGHT) með líka. Svo er Generalprufan á laugardaginn klukkan 14:00 (fjórtánhundruð) í félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppnin byrjar svo klukkan 21:00 (tuttuguogeitthundrað) á laugardagskvöldið. Sigurvegari verða/ur.........

Blæss.....

18 mars 2004

:.:Svona lítur þetta út:.:

Keppendur: Lag: Uppr.l. flytjendur
Prjónó: Fame Irene Cara
Jón Bergman og Þórarinn Óli Rafnsson: Under Pressure Queen og D. Bowie
Olenka: Hard enough getting over you Cher
Freyja Ólafsdóttir og Ingibjörg Helgadóttir: Run away Slade
Elín Jónasdóttir: Heartbreaker Dionne Warwick
Anna Elísabet Gestsdóttir: Afi Björk Guðmundsdóttir
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir: Total eclips of the heart Bonnie Tyler
Þorbjörn Gíslason: The longest time Billy Joel
Hulda Signý Jóhannesdóttir: I'ts my live Talk talk
Tómas Örn Daníelsson: Stórir strákar fá raflost Bubbi
Sigurvald Helgason og Guðmundur Helgason: Don't you want me Human League
Eiríkur og Már Hermannsson: Every breath you take Police
Kjartan Sveinsson: Út í veður og vind Valgeir Guðjónsson
Hjalti Júl: White wedding Billy Idol
Guðbjörg Lilja Ingólfsdóttir: Walking on sunshine Katrina and the Waves
Sólrún Heiða Sigurðardóttir: Walk of life Dire Straits
Helga Hin og Elín Sveins skólafélagi Helgu: The tide is high Blondie

Þá er bara spurningin, hver ætli vinni keppnina þetta árið?

Og önnur spurning: Hvað er klukkan?

Bless........

16 mars 2004

:.:William Hung:.:

Jæja já.

Hafið þið heyrt Outkastlagið "Heya" í nýjustu útgáfunni? Ef ekki smellið þá hér og finnið mjög neðarlega á síðunni þann link sem myndin hér að neðan sýnir.

Þarna inni eru reyndar fullt af myndböndum og hellingur af remix efni þar sem er verið að fíflast með kauða. Og athugið að filename-ið byrjar á DJ DVST8...........

Ímyndið ykkur surg eins og þegar bremsuklossarnir eru búnir í bílnum hjá ykkur; Hvaðan getur hljóð komið í bílnum þegar maður beygir til vinstri en svo hverfur hljóðið þegar maður bakkar? ATH. (Þetta er ekki svar sið spurningunni) Það eru sennilega ekki bremsuklossarnir sem eru búnir.

14 mars 2004

:.:SKO:.:

Helgin er sem sagt búin og hún var svona:

Það var ball á Þinghúsinu á Hvammstanga. Þessar voru þar í svaka stuði.

Sigrún Unnur Sigrún

Svo voru æfingar fyrir söngvarakeppnina auðvitað, mest allan laugardaginn og sunnudaginn.

Eftir æfingu í dag fóru Gummi og Hinni að henda rörum og mér datt í hug að taka myndir af þeim auðvitað líka.

Rörahendarinn frá Ósi Hinni prufar

Á leiðinni frá Laugarbakkaskóla þar sem Gummi og Hinni voru að henda rörum sá ég þessar kerlur hér. Þær voru á leipinni út á HVT að fara í sjoppuna til að fá sér pylsur. Það skal tekið fram að myndin er tekin rétt norðan við verkstæðið á Laugarbakka.

Katrín, Hrönn og Brynja á leiðinni út á Hvammstanga að fá sér pUlsur. Ekkert smá klikkaðar :-)

Svo ætluðum við Hinni að fara AÐEINS að skjót á Söndum en Hinni festi sig í drullu á GOLFinum sem er ekki alveg útbúinn fyrir drulluakstur og það ferðalag endaði svona. H'er er Gulli aðalbóndi að draga Hinna úr pittinum. Þetta var eiginlega svona "pittstopp" hjá Hinna.

EKKI aka í drullupitt á GOLF

Svona var helgin í grófum dráttum.

Ég hlakka til þeirrar næstu.

08 mars 2004

:.:Jú gaman var... :.:

Já það var sko gaman í Vogum á LausViðVatnStröndinni á aðfaranótt sunnudags. Þar vorum við Zetorar að spila og gera gaman. Daníel Hrafn yfirzetorsson og Sigrúnar gerði einnig fína hluti á trommur bumbuzetors eins og sést hér.
Daníel trommari Svona var það þá já já. Finnst ykkur hann ekki dálítið líkur Sveinbjörgu???

Og svo voru einhverjir kallar í Reykjavík að grafa eigin gröf og urðu að máta hana. Hún er greinilega ekki orðin nógu stór ennþá.

Svona er þetta bara....
og hvað?

05 mars 2004

:.:Kommentakerfið:.:

Nú eins og margir, eða frekar ALLIR hafa tekið eftir sem hafa notað kommentakerfið frá blogextra, þá er bara hægt að kommenta fimm sinnum á hverju bloggi.......... eða eitthvað álíka. Nún er komið í gang kommentakerfi hjá mér, svipað og Mundi hefur hjá sér frá HaloScan.

Legg bráðum í hann vestur á Ós með Mogga Raminum þeim nýja. Fæ Ósraminn lánaðann yfir helgina til að koma hljóðfærunum suður en eins og fram hefur komið hér þá erum við Zetorar að fara að spila í afmæli.

Kveðja,
Palli.

03 mars 2004

:.:KENNING:.:

Sigrún er með kenningu. Hún er sú að þeim mun betra tóneyra maður hefur þeim mun gleymnari er maður.Ég man bara ekki hvenær hún sagði þetta eða afhverju. Eitthvað vorum við einhvertíman að tala um mynni eða tónlíst. Ég man ekki hvort.

29 febrúar 2004

:.:SKOT SKOT SKOT:.:

Nú vegna þess hvað ég er minnugur þá langar mig til að deila því með ykkur að ég er að fara með Silla suður næstu helgi. Það verður fyrsta svona lengra ferðalagið okkar saman í ca 16 ár. Seinast fórum við í langferð saman í Skólalúðrarsveitaferðalag suður um höfin. Minnir mig. En eins og margir vita, vonandi það fólk sem við erum að fara að spila fyrir allavega, er The Zetors að fara að spila í ammæli í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar sem Einar Páll á Bjargshóli átti einu sinni heima. Svo þetta verður bara gaman. Þá er bara að reyna að semja við einhvern sem á amerískann pallbíl til að Lána/leigja okkur félugunum (mér, Silla og Munda)svo við komumst með allt dótið okkar suður og norður aftur. Ég á nú ágætis systur en hún á assó pikk öpp bíla af F.ixed O.r R.epaired D.aily gerð.

Og Hobbita nafnið mitt er: Dínendal Nénharma

já já.....

28 febrúar 2004

:.:Fyrsta æfingin:.:

Henni var að ljúka. Allir þeir sem komu vorum bara ágætir. Þ.e.a.s. það gekk alltsaman frekar vel og bla bla bla. Guðrún Ósk söng lagið sitt sem ég man ekki hvað heitir, Tommi söng lagið sitt sem ég man ekki heldur hvað heitir. Svo komu þær Imba og Freyja. Þær sungu eitthvað lag og Brynja Ósk söng Black Velvet. Kjartan Sveins söng eitthvað mígulag, og hún stelpan á Kárastöðum söng eitthvað lag líka. Svo komu örugglega fleiri og sungu einhver lög. Ég man þetta bara ekki alveg nógu vel til þessa að deila því nákvæmlega með ykkur.

Bless bless bless...........

24 febrúar 2004

:.:Duga eða drattast:.:

Helgin seinasta. Ég veit það ekki. Ég var að spila alla helgina. Byrjaði á Bl.ósi kl ca 23:20-01:10
Það var ekki leiðinlegt. Við fengum meira að segja að spila með Idol stjörnunni henni Ardísi. Eða kannski frekar, hún varð svo heppin að fá að syngja með okkur.
Svo var æfing á laugardaginn. Svona foræfing fyrir æfingar söngvarakeppninnar.
Um kvöld laugardags spiluðum við Einar bróðir inní Staðarflöt fyrir Lóuþrælana þar sem þeir voru með árshátíð. Voða gaman og Kjartan og Anna María Sjopps voru alveg undrandi á því að við Einar gætum verið bræður, ef ég hef skilið hana rétt.
Og á sunnudag var "foræft" meira fyrir söngvarakeppnina. Svaka gaman.
Næstu helgi hefjast svo æfingar með söngvurunum sem ætla að taka þátt í keppninni.

Og eins og Silli segir í lok bloggs:
Og hvað?

22 febrúar 2004

:.:Ægir frægur???:.:

Jú hann Ægir Pé er að slá um sig heldur betur kvikmyndageiranum
Nú er hann bara rétt við heimsfrægðar þröskuldinn eins og sést á þessari mynd. Stærri mynd
Nýjustu fregnir herma að Ægir sé kominn á fullt við handrita skrif fyrir fimmtu mynd.

21 febrúar 2004

:.:Ball á Blönduósi:.:

Það var ekki svo slæmt þetta ballstikki. Við vorum í góðum gír á ballinu og skemmtum fólkinu sýndist mér vel.
Það voru einhverjir fjórir strákar sem spiluðu frumsamið efni áður en við byrjuðum og trommarinn hjá þeim......
munið þið eftir dýra í Prúðuleikurunum? Þessi var svipaður, bara soldið mikið actívari.
Nú erum við að fara að æfa okkur að spila lögin fyrir söngvarakeppnina svo við getum spilað þau frekar lýtalaust þegar æfingar með söngvurum byrja. Og ég er sammála Munda, það þarf ekkert að hafa greini á eftir orðum þar sem greinir(inn) á við. Eða já.

En nú er ég að spá í að hringja í Hinna og fá hann út með mér að skjóta eitthvað.

20 febrúar 2004

:.:Vinna:.:

Það er sagt að vinnan göfgi manninn. Á það líka við á 600 kall á tímann????
Er það kannski maðurinn sem göfgar vinnuna í því tilfelli???

18 febrúar 2004

:.:Samsæri:.:

Ekki veit hvað er í gangi en ég held að það sé samsæri hjá Silla gegn mér. Ég get bara ekki með NOKKRU MÓTI KOMMENTAÐ HJÁ HONUM. Silli. Ég skal LOFA að hafa ekki fleiri en tveggja línu komment, bara ef þú hleypir mér að