28 mars 2006

Sko..... ég var að spá.....

Ég er að lesa "staðreyndir" um Akureyri samkvæmt einhverri könnun sem var byrt á dagatali Akureyrarbæjar. Þetta dagatal fengu starfsmenn Akureyrarbæjar að gjöf um jólin sennilega..... en hvað um það.
Hér að neðan eru svo kallaðar staðreyndir úr könnuninni ritaðar grænum texta og mín ályktun neðan við svo kallaðar staðreyndir ritaðar svörtum texta.
Á dagatalinu stendur:
Ánægðir íbúar Akureyrar.
Í mars 2005 var gerð viðamikil könnun á lífskjörum íbúa Akureyrar með samanburði við íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Nokkrar af helstu niðurstöðum vour þessar:
Færri íbúar Akureyrar myndu flytja á höfuðborgarsvæðið nú en áður.
Jamm.... ég segi svo sem ekkert við því.

Íbúar Akureyrar eru ánægðari með veðurfar og vegasamgöngur innanbæjar og telja hættu vegna glæpa og ofbeldis mun minni en íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Sko. Þetta með vegasamgöngur, til dæmis akkúrat í dag fór ég á Skódanum mínum út að keyra. Ég er nú bara ánægður með það að dekkin undir honum skuli vera í lagi eftir ferðina. Ástæða: Göturnar hér á Akureyri er svo illa mokaðar að það er FURÐULEGT að þær skuli vera kallaðar "mokaðar" að "mokstri" loknum. Svo til að toppa allt strá þeir smá salti á hringtorg og við umferðarljós án þess að moka svo betur þegar saltið er farið að virka. Klakahrönglið og svellbunkarnir sem myndast eftir þessar aðgerðir þeirra eru ekkert lítið og ekkert sérstaklega gaman að aka yfir það.
Og þetta með glæpi og ofbeldi, það búa sennilega 100.000 fleiri á höfuðborgarsvæðinu en hér á Ak. og þess vegna ekkert skrítið að þjóðflokkurinn hér sé haldinn þessari hugmynd um glæpi og ofbeldi. Ef hér byggjum 117.000 manns, ætli það væri samt sama hljóð í Akureyringum? Nei líklega ekki, þá væri fjörðurinn fullur frá fjöru til fjalls að glæpum og ofbeldi eins og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu.

Auðveldara aðgengi að plássi hjá dagmæðrum og í leikskóla á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu sem og betra mat á þjónustu þessara aðila.
Já. Ég get verið sammála þessu með leikskólana. En matið þekki ég ekki vel til að geta tjáð mig um það.

Vaxandi ánægja bæjarbúa með gæði framhaldsskóla bæjarins.
Hmm..... já já. Reyndar veit ég að utan að komandi nemendur (frá til dæmis Hvammstanga, Skagaströnd, Borgarnesi og fleiri stöðum) eru nokkuð ánægðir með skólana hér. Það heyri ég nú vel í rútunni.

Íbúar Akureyrar meta stöðuna á húsnæðismarkaðinum betri en íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Ég veit ekki sko...... ég held að ég myndi frekar kaupa í RVK en hér. En hví er ég að hvabba þetta. Ég fer bara til Danmerkur. Og fyrri í kveld komst ég að því að nýr bíll sem kostar 350.000 DKR kostar í raun ekki nema 87.500 DKR ef frádreginn er tollurinn og skattar af honum því þeir eru fjórfalt verð bílsins. Og erlendir námsmenn í DK fá bíla afgreidda með niðurfelldum tolli sem þeir svo verða að borga þegar þeir hætta í skóla. Svo sagði mér hann Stefán hjá FÍB. Það sem sagt marg borgar sig ALLS EKKI að taka Skódann með til DK. Svo er ég líka kominn með kaupanda að honum í sumar :)

Þetta er gott í bili.
Hefurðu ekki eitthvað að segja?

Engin ummæli: