12 febrúar 2006

Þetta er að frétta:

Áætlunin gegnur bara nokkuð vel, já já. Ég ek vestur í Víðigerði og til baka á hverjum degi, með mis mikið af farþegum vissulega. Ég ek um á Marcopolo rútu sem er ættuð að hluta til frá þýskalandi og að hluta til frá Brasilíu. En sögu Marcopolo rútunnar má finna (að hluta til) hér. Og hér er svo nokkuð mynd af rútu eins ég ek um á. Þessi er mjög svipuð nema á "minni rútu" er ekki hurð að aftan. Einungis að framan..... væntanlega :) Þetta eru svo sem ágætis bílar að mörgu leiti.... en vissulega ekki öllu leiti. Undirvagninn, vélbúnaður og annað "kram" er merkt Benz og þar af leiðandi ekki slæmt. En nóg um það.

Hér gerist svo sem ekki mikið. Jú við Helga fórum í bíó í kvöld (GERIST EKKI OFT). Ingunn Helga frænka mín passaði fyrir okkur á meðan og kunnum við henni allra bestu þakkir fyrir.
Við sáum myndina Fun with Dick and Jane. Jim Carrey og einhver "overreacting" leikkona með honum í aðalhlutverki. Ágætis skemmtun sko, en ég mæli ekki með því að fara á hana í bíó. Það er allt of dýrt. Bara leigja hana frekar á DVD.

Söngvarakeppnin? Tjahhh..... ekkert að gerast þar svo sem þessa helgina en næstu helgi og fram að 11. mars verður allt á fullu. Gaman að því.

Ég er að reyna að muna eitthvað fleira til að skrifa hér............... jú ég þvoði Skódann í gærkvöldi. Voða merkilegt sko, eða þannig.

Bless.

Engin ummæli: