02 september 2004

Hæ.

Þá er ég kominn einu sinni enn til Akureyris frá Kárnahnjúknasvæðinu. Þú og ThinkPad hvað?
Ég er farinn að keyra olíubíl aftur.... jibbí. Það er fínt að vera að vinna á olíubíl. Olíubílar eru skemmtilegir bílar. Þeir verða tildæmis ROSALEGA sjaldan olíulausir.
En ég er sem sagt byrjaður að vinna hjá Suðurverk. Suðurverk er fyritæki sem sérhæfir sig í að byggja stíflur og vegi. Einnig hefur Suðurverk átt mikinn þátt í því að Siglufjörður er nú betur varinn fyrir snjóflóðum og þessháttar vesenum.

Ég fór til Akureyrar frá Kár. í jeppa sem Suðurverk á, við vorum fimm í bílnum og ég hef aldrei NOKKURTÍMAN verið eins bílveikur og á þessari leið. Það var stoppað FIMM sinnum fyrir mig vegna ógleði og gubbuvesens.

Á morgun förum við öll hér í Skarðshlíð 2d í ferðalag vestur í elsku besta Húnaþing vestra. Þar eru að fara í gang göngur og réttir ásamt réttarballi. Hljómsveitin Kashmír mun leika fyrir dansi og verður það STUÐ STUÐ STUÐ. Spyrjið bara Aldísi.

Gaman og bless.

Engin ummæli: