23 ágúst 2014

Staðarskarð og Stuðlaheiði (Brosaskarð)

Jú, ég fór ferð í dag. Alveg hina frábæru ferð á hjólinu auðvitað.Ég fór um Vattarnes, upp í Staðarskarð norðan frá og niður að sunnan verður.
Nú, ég var kominn upp í Skarðið, þá var ekki neitt annað í boði en að klifra upp á Hrútafell. Þaðan er virkilega gott útsýni yfir Reyðarfjörð, Eskifjörð og Fáskrúðsfjörð.


 Ein panoramamynd hér frá leiðinni upp í Staðarskarð.


 Tindarnir tveir fyrir miðri mynd eru í Krossanesfjallgarði og heita Hesthaus og Snæfugl. Lengst til hægri (úti á enda) er Sauðatindur.
Sagan segir að þýsk tveggja hreyfla herflugvél hafi brotlent á Valahjalla, undir Snæfugli árið 1940.
Meira má lesa um þetta hér.


Uppi í Staðarskarði er gestabókardós, eða geymsluhólf fyrir gestabók. Auðvitað hripaði ég eitthvað í hana, en þetta finnst mér bráðsniðugt, að hafa gestabækur til að kvitta fyrir komuna :-)


Næst var komið að því að kíkja á þennan sérkennilega kofa.


Hvaða tilgangi þetta gegnir hef ég ekki höggmynd um en það er ljóst að í hopnum hefur verið rafmagn. Því held ég fram því að rafstrengur liggur frá raflínu, sem sést glitta í á myndinni, að þessum kofa.

Útsýni frá Hrútafelli yfir Fáskrúðsfjörð hér að neðan. Grænnýpa er ysti hóll á nesinu. Sandfell er lengst til hægri á myndinni.
Ég fann mig knúinn til að ganga á Hrútafell, sem mér fannst töluvert erfitt því bratt er þangað upp. Ekki er akfært þangað og alveg tilvalið að skokka þarna uppeftir og virða fyrir sér firðina.
Móður og másandi, með blóðbragði í munni, gekk (já, ég var löngu hættur að skokka, þetta var svo bratt) ég upp á fellið. Mikið óskaplega var ég stoltur af mér þegar ég var alveg að komast upp. En stoltinu neyddist ég til að kingja á seinustu metrunum upp á Hrútafell því þar mætti ég bóndanum Baldri á Vattarnesi. Hann er þónokkuð mörgum árum eldri en ég og blés ekki úr nös, en þá hafði hann skokkað þarna upp eftir við annan mann, og hund, til að líta eftir sauðum sínum. Ég er sem sagt alls ekki í nógu góðu formi. Það er greinilegt. Þessu næst ók ég, auðvitað niður úr skarðinu, en sem leið lá til Búða. Búðir er þéttbílið í Fáskrúðsfirði. En svo áfram og inn í Stuðlaheiðardal, innst í Fáskrúðsfirði. Þar blasti þetta útsýni við. Þarna er ég staddur í Brosaskarði. Þar sést norður í Fagradal, meðal annars.


 Útsýni niður í Fagradal.Þetta er gamall rafmagnsstaur en línan lá þarna fram af og niður í spennuvirkið á Stuðlum. Nú hefur línan verið færð en meðan hún lá fram af klettinum þar sem þessi staur stendur enn, sem minjagripur, þá var haftið á milli hans og næsta fyrir neðan það lengsta á landinu.Hvaða bergtegund er þetta?Hér er séð niður í Stuðlaheiðardal.Séð niður í Fáskrúðsfjörð, neðst úr Stuðlaheiðardal.


Hér sést í rafmagnsstaurinn á brúninni. Það er ekkert auðvelt að sjá hann á ekki stærri mynd en þetta en hann stendur hægra megin við hólinn á miðri myndinni.

Fleiri myndir er hægt að sjá með því að smella hér.


Þá er best að leyfa einu myndbandi að fljóta hér með. Munið að smella á tannhjólið neðst til hægri og velja þar 720p HD. Betri myndgæði.

Hér sést vel hversu smá við erum í þessum heimi.


Engin ummæli: