07 janúar 2005

Jæja. Þá er fyrsta eftirhermubloggið komið á leiðarenda. Ég vil taka það fram að ÖLL NÖFN, hvort heldur sem á við um menn, konur, lög, dýr eða eitthvað annað sem mannfólki dytti í hug að nefna einhverju nafni, eru uppspuni frá rótum og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum OG endurspegla ekki álit mitt á því sem nefnt er hér í bloggunum. (Hmm... er þetta nokkuð stolið?)
Eftir hvaða bloggara er ég að herma núna?

Ótrúlegt en satt að þá heyrði ég mannfólk tala um eitthvað... sitt lítið af hverju hefur gengið á um dagana... allavega nóg að gera.
Ég fékk hugmynd sem ég er að spá í að framkvæma ekki fyrr en síðar... ef ég hef tíma. Var að fara til Reykjavíks í morgun og sá ekki nema tvo hesta á leiðinni... var að spá í að fá mér ópal en heyrði þá lagið frútsjang með trommaranum Grellsgar... er í persónulegu ímeil sambandi við hann... ekki slæmt það.

Hvað á að gera um helgina... væri gaman að fá hugmyndir frá Broppa og Sneikku og fleirum.

Og hvað?
Góðar stundir.

Hvaða bloggari gæti verið að blogga hér?

Og ég hef skipt um lag á blogginu. Sá fyrsti sem getur upp á því hvað lagið heitir og eftir hvern það er fær verðlaun.
Lagið er futt hér af hljómsveitinni Götusmiðir og sungið af Bergsveini Arilíussyni.

Okei bæ.

Engin ummæli: