Radio PSB

31 ágúst 2008

Fjórhjól.

Já. Það er sko komið að því.
Það er komið að því að ég fer að blogga hér um fjórhjól.
Þannig er mál með vöxtum að ég er og hef verið fjórhjólasjúklingur frá því að hann faðir minn heitinn keypti Suzuki mink LT-250 árgerð 1986.
Hjólið á myndinni er ekki mitt hjól (sem pabbi heitinn keypti) heldur af nákvæmlega eins hjóli sem Gulli nágranni minn á Söndum átti, og síðar Hinrik stór vinur minn og trommari.



En senn kemur að því að ég "þurfi" að fá mér fjórhjól. Á þessari mynd eru nokkur glæsileg tæki sem eru ansi fýsilegur kostur, hvert þeirra á sinn hátt.
Svo nú er bara að hugsa málið vel og vandlega.

Þessi "fyrsta" fjórhjólafærsla verður ekki löng vegna þess einfaldlega að ég á ekkert fjórhjól ;-) en það kemur sko til með að breytast.

Það eru til nokkrar íslenskar fjórhjólasíður og þar skrifa nokkrir kunningjar mínir um fjórhjólin sín og ferðir sem þeir hafa farið á þeim. Þar eru líka allskonar flottar myndir frá þeim.

Meira síðar.

Palli.