Radio PSB

18 apríl 2006

Svona er staðan núna:
Ég er að bíða eftir svari frá flutningafyritæki í þýskalandi sem heitir Terra Spedition.
Það sér um flutninga á nýjum trukkum frá verksmiðju til umboðsaðila/kaupanda.
Í mínu tilfelli er verið að hugsa um að flytja nýja VOLVO bíla. Þetta er þá ekki bara flutningurinn heldur einnig að "prufukeyra" bílana því stundum er það nú þannig að þeir bila eitthvað smotterí á fyrstu 1000 kílómetrunum.
Í rútubransanum er svo sem allt ágætt að frétta. Það voru að koma tvær rútur til landsins, önnur frá þýskalandi og hin frá austurríki. Rútur sem Bílar og fólk voru að kaupa. Ekki alveg nýjir reyndar, sá eldri er ekinn um 400.000 km en sá yngri um 300.000 km.

Þetta er fínt.

13 apríl 2006

Páskafrí;

Við Helga erum að fara vestur. Þar eru strákarnir. Eta, drekka synda, æfa, spila, NJÓTA :)


Gleðilega páska.

En hvað ætlar þú að gera?

07 apríl 2006

Til hamingju MA.
Menntaskólinn á Akureyri tók Verzlunarskólann í ra...... í gærkvöldi þegar þeir gjörsigruðu þá í spurningakeppni framhaldsskólanna. Það var snilld. Mjög sniðugt.
En veðrið á Akureyri er ekkert spennandi akkúrat núna. Éljagangur og svoleiðis.
Og ég er að leggja í hann eftir 1 og 1/2 klukkutíma tli Víðigeriðs og til baka.

En af því að Silli setti í gang keppni á blogginu sínu þá er ég að spá í að kæra væntanleg úrslit í keppninni.
Pálmi Sigurhjartar er kominn með tvö stig og Siggi Eiríks með eitt.
Reyndar finnst mér að eitt nafn vanti í viðbót á listann en það er "ðe zetors". Vissulega má segja sem svo að sé það nafn á listanum þá þurfi hin nöfnin ekkert að vera þar hehe :)

Takk fyrir mig.