07 apríl 2006

Til hamingju MA.
Menntaskólinn á Akureyri tók Verzlunarskólann í ra...... í gærkvöldi þegar þeir gjörsigruðu þá í spurningakeppni framhaldsskólanna. Það var snilld. Mjög sniðugt.
En veðrið á Akureyri er ekkert spennandi akkúrat núna. Éljagangur og svoleiðis.
Og ég er að leggja í hann eftir 1 og 1/2 klukkutíma tli Víðigeriðs og til baka.

En af því að Silli setti í gang keppni á blogginu sínu þá er ég að spá í að kæra væntanleg úrslit í keppninni.
Pálmi Sigurhjartar er kominn með tvö stig og Siggi Eiríks með eitt.
Reyndar finnst mér að eitt nafn vanti í viðbót á listann en það er "ðe zetors". Vissulega má segja sem svo að sé það nafn á listanum þá þurfi hin nöfnin ekkert að vera þar hehe :)

Takk fyrir mig.

Engin ummæli: