Radio PSB

16 maí 2004

Og núna er ég á Motel Venus. Hér er fínt að vera. Herbergi 201 er sérstaklega gott. Fínt passlega mjúkt tvíbreytt rúm og alles. Mig langar að koma á framfæri þökkum til Árna Bjarnasonar á Moggabílnum en með honum hef ég fengið allnokkrusinnum för frá Akureyri á ferðu mínum vestur og/eða suður. Takk fyrir förin Árni.

Hljómsveitin Tóllg var víst að spila á Þinghús-Bar í gærkveldi og sagði mér fólk er ég hitti á förnum vegi að hljómsveitin hafi staðið fyrir skemmtun ágætri. Nokkur byrjendabragur var þó á sumum lögum og með öðrum lögum hefðu hjart- og gigtveik gamalmenni geta dansað léttilega sökum þess hve rólega þau voru spiluð eða ca 70 slög á mínútu. En þetta er eitthvað sem maður heyrir bara út í bæ og gæti verið bölvað kjaftæði.
Gunni var ánægður með bassann minn og það er vel. Fyrir þesskonar hrós er vel þenkjandi lána honum bassann aftur þegar hann vill.

Og að lokum: Ingunn systir á afmæli í dag (þann 16 maí) Hún varð 30 ára gömul og til hamingju með það Ingunn mín.

Sæl að sinni.

Engin ummæli: