28 nóvember 2004

Egilsstaðir......

Eins og venjulega á sunnudögum var farið til Egilsstaða í dag. Ég fór á Benzanum fullum af fólki. Þ.e.a.s. 55 manns voru í bílnum og Baldur kom á eftir mér á Scaniunni minni með ca 20 manns. Það var fljúgandi hálka á leiðinni á köflum en annars var færðin góð nokkuð. Þar sem að ég er nokkuð viss um að þið viljið ekkert vita hvað er gert á Egilsstöðum þá ætla ég ekkert að segja ykkur hvað er gert þarna á sunnudögum sko.

En hér undir á að hljóma lagið Sleðaferðin eða Sleight Ride. Þessa útgáfu spilar bassaleikari að nafni Stuart Hamm eða Stu Hamm eins og hann kýs að kalla sig. Hann er einn af þessum hljóðfæraleikurum sem er HÁLFVITI af því að hann er svo góður á hljóðfærið. En hann er samt örugglega ekki hálfviti.
Verði ykkur að góðu.

Bæ.

Engin ummæli: