14 maí 2006


Ríkisútvarpið bíður ykkur góðan dag velkomin á fætur.
Í dag er sunnudagurinn 14. maí 2006. Veðrið á Akureyri er nokkuð gott þó að svalt sé.
Og hvað með það.

Ég hef hangið á dönskum síðum núna seinustu daga til að rifja upp dönskuna. Mig langar nefnilega í pianó og fleira. Mest hef ég þó skoðað bílasíður, eða bílasölusíður. Og ég get sagt ykkur að bíll eins og minn, Skoda Octavia diesel kostar hvorki meira né minna en 4 milljónir ISKR en hér á Íslandi kostar hann rúmlega tvær milljónir. Furðulegir þessir danir.

En nú er ég að fara af stað til Reykjavíkur á MAN rútunni, sem birtist hér að ofan, sem oft er kölluð diskórútan út af málninagrslettunum á henni.
En draumabíll og ef Gunnar Ægir lesa þetta blogg þá verður hann VOÐA VOOOOOÐA kátur.

Takk í bili og bless.

Engin ummæli: