06 janúar 2005

Ég hef tekið ákvörðun.
Næstu blogg hjá mér verða með þeim hætti að ég ætla að herma/líkja eftir bloggum annara. Þ.e.a.s. ég ætla að reyna að stæla ritmennsku og áherslur ákveðinna persona sem blogga (ó)reglulega hér í bloggheimum. Svo er ykkar að geta upp á eftir hverjum er verið að herma. Bráðum kemur upp, hér hægra megin á síðunni, listi yfir þá sem þetta gæti átt við um. Maður verður nú að taka þátt í þessum fjölbreytileika sem Mundi hefur komið af stað hér, já og Silli ljóðabálkur.

Mikið ROOOOOOSALEGA var ég heppinn í dag. Það kom þota til Egilsstaða með um 200 útlendinga sem eru að fara í vinnu (aftur, sumir eru að koma heiman að úr fríi) við Kárahnjúka. Takk Gunni frændi minn sem lánaði okkur Krúserinn sinn til að sækja græjurnar á Skagaströnd á seinasta ári.... Þeir voru sem sagt sóttir nú í kvöld en vélin átti að lenda klukka 19:40. Málið er að ég fór ekki í þetta ferðalag, sem er mjög gott. Takk Gunni frændi minn sem lánaði okkur Krúserinn sinn til að sækja græjurnar á Skagaströnd á seinasta ári.... En ég var að koma heim áðan eftir flugferð frá EGS-REK-AEY. Fínt það sko.

Og Silli, FORD stendur fyrir: Found On Road, Dead eða Fixed Or Repaired Daily eða Find Other Race Driver.... eða bara eitthvað sem þú vilt.

Og eitt enn. Af því að Helga er að segja frá samræðum hennar við Marek þá verð ég að segja frá því þegar ég sótti hann í leikskólann núna einhvertíman í nóvember 2004. Þegar ég var búinn að spenna hann í beltið í bílnum og var á leiðinni í bílstjórasætið, þá opnaði hann hurðina og náði ekki í handfangið á henni til að loka henni aftur. Ég sagði við hann: "Marek minn, vertu nú ekki að fikta svona í hurðinni, fiktrassgatið þitt". Þá svaraði hann: "En ég er ekkert fiskrassgat".

Takk og bless.

Engin ummæli: