20 júlí 2005

Halló allir. Hvað er að frétta?
Ég get sagt að við erum að fara vestur í Miðfjörð á morgun. ÉG ætla drífa mig í smá kontrabassatíma til Gósa svo ég geti leikið eitthvað á hann (bassann) einhvertíman í framtíðinni.
Helga, Eyþór og Marek fóru í hvalaskoðun á Húsavík í gær og ég hitti þau þar þar sem ég var að sækja farþega sem voru einnig í hvalaskoðun..... á sama dalli..... og voru á leiðinni til Akureyrar með áætlunarbílnum...... sem ég ók..... þá. Og ROSALEGA ER ÁSBYRGI EKKI FLOTT í rigningu og þoku eins og var í gær, eins og það er fallegt í sól og blíðu. Alveg magnað.

En Það er komið að myndagátunni.

Hvaða bíll er þetta og hver á hann?

Bless á meðan.

Engin ummæli: