08 desember 2004

Já á morgun er komið að því að ég fer til Kárahnjúka. Það er flogið með mig suður frá AEY til RVK kl 8:55 á morgun og svo frá RVK til EGS kl 10:30. Og eins og það er nú gaman að sitja í þessum FOKKER FRIENDSHIP flugvélum. Skárra en ó METRO rörinu sem ég fór með frá AEY til EGS í sumar. Það má horfa á þær vélar sem fljúgandi skólprör. Ömurlegar rellur. En samt hraðfleygar en FOKKERinn. Svo kem ég í frí aftur á mánudaginn 20. desember ef allt gengur samkvæmt áætlun.
OG VITIÐ ÞIÐ BARA HVAÐ. Galantinn ágæti (langlegusjúklingurinn) er kominn í gang og á víst að fara til Reykjavíkur á morgun og hingað norður á födtudag eða laugardag. Þetta var mér sagt í dag. En ég trúi því ekki fyrr en bílinn er kominn norður. Ekki að ræða það.

Men nu skal jeg go i seng.
God natt.

Engin ummæli: