13 september 2005

Fréttir í kvöld les Sturlaugur Sturla en umsjónarmaður er Broddi Broddason.

Ég er byrjaður að vinna hjá Eimskip á Akureyri. Það er fínt. Er að keyra fisk frá Ólafsfirði/Dalvík/Árskógsandi/Hrísey/Grímsey/Siglufirði/Grenivík til Lauga í Reykjadal. Þar er fiskurinn þurrkaður og pressaður og sendur út til Nígeríu. Ég ek um á VOLVO sem hefur upp á að bjóða 520 hestafla mótor sem er ekki slæmt sko. Reyndar er hann ekinn um 938.602 kílómetra núna þegar ég lagði honum í kveld. En hvaða hvaða.

Ég var að spila með hljómsvitinni þrjú um seinustu helgi á Þinghús bar á Hvammstanga. Það var sko fínt bara. Ca 55 gestir komu í heimsókn eftir að hafa borgað sig inn. Hljómsveitan þrjú skipa Mundi, Sigrún og Silli. Svo fæ ég að vera með af því að ég kann á bassa :)

Stefnt er að því að spila einnig næstu helgi, á Þunghúsinu, og þarnæstu helgi á réttarballi í Vesturhópi. Og hana nú.

Hvað skal meira segja.....?????

Engin ummæli: